Vandræðaklukka send út til viðgerðar Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. desember 2023 20:01 Gangverk og vísar klukkunnar á Iceland parliament hótel hafa verið send út til viðgerðar. Klukkan bíður berstrípuð á veggnum á meðan. Vísir/Einar Illa hefur gengið um nokkurt skeið að halda tröllvaxinni klukku við Austurvöll gangandi. Viðgerðir hér heima hafa ekki borið árangur og hún hefur því verið send í viðgerð til útlanda. Rekstrarstjóri hótels sem klukkan prýðir segir skipta miklu máli að fá hana í lag. Tvær klukkur standa við Austurvöll. Önnur er uppi í Dómkirkjuturni og hefur þjónustað vegfarendur um árabil. Hin klukkan er öllu nýrri og henni hefur aðeins misfarist að sinna sínu hlutverki. Síðarnefnda klukkan var reist utan á viðbyggingu gamla Landsímahússins, nú Iceland parliament hótel, í ársbyrjun 2021 og vakti talsverða athygli. Ekki síður þótti það svo eftirtektarvert fáeinum mánuðum síðar þegar hin tröllvaxna klukka byrjaði að tifa. En það leið ekki á löngu áður en glöggir vegfarendur tóku eftir því að ekki var allt með felldu; myndin hér fyrir neðan er tekin í lok nóvember síðastliðnum, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur síðdegis. En klukkan er á algjörum villigötum; vísarnir eru stopp í tuttugu mínútur í eitt. Helga Björk Jósefsdóttir er rekstrarstjóri Iceland Parliament hótels. „Oft þegar maður er að gera eitthvað nýtt koma upp vandamál og þessi klukka hefur verið vandamál hérna á Iceland Parliament hótelinu,“ segir Helga. „Mekanisminn inni í henni hefur verið að gera okkur lífið leitt. Við höfum verið að taka hana niður, reyna að laga á íslensku verkstæði og sett hana svo upp aftur. En það hefur ekki gengið þannig að nú er búið að taka mekanismann niður og vísana og hún er á leiðinni í viðgerð til útlanda akkúrat núna.“ Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Iceland parliament hótels, með klukkuna í baksýn.Vísir/Arnar Það er eigandi hússins, Lindarvatn ehf., sem ber ábyrgð á klukkunni og stendur fyrir viðgerðinni. Á meðan bíður klukkan berstrípuð án vísa og gangverks á veggnum. Vonast er til þess að hún verði komin aftur í gagnið nú í janúar. „Þetta er eitthvað sem er tekið eftir. Þetta skiptir okkur og fólk sem gengur hérna um máli,“ segir Helga. Reykjavík Klukkan á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira
Tvær klukkur standa við Austurvöll. Önnur er uppi í Dómkirkjuturni og hefur þjónustað vegfarendur um árabil. Hin klukkan er öllu nýrri og henni hefur aðeins misfarist að sinna sínu hlutverki. Síðarnefnda klukkan var reist utan á viðbyggingu gamla Landsímahússins, nú Iceland parliament hótel, í ársbyrjun 2021 og vakti talsverða athygli. Ekki síður þótti það svo eftirtektarvert fáeinum mánuðum síðar þegar hin tröllvaxna klukka byrjaði að tifa. En það leið ekki á löngu áður en glöggir vegfarendur tóku eftir því að ekki var allt með felldu; myndin hér fyrir neðan er tekin í lok nóvember síðastliðnum, klukkan tuttugu mínútur yfir fjögur síðdegis. En klukkan er á algjörum villigötum; vísarnir eru stopp í tuttugu mínútur í eitt. Helga Björk Jósefsdóttir er rekstrarstjóri Iceland Parliament hótels. „Oft þegar maður er að gera eitthvað nýtt koma upp vandamál og þessi klukka hefur verið vandamál hérna á Iceland Parliament hótelinu,“ segir Helga. „Mekanisminn inni í henni hefur verið að gera okkur lífið leitt. Við höfum verið að taka hana niður, reyna að laga á íslensku verkstæði og sett hana svo upp aftur. En það hefur ekki gengið þannig að nú er búið að taka mekanismann niður og vísana og hún er á leiðinni í viðgerð til útlanda akkúrat núna.“ Helga Björk Jósefsdóttir, rekstrarstjóri Iceland parliament hótels, með klukkuna í baksýn.Vísir/Arnar Það er eigandi hússins, Lindarvatn ehf., sem ber ábyrgð á klukkunni og stendur fyrir viðgerðinni. Á meðan bíður klukkan berstrípuð án vísa og gangverks á veggnum. Vonast er til þess að hún verði komin aftur í gagnið nú í janúar. „Þetta er eitthvað sem er tekið eftir. Þetta skiptir okkur og fólk sem gengur hérna um máli,“ segir Helga.
Reykjavík Klukkan á Íslandi Hótel á Íslandi Mest lesið „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Innlent Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Innlent Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent Hildur segir af sér til að forðast átök Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Innlent „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Innlent Fleiri fréttir Tilnefnir nýjan þingflokksformann á morgun Leita að týndum tólf ára dreng í Ölfusborgum Hildur segir af sér til að forðast átök Samfélagið í molum eftir fráfall ungrar konu: „Við erum enn þá í áfalli“ Háskólinn í stað Hótel Sögu sem heyrir sögunni til Logandi bíll á hvolfi í Kópavogi Sýknukrafa, kreppuástand og hótel í fjalli Byrja að dæla heitu aftur fyrir klukkan tíu Baðst afsökunar á miður fallegum orðum í garð annarra verjenda Sjö eldislaxar fundist í fjórum ám Starfsmaður Héraðssaksóknara með stöðu sakbornings Lýsa yfir vantrausti á Sönnu og segja hana ætla að stofna nýjan flokk „Enginn engill“ en heldur ekki morðingi Hefur þekkt soninn lengur en ráðherrann Verjandi Lúkasar: „Þetta er bissness, þetta er viðskiptahugmynd“ Aðeins 22 prósent nemenda Fellaskóla með viðeigandi færni í lestri Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Krafist sýknu af manndrápsákæru og hríðfallandi lestrarfærni Kom farsíma fyrir á baðherbergi og myndaði konur „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Mega gera ráð fyrir heitavatnsleysi fram á kvöld Innan við tuttugu prósent ánægð með borgarstjóra Sundhöllin opnuð á mánudag en lengra í heitu pottana Lögðu hald á snák eftir alvarlega líkamsárás „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Sjá meira