Albert kom í veg fyrir að Juventus kæmist á toppinn 15. desember 2023 21:43 Albert Guðmundsson í baráttunni gegn Federico Chiesa í leik kvöldsins. Jonathan Moscrop/Getty Images Albert Guðmundsson skoraði mark Genoa er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir í Juventus höfðu verið á mikilli siglingu í undanförnum leikjum og hefðu komið sér á topp deildarinnar með sigri í kvöld. Þeir tóku forystuna á 28. mínútu þegar Federico Chiesa skoraði af vítapunktinum og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Albert Guðmundsson jafnaði hins vegar metin fyrir Genoa strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Caleb Ekuban sem hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Reyndist það eina mark seinni hálfleiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Albert og félagar í Genoa sitja nú í 14. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 16 leiki, en Juventus situr í öðru sæti með 37 stig. Ítalski boltinn
Albert Guðmundsson skoraði mark Genoa er liðið gerði 1-1 jafntefli gegn Juventus í ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í kvöld. Gestirnir í Juventus höfðu verið á mikilli siglingu í undanförnum leikjum og hefðu komið sér á topp deildarinnar með sigri í kvöld. Þeir tóku forystuna á 28. mínútu þegar Federico Chiesa skoraði af vítapunktinum og staðan var því 0-1 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja. Albert Guðmundsson jafnaði hins vegar metin fyrir Genoa strax á þriðju mínútu síðari hálfleiks eftir stoðsendingu frá Caleb Ekuban sem hafði komið inn á sem varamaður í hálfleik. Reyndist það eina mark seinni hálfleiksins og niðurstaðan varð því 1-1 jafntefli. Albert og félagar í Genoa sitja nú í 14. sæti deildarinnar með 16 stig eftir 16 leiki, en Juventus situr í öðru sæti með 37 stig.
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs Handbolti