„Það hefur enginn beðið um þessa bók“ Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 17. desember 2023 12:14 Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, segir enga eftirspurn vera eftir bókinni. Vísir/Samsett Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus segir ummæli Þorsteins V. Einarssonar varðandi sölu á bók sinni og konu hans Huldu Tölgyes dæma sig sjálf. Mikið hefur verið talað um þriðju vaktina svokölluðu en hugtakið lýsir því ólaunuða og oft vanmetna hugarálagi heimilisskipulagsins svo sem utanumhald og yfirsýn fremur en að framkvæma heimilisverkin sem myndi flokkast undir aðra vaktina. Nafngreindi starfsmann og sigaði fylgjendum sínum á hann Hjónin skrifuðu bók um þriðju vaktina sem kom út í vetur en verslunarrisinn Bónus tók þá ákvörðun að bókin yrði ekki seld þar á bæ um jólin. Þorsteinn birti í kjölfarið færslu á Instagram þar sem hann sagði bókinni hafa verið hafnað af „tilfinningalegum og huglægum ástæðum en ekki málefnalegum ástæðum.“ Í færslunni nafngreindi hann starfsmanninn sem átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti þúsundir fylgjendur sína til að senda á hann tölvupóst og krefja hann um að selja bókina í versluninni. „Hann kaus að fara þessa leið“ Guðmundur Marteinsson segir að brosað sé að þessu innanhús og að það sé aldrei hægt að gera öllum til hæfis. „Hann kaus að fara þessa leið og gera þetta með þessum hætti. Það er bara hann. Ég stend bara með Ester,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Ester er nafn starfsmannsins sem hafi tekið ákvörðunina. Guðmundur segir málið vera einfalt og að ákvörðunin hafi ekkert með tilfinningar viðkomandi starfsmanns að gera. „Þetta snýst um það að við höfum lítið pláss fyrir bækur og þurfum að vanda valið á því sem er tekið inn. Við hlustum á útgefendurna og með hverju þeir mæla. Svo ef það koma fyrirspurnir frá kúnnum þá tökum við hana inn, þannig virkar kerfið. Við erum bara með takmarkaðan fjölda sem við getum tekið inn,“ segir hann. Eftirspurnir ekki borist Jafnframt segir hann að alltaf sé rúm til endurskoðunar á slíkum ákvörðununm ef kúnnar verslunarinnar biðji um að seld sé tiltekin bók eða vara en að slíkar eftirspurnir hafi ekki borist. „Svo er það bara þannig að ef það er eftirspurn eftir bókinni frá neytendum, þá er það endurskoðað og metið en það hefur ekki verið í þessu tilfelli. Það hefur enginn beðið um þessa bók. Það er staðan,“ segir Guðmundur. Jafnréttismál Jól Matvöruverslun Verslun Bókaútgáfa Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Mikið hefur verið talað um þriðju vaktina svokölluðu en hugtakið lýsir því ólaunuða og oft vanmetna hugarálagi heimilisskipulagsins svo sem utanumhald og yfirsýn fremur en að framkvæma heimilisverkin sem myndi flokkast undir aðra vaktina. Nafngreindi starfsmann og sigaði fylgjendum sínum á hann Hjónin skrifuðu bók um þriðju vaktina sem kom út í vetur en verslunarrisinn Bónus tók þá ákvörðun að bókin yrði ekki seld þar á bæ um jólin. Þorsteinn birti í kjölfarið færslu á Instagram þar sem hann sagði bókinni hafa verið hafnað af „tilfinningalegum og huglægum ástæðum en ekki málefnalegum ástæðum.“ Í færslunni nafngreindi hann starfsmanninn sem átti að hafa tekið þessa ákvörðun og hvatti þúsundir fylgjendur sína til að senda á hann tölvupóst og krefja hann um að selja bókina í versluninni. „Hann kaus að fara þessa leið“ Guðmundur Marteinsson segir að brosað sé að þessu innanhús og að það sé aldrei hægt að gera öllum til hæfis. „Hann kaus að fara þessa leið og gera þetta með þessum hætti. Það er bara hann. Ég stend bara með Ester,“ sagði hann í samtali við fréttastofu. Ester er nafn starfsmannsins sem hafi tekið ákvörðunina. Guðmundur segir málið vera einfalt og að ákvörðunin hafi ekkert með tilfinningar viðkomandi starfsmanns að gera. „Þetta snýst um það að við höfum lítið pláss fyrir bækur og þurfum að vanda valið á því sem er tekið inn. Við hlustum á útgefendurna og með hverju þeir mæla. Svo ef það koma fyrirspurnir frá kúnnum þá tökum við hana inn, þannig virkar kerfið. Við erum bara með takmarkaðan fjölda sem við getum tekið inn,“ segir hann. Eftirspurnir ekki borist Jafnframt segir hann að alltaf sé rúm til endurskoðunar á slíkum ákvörðununm ef kúnnar verslunarinnar biðji um að seld sé tiltekin bók eða vara en að slíkar eftirspurnir hafi ekki borist. „Svo er það bara þannig að ef það er eftirspurn eftir bókinni frá neytendum, þá er það endurskoðað og metið en það hefur ekki verið í þessu tilfelli. Það hefur enginn beðið um þessa bók. Það er staðan,“ segir Guðmundur.
Jafnréttismál Jól Matvöruverslun Verslun Bókaútgáfa Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira