Kötturinn Prins var týndur í tólf ár Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. desember 2023 20:30 Prins, sem hefur verið týndur í 12 ár og allir voru búnir að telja hann af en nú var hann að finnast sprelllifandi i Húsafelli eftir að hafa verið á vergangi þar. Magnús Hlynur Hreiðarsson Kötturinn Prins, sem hefur verið týndur í tólf ár var að finnst heill á húfi. Hann átti heima í Reykjavík en fannst í Húsafelli eftir að hafa verið þar á vergangi. Prins dvelur nú í góðu yfirlæti á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík. Hann var reyndar frekar feiminn við að láta mynda sig enda komin í nýjar aðstæður og enn að jafna sig eftir að hafa verið týndur í öll þessi ár. En hver er saga hans? „Hann var upphaflega í eigu frænda míns, hann tók hann að sér sumarið 2010 og tæpu ári seinna sleppur hann út og týnist. Hann leitaði að honum út um allt, hann auglýsti og gekk um hverfið og aldrei fannst Prins og svo fær hann hringingu á mánudaginn þar sem honum er tilkynnt að Prins sé fundinn í Húsafelli eftir að hafa týnst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir 12 árum,” segir Ragnheiður Birgisdóttir, umsjónarmaður Prins þessa dagana og eigandi Kattakaffihússins. Ragnheiður segir að vitað sé að Prins hafi verið búin að sniglast í kringum iðnaðarmenn í Húsafelli við byggingaframkvæmdir þar en nú þegar því verki er lokið höfðu mennirnir áhyggjur af því hvað yrði um Prins og fóru því með hann til dýralæknis í Borgarnesi til að láta lesa úr örmerki hans og þá kom í ljós að kötturinn hefur verið skráður týndur í öll þessi ár. Dýralæknirinn lét þá eigandann vita að Prins væri fundinn en sá á býr í Þýskalandi. Prins vill helst bara vera í fanginu á Ragnheiði enda að jafna sig smátt og smátt á atburðarásinni og nýja umhverfinu sína í Kattarkaffihúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúleg saga, alveg ótrúleg saga. Það hefur allavega greinilega einhver verið með hann af því að hann lítur vel út, hann er kelinn, hann er með fallegan felld, þannig að einhvers staðar hefur hann verið,” segir Ragnheiður og bætir við. „Þetta er heldur betur falleg jólagjöf, gæti ekki verið betri jólagjöf fyrir frænda minn að vita að Prins er á lífi eftir öll þessi ár og að hann geti fengið að hitta hann og vonandi verða bara fagnaðarfundir þegar hann kemur til landsins. Ég vildi að Prins gæti sagt okkur hvar hann hafi verið öll þessi á en það getur hann ekki.” Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson Reykjavík Kettir Borgarbyggð Dýr Gæludýr Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira
Prins dvelur nú í góðu yfirlæti á Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík. Hann var reyndar frekar feiminn við að láta mynda sig enda komin í nýjar aðstæður og enn að jafna sig eftir að hafa verið týndur í öll þessi ár. En hver er saga hans? „Hann var upphaflega í eigu frænda míns, hann tók hann að sér sumarið 2010 og tæpu ári seinna sleppur hann út og týnist. Hann leitaði að honum út um allt, hann auglýsti og gekk um hverfið og aldrei fannst Prins og svo fær hann hringingu á mánudaginn þar sem honum er tilkynnt að Prins sé fundinn í Húsafelli eftir að hafa týnst í Hlíðunum í Reykjavík fyrir 12 árum,” segir Ragnheiður Birgisdóttir, umsjónarmaður Prins þessa dagana og eigandi Kattakaffihússins. Ragnheiður segir að vitað sé að Prins hafi verið búin að sniglast í kringum iðnaðarmenn í Húsafelli við byggingaframkvæmdir þar en nú þegar því verki er lokið höfðu mennirnir áhyggjur af því hvað yrði um Prins og fóru því með hann til dýralæknis í Borgarnesi til að láta lesa úr örmerki hans og þá kom í ljós að kötturinn hefur verið skráður týndur í öll þessi ár. Dýralæknirinn lét þá eigandann vita að Prins væri fundinn en sá á býr í Þýskalandi. Prins vill helst bara vera í fanginu á Ragnheiði enda að jafna sig smátt og smátt á atburðarásinni og nýja umhverfinu sína í Kattarkaffihúsinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Þetta er ótrúleg saga, alveg ótrúleg saga. Það hefur allavega greinilega einhver verið með hann af því að hann lítur vel út, hann er kelinn, hann er með fallegan felld, þannig að einhvers staðar hefur hann verið,” segir Ragnheiður og bætir við. „Þetta er heldur betur falleg jólagjöf, gæti ekki verið betri jólagjöf fyrir frænda minn að vita að Prins er á lífi eftir öll þessi ár og að hann geti fengið að hitta hann og vonandi verða bara fagnaðarfundir þegar hann kemur til landsins. Ég vildi að Prins gæti sagt okkur hvar hann hafi verið öll þessi á en það getur hann ekki.” Kattakaffihúsinu í Bergstaðastræti í Reykjavík.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Reykjavík Kettir Borgarbyggð Dýr Gæludýr Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Sjá meira