Danir náðu bronsinu fyrir framan nefið á nágrönnunum Smári Jökull Jónsson skrifar 17. desember 2023 16:41 Það var hart barist í Herning í dag. Vísir/EPA Danir tryggðu sér rétt í þessu bronsverðlaunin á heimsmeistaramótinu í handknattleik eftir eins marks sigur á nágrönnum sínum frá Svíþjóð. Danir töpuðu fyrir Norðmönnum í undanúrslitum en Svíar fyrir Frökkum. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik en Danir komust í 5-1 í upphafi leiks og héldu frumkvæðinu allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur Svía var ekki eins öflugur og hann hefur oftast verið á mótinu og Danir áttu fremur auðvelt með að skora. Staðan í hálfleik var 18-15 Dönum í vil. Í síðari hálfleik vaknaði sænska vörnin. Danir fóru mikið í að hnoða boltanum en Svíum gekk engu að síður illa að minnka muninn að einhverju ráði. Þar til um tíu mínútur voru eftir. Þá tókst Svíum loks að jafna og markvörðuinn Joanna Bundsen kom Svíum í 24-23 með marki yfir allan völlinn. Það dugði hins vegar ekki til. Danir náðu vopnum sínum á ný og komust yfir. Þegar hálf mínúta var eftir voru Danir marki yfir og með boltann. Þær stilltu upp eftir aukakast og náðu að skora og tryggja sér þar með sigurinn. Sárabótamark Svía undir lokin hafði lítið að segja. Lokatölur 28-27 Dönum í vil sem fögnuðu bronsinu á heimavelli í Herning. Denmark win the bronze medal at #DENNORSWE2023, after prevailing against Sweden in a tight match The third place of the IHF Women's World Championship podium will be red and white for the second straight time #aimtoexcite pic.twitter.com/KCAvCyJrol— International Handball Federation (@ihf_info) December 17, 2023 HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Danir töpuðu fyrir Norðmönnum í undanúrslitum en Svíar fyrir Frökkum. Fyrirfram var búist við jöfnum og spennandi leik en Danir komust í 5-1 í upphafi leiks og héldu frumkvæðinu allan fyrri hálfleikinn. Varnarleikur Svía var ekki eins öflugur og hann hefur oftast verið á mótinu og Danir áttu fremur auðvelt með að skora. Staðan í hálfleik var 18-15 Dönum í vil. Í síðari hálfleik vaknaði sænska vörnin. Danir fóru mikið í að hnoða boltanum en Svíum gekk engu að síður illa að minnka muninn að einhverju ráði. Þar til um tíu mínútur voru eftir. Þá tókst Svíum loks að jafna og markvörðuinn Joanna Bundsen kom Svíum í 24-23 með marki yfir allan völlinn. Það dugði hins vegar ekki til. Danir náðu vopnum sínum á ný og komust yfir. Þegar hálf mínúta var eftir voru Danir marki yfir og með boltann. Þær stilltu upp eftir aukakast og náðu að skora og tryggja sér þar með sigurinn. Sárabótamark Svía undir lokin hafði lítið að segja. Lokatölur 28-27 Dönum í vil sem fögnuðu bronsinu á heimavelli í Herning. Denmark win the bronze medal at #DENNORSWE2023, after prevailing against Sweden in a tight match The third place of the IHF Women's World Championship podium will be red and white for the second straight time #aimtoexcite pic.twitter.com/KCAvCyJrol— International Handball Federation (@ihf_info) December 17, 2023
HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fleiri fréttir Fínn leikur íslensku landsliðskvennanna dugði ekki Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum „Maður veit alveg hver gulrótin er“ Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Alfreð reiður út í leikmenn sína Frá Eyjum til Ísraels Haukar fá einn markahæsta mann deildarinnar Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Dagur líka með sína stráka á sigurbraut Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Alfreð kom Þjóðverjum á EM Önnur landsliðskona leysir Þóreyju Rósu af hólmi Fjalla um ráðningu Þóris: Séní sem á að hjálpa Íslandi Hópurinn gegn Bosníu: Reynir þarf að bíða eftir fyrsta landsleiknum „Þessi vegferð hefur verið draumi líkust“ Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Haukakonur í lokaúrslitin á móti Val Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita