Ósannað að Steingrímur ætti vökvann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. desember 2023 14:05 Steingrímur Þór Ólafsson í haldi lögreglunnar í Venesúela árið 2010. Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Steingrímur Þór var sýknaður af því að hafa geymt fimm lítra af amfetamínbasa. Landsréttur kvað upp dóm sinn á þriðja tímanum. Steingrímur var dæmdur í sex ára fangelsi í maí 2022 fyrir framleiðslu amfetamíns annars vegar og geymslu vökvans hins vegar en áfrýjaði dómnum. Landsréttur staðfesti dóminn fyrir framleiðslu en sýknaði í tilfelli geymslu vökvans þar sem ekki taldist sannað að Steingrímur væri raunverulegur eigandi vökvans. Refsingin fór því úr sex ára fangelsi í héraði í þriggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald til nokkurra mánaða sem Steingrímur sætti um tíma við rannsókn mála hans. Málið má rekja til þess að lögreglu barst ábending haustið 2019 um að amfetamínbasi hefði verið fluttur til landsins. Eftir umfangsmikla rannsókn lögreglu blönduðust Jónas Árni og Steingrímur Þór, sem kalla mætti góðkunningja lögreglunnar, inn í rannsóknina. Að neðan má lesa umfjöllun um atburðarásina upp úr dómi héraðsdóms í fyrra. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að málinu í héraði. Eftirför upp í Kjós og til baka Fylgst var með þeim Jónasi og Steingrími í nokkurn tíma og þann 18. janúar 2020 fylgdu lögreglumenn bíl þeirra eftir upp í sumarbústað í Kjós þar sem vinkona þeirra var búsett. Lögreglumenn sáu Jónas og Steingrím innandyra með öndunargrímur og urðu varir við eld og reyk sem lagði frá húsnæðinu. Fimm klukkutímum síðar yfirgáfu þeir sumarbústaðinn og keyrðu aftur til höfuðborgarinnar með bakpoka. Á leiðinni urðu þeir varir við lögreglu og tóku plastílát úr bakpokanum. Lögregla stöðvaði för þeirra með því að þvinga bílinn út af Suðurlandsvegi austan við Rauðavatn. Neituðu þeir að yfirgefa bílinn og tæmdi Jónas plastílátið yfir bílinn og umhverfi hans. Lögregla reyndi að ná efninu úr bílnum og snjónum. Samtals fannst 21,11 grömm af amfetamíni í bílnum, á sætum, gólfi og mælaborði. Þá fannst 12,61 grömm af amfetamíni í eldföstum mótum. Öll þrjú sættu ákæru fyrir fíkniefnaframleiðslu í sumarbústaðnum en neituðu sök. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, með vísan til sönnunargagna af vettvangi, vitnisburði og framburðs lögreglumanna, að þau hefðu gerst sek um brotið. Geymdi vökva á heimili annars Steingrímur var að auki ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni fimm þúsund millilítra af vökva sem innihélt amfetamínsbasa. Vökvinn var geymdur á heimili manns sem hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu. Viðkomandi hélt því fram fyrir dómi að Steingrímur væri raunverulegur eigandi efnanna. Hann sjálfur hefði aðeins geymt töskuna. Með vísan til magns og styrks efnisins, sem var mikill, þótti héraðsdómi augljóst að efnið væri ætlað til söludreifingar. Héraðsdómur taldi sannað að Steingrímur Þór hefði verið raunverulegur eigandi efnanna. Á það féllst Landsréttur hins vegar ekki og sýknaði Steingrím Þór af þeim ákærulið. Eiga að baki þunga dóma Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess við ákvörðun refsingar að um var að ræða skipulagða starfsemi um að framleiða talsvert magn af sterkum fíkniefnum sem til stóð að koma í dreifingu. Þá hefði framleiðslan verið unnin í samverknaði þótt þáttur hvers og eins væri ekki jafn. Þá leit dómurinn til þess að þótt ekki hefði tekist að leggja hald á mikið magn amfetamíns þá væri ekki hægt að horfa fram hjá því að þeim hafi tekist að koma mun meira magni undan. Jónas Árni, sem fékk fimm ára fangelsi árið 2009 fyrir aðild sína að Papeyjarmálinu svokallaða, fékk sex mánaða dóm í héraði. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Konan fékk sextíu daga dóm en hún átti ekki annað á sakavottorði en eina lögreglustjórasátt og tvo dóma vegna brota á umferðarlögum. Steingrímur var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2017, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli. Steingrímur var á sínum tíma framseldur frá Venesúela til Íslands vegna málsins. Með broti sínu nú rauf hann skilorð og þótti sex ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Steingrím í héraði. Með sýknu í vökvahluta málsins í dag styttist refsing Steingríms verulega og þótti þriggja ára refsing, þar með talið skilorð sem hann rauf, hæfileg refsing. Þá var ákæruvaldið dæmt til að greiða helminginn af áfrýjunarkostaðinum. Pabbinn sagðist eiga Rolex-úrið Saksóknari gerði fyrir héraði kröfu um upptöku á fíkniefnum og ýmsum búnaði. Steingrímur andmælti upptöku á Rolex-armbandsúri sem lögregla lagði hald á. Faðir Steingríms hélt því fram að úrið væri í hans eigu en Steingrímur hefði keypt það með peningum frá honum. Steingrímur hafði úrið á sér við handtöku. Samkvæmt upplýsingum frá úrsmiði keypti Steingrímur úrið þann 6. nóvember 2017 á rúma eina milljón og greiddi fyrir með reiðufé. Þann 27. apríl, tveimur vikum eftir að Steingrímur var laus úr gæsluvarðhaldi, var nafni eiganda breytt í nafn föður hans. Meðal gagna málsins voru útprentuð samskipti milli Steingríms og vinkonu á samskiptaforriti þar sem hann sýndi úrið og sagðist hafa keypt það. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði faðir hans að Steingrími hefði langað að kaupa úrið fyrir hann, faðirinn hefði leyft honum og það og gefið honum peninga til þess. Steingrímur hefði þó verið með úrið frá kaupdegi og fram að handtöku. Aðspurður sagðist faðirinn ekki vita hvort úrið passaði á eigin úlnlið. Héraðsdómi þótti sannað að úrið væri í eigu Steingríms og gerði það upptækt. Landsréttur staðfesti upptöku úrsins með dómi sínum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Sex ára fangelsi og fær ekki að halda Rolex-úrinu Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að framleiðslunni. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. 30. maí 2022 15:41 Tveir karlmenn og kona ákærð fyrir amfetamínframleiðslu í Kjós Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað. 6. janúar 2022 10:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Steingrímur var dæmdur í sex ára fangelsi í maí 2022 fyrir framleiðslu amfetamíns annars vegar og geymslu vökvans hins vegar en áfrýjaði dómnum. Landsréttur staðfesti dóminn fyrir framleiðslu en sýknaði í tilfelli geymslu vökvans þar sem ekki taldist sannað að Steingrímur væri raunverulegur eigandi vökvans. Refsingin fór því úr sex ára fangelsi í héraði í þriggja ára fangelsi. Frá refsingunni dregst gæsluvarðhald til nokkurra mánaða sem Steingrímur sætti um tíma við rannsókn mála hans. Málið má rekja til þess að lögreglu barst ábending haustið 2019 um að amfetamínbasi hefði verið fluttur til landsins. Eftir umfangsmikla rannsókn lögreglu blönduðust Jónas Árni og Steingrímur Þór, sem kalla mætti góðkunningja lögreglunnar, inn í rannsóknina. Að neðan má lesa umfjöllun um atburðarásina upp úr dómi héraðsdóms í fyrra. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að málinu í héraði. Eftirför upp í Kjós og til baka Fylgst var með þeim Jónasi og Steingrími í nokkurn tíma og þann 18. janúar 2020 fylgdu lögreglumenn bíl þeirra eftir upp í sumarbústað í Kjós þar sem vinkona þeirra var búsett. Lögreglumenn sáu Jónas og Steingrím innandyra með öndunargrímur og urðu varir við eld og reyk sem lagði frá húsnæðinu. Fimm klukkutímum síðar yfirgáfu þeir sumarbústaðinn og keyrðu aftur til höfuðborgarinnar með bakpoka. Á leiðinni urðu þeir varir við lögreglu og tóku plastílát úr bakpokanum. Lögregla stöðvaði för þeirra með því að þvinga bílinn út af Suðurlandsvegi austan við Rauðavatn. Neituðu þeir að yfirgefa bílinn og tæmdi Jónas plastílátið yfir bílinn og umhverfi hans. Lögregla reyndi að ná efninu úr bílnum og snjónum. Samtals fannst 21,11 grömm af amfetamíni í bílnum, á sætum, gólfi og mælaborði. Þá fannst 12,61 grömm af amfetamíni í eldföstum mótum. Öll þrjú sættu ákæru fyrir fíkniefnaframleiðslu í sumarbústaðnum en neituðu sök. Héraðsdómur Reykjavíkur komst að þeirri niðurstöðu að hafið væri yfir skynsamlegan vafa, með vísan til sönnunargagna af vettvangi, vitnisburði og framburðs lögreglumanna, að þau hefðu gerst sek um brotið. Geymdi vökva á heimili annars Steingrímur var að auki ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa haft í vörslum sínum í sölu- og dreifingarskyni fimm þúsund millilítra af vökva sem innihélt amfetamínsbasa. Vökvinn var geymdur á heimili manns sem hafði um tíma stöðu sakbornings í málinu. Viðkomandi hélt því fram fyrir dómi að Steingrímur væri raunverulegur eigandi efnanna. Hann sjálfur hefði aðeins geymt töskuna. Með vísan til magns og styrks efnisins, sem var mikill, þótti héraðsdómi augljóst að efnið væri ætlað til söludreifingar. Héraðsdómur taldi sannað að Steingrímur Þór hefði verið raunverulegur eigandi efnanna. Á það féllst Landsréttur hins vegar ekki og sýknaði Steingrím Þór af þeim ákærulið. Eiga að baki þunga dóma Héraðsdómur Reykjavíkur leit til þess við ákvörðun refsingar að um var að ræða skipulagða starfsemi um að framleiða talsvert magn af sterkum fíkniefnum sem til stóð að koma í dreifingu. Þá hefði framleiðslan verið unnin í samverknaði þótt þáttur hvers og eins væri ekki jafn. Þá leit dómurinn til þess að þótt ekki hefði tekist að leggja hald á mikið magn amfetamíns þá væri ekki hægt að horfa fram hjá því að þeim hafi tekist að koma mun meira magni undan. Jónas Árni, sem fékk fimm ára fangelsi árið 2009 fyrir aðild sína að Papeyjarmálinu svokallaða, fékk sex mánaða dóm í héraði. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Konan fékk sextíu daga dóm en hún átti ekki annað á sakavottorði en eina lögreglustjórasátt og tvo dóma vegna brota á umferðarlögum. Steingrímur var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi árið 2017, skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir aðild að umfangsmiklu fjársvikamáli. Steingrímur var á sínum tíma framseldur frá Venesúela til Íslands vegna málsins. Með broti sínu nú rauf hann skilorð og þótti sex ára fangelsi hæfileg refsing fyrir Steingrím í héraði. Með sýknu í vökvahluta málsins í dag styttist refsing Steingríms verulega og þótti þriggja ára refsing, þar með talið skilorð sem hann rauf, hæfileg refsing. Þá var ákæruvaldið dæmt til að greiða helminginn af áfrýjunarkostaðinum. Pabbinn sagðist eiga Rolex-úrið Saksóknari gerði fyrir héraði kröfu um upptöku á fíkniefnum og ýmsum búnaði. Steingrímur andmælti upptöku á Rolex-armbandsúri sem lögregla lagði hald á. Faðir Steingríms hélt því fram að úrið væri í hans eigu en Steingrímur hefði keypt það með peningum frá honum. Steingrímur hafði úrið á sér við handtöku. Samkvæmt upplýsingum frá úrsmiði keypti Steingrímur úrið þann 6. nóvember 2017 á rúma eina milljón og greiddi fyrir með reiðufé. Þann 27. apríl, tveimur vikum eftir að Steingrímur var laus úr gæsluvarðhaldi, var nafni eiganda breytt í nafn föður hans. Meðal gagna málsins voru útprentuð samskipti milli Steingríms og vinkonu á samskiptaforriti þar sem hann sýndi úrið og sagðist hafa keypt það. Við skýrslutöku hjá lögreglu sagði faðir hans að Steingrími hefði langað að kaupa úrið fyrir hann, faðirinn hefði leyft honum og það og gefið honum peninga til þess. Steingrímur hefði þó verið með úrið frá kaupdegi og fram að handtöku. Aðspurður sagðist faðirinn ekki vita hvort úrið passaði á eigin úlnlið. Héraðsdómi þótti sannað að úrið væri í eigu Steingríms og gerði það upptækt. Landsréttur staðfesti upptöku úrsins með dómi sínum í dag. Fréttin hefur verið uppfærð.
Dómsmál Fíkniefnabrot Tengdar fréttir Sex ára fangelsi og fær ekki að halda Rolex-úrinu Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að framleiðslunni. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. 30. maí 2022 15:41 Tveir karlmenn og kona ákærð fyrir amfetamínframleiðslu í Kjós Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað. 6. janúar 2022 10:45 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Fleiri fréttir Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Sjá meira
Sex ára fangelsi og fær ekki að halda Rolex-úrinu Steingrímur Þór Ólafsson hefur verið dæmdur í sex ára fangelsi fyrir umfangsmikil fíkniefnabrot sem tengdust umfangsmikilli amfetamínsframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Jónas Árni Lúðvíksson fékk sex mánaða dóm fyrir aðild sína að framleiðslunni. Dómur var kveðinn upp í síðustu viku. 30. maí 2022 15:41
Tveir karlmenn og kona ákærð fyrir amfetamínframleiðslu í Kjós Héraðssaksóknari hefur ákært tvo karlmenn og konu fyrir amfetamínframleiðslu í sumarbústað í Kjós. Mennirnir, Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson, eru báðir með dóma á bakinu; Jónas hlaut dóm í Papeyjarmálinu svokallaða árið 2009 og Steingrímur var framseldur til Íslands frá Venesúela í tengslum við VSK-málið svokallað. 6. janúar 2022 10:45