Valdimar Þór og Jón Guðni við það að ganga í raðir Víkinga Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2023 23:01 Jón Guðni í landsleik gegn Þýskalandi í undankeppni HM 2022. Alex Grimm/Getty Images Heimildir Vísis herma að Íslands- og bikarmeistarar Víkings séu í þann mund að ganga frá samningum við hinn sóknarþenkjandi Valdimar Þór Ingimundarson og miðvörðinn Jón Guðna Fjóluson. Báðir eiga að baki A-landsleiki og báðir eru að koma úr atvinnumennsku. Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Víkingar hafa verið heldur rólegir á markaðnum til þessa eftir að tímabilinu í Bestu deild karla í knattspyrnu lauk. Það virðist hins vegar sem liðið ætli að gefa stuðningsfólki sínu þessa líku fínu jólagjöf, þá Valdimar Þór og Jón Guðna. Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, var þó þögull sem gröfin og sömu sögu má segja um Heimi Gunnlaugsson, formann knattspyrnudeildar. Heimir benti fyrirspurn Vísis á Kára Árnason, yfirmann knattspyrnumála. Ekki náðist hins vegar í Kára til að staðfesta komu leikmannanna tveggja. Vitað var að Jón Guðni Fjóluson væri á leið heim eftir nokkð langað feril í atvinnumennsku. Íslands- og bikarmeistararnir voru alltaf taldir líklegasti áfangastaður miðvarðarins sem hefur glímt við meiðsli undanfarin ár. Jón Guðni lék með Fram í efstu deild hér á landi áður en hann hélt til Belgíu í atvinnumennsku árið 2011. Þar lék hann með Beerschot áður en hann gekk í raðir GIF Sundsvall í Svíþjóð ári síðar. Þar var hann til 2015 þegar Íslendingalið IFK Norrköping falaðist eftir hæfileikum hans. Frá Svíþjóð lá leiðin til FC Krasnodar í Rússlandi árið 2018, til Brann í Noregi 2020 og Hammarby í Svíþjóð ári síðar. Þar hafa meiðsli plagað Jón Guðna og hann lítið spilað undanfarin misseri. Víkingar vonast til að meiðslamartröð miðvarðarins sé að baki og hann verði kominn á ról þegar Besta deild karla hefst að nýju næsta vor. Ef svo er þá er öllum ljóst að Jón Guðni mun styrkja fyrir öflugt lið Víkings en hann á að baki 18 A-landsleiki þar sem hann skoraði eitt mark, gegn Perú árið 2018. Valdimar Þór hefur leikið með Strömsgodset og Sogndal í Noregi.Godset.no Víkingar láta ekki staðar numið þar og eru í þann mund að ganga frá samningum við Valdimar Þór Ingimundarson sem spilaði síðast með Sogndal í norsku B-deildinni. Hinn 24 ára gamli Valdimar Þór er enn samningsbundinn Sogndal og því þyrftu Víkingar að kaupa leikmanninn. Um er að ræða leikmann sem lék frábærlega með Fylki árið 2020 og var í kjölfarið seldur til Strömsgodset í norsku úrvalsdeildinni. Þar fann hann ekki alveg taktinn og var í janúar 2022 seldur til Sogndal. Þar hefur hann spilað vel og kom að 13 mörkum - 7 mörk og 6 stoðsendingar - í 27 leikjum á síðustu leiktíð. Han á að baki tvo A-landsleiki, vináttuleiki gegn gegn Sádi-Arabíu og Úganda á síðasta ári.
Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla Víkingur Reykjavík Mest lesið Skar sig mjög illa á andliti og hálsi í slysi á æfingu Sport Lýsti ástandinu á Ingebrigtsen-heimilinu Sport Í beinni: Valur - Grindavík | Æsispennandi einvígi Körfubolti Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Handbolti Leik lokið: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims Fótbolti Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Enski boltinn Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Fótbolti Fleiri fréttir Elín Metta má spila með Val Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Besta spáin 2025: Krókur á móti bragði „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti
Uppgjörið: Ísland - Ísrael 39-27 | Reynt að sparka upp hurðum er stelpurnar pökkuðu Ísrael saman Handbolti