„Við viljum fá lista yfir glæpi okkar“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2023 09:11 Jón Jónsson segist vilja fá skýringar á því hvernig hann eigi að hafa dregið sér fé þegar hann sat í sveitarstjórn. Eiginkona Þorgeirs sveitarstjóra heldur því fram. Þorgeir vék af fundi sveitarstjórnar við afgreiðslu málsins. Vísir Sveitarstjórn Strandabyggðar á Vestfjörðum telur sig ekki hafa forsendur til að hlutast til um mál þar sem eiginkona sveitarstjórans sakar fyrrverandi sveitarstjórnarmann um að hafa dregið sér tugi milljóna á síðasta kjörtímabili. Innviðaráðuneytið beindi þeim tilmælum til sveitarstjórnarinnar að svara bréfum vegna málsins. Þetta kemur fram í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar sem fram fór þann þriðjudaginn 12. desember. Jón Jónsson, forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla Íslands í þjóðfræði á Hólmavík og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður í Strandabyggð, segir í samtali við Vísi málið snúast um mannorð sitt. Ekki sveitarstjórnar að bregðast við Í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar kemur fram að Þorgeir Pálsson sveitarstjóri hafi vikið af fundi þegar bréf sem Jón sendi var tekið fyrir. Þar biður Jón sveitarstjórnina um að teknar séu til umfjöllunar ásakanir á hendur honum um að fyrirtæki og stofnanir í hans eigu eða að hluta hafi fengið 61 milljón króna í styrki úr sameiginlegum sveitarsjóði á síðasta kjörtímabili. Ásakanirnar komu frá Hrafnhildi Skúladóttur, íþrótta-og tómstundafulltrúa Strandabyggðar, en hún tjáði sig um málið á Facebook. Hún er jafnframt eiginkona Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra. Þorgeir er oddviti H lista í meirihluta sveitarstjórnarinnar sem bar sigur úr býtum í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra gegn A lista. Fjórum árum fyrr var persónukjör til sveitarstjórnar. Meirihluti sveitarstjórnar Strandabyggðar samþykkti bókun þess efnis vegna málsins að hún hafi engar forsendur til að hlutast til um mál þar sem íbúi tjái skoðanir sínar. Hún telji það ekki á sínu verksviði að taka afstöðu til þeirra skoðana sem þar komi fram. Þá hafnar sveitarstjórnin ósk Jóns um að hún veiti skoðun sína á fjárhæð styrkveitinga til einstakra aðila. Hún hafnar þar að auki ósk Jóns um að kæra hann til lögreglu, sé sveitarstjórnin sammála skoðunum Hrafnhildar. Þorgeir Pálsson sveitartstjóri vill ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísar til þess að hafa verið vanhæfur við atkvæðagreiðslu málsins. Hann segir málið í grunninn snúast einungis um það að íbúi tjái sig um stöðu mála í sveitarfélaginu, sem Jón Jónsson sé ósáttur við. Sveitarstjórnin hafi afgreitt málið á fundinum. Óásættanlegt að málið sé ekki rannsakað Matthías Lýðsson, oddviti A-lista sem er í minnihluta, segir í samtali við Vísi að það sé óásættanlegt að málið sé ekki rannsakað til hlýtar. Um sé að ræða alvarlegar ásakanir. Hann segir málið eiga sér langan aðdraganda sem rekja megi til þess þegar Þorgeir Pálsson, núverandi sveitarstjóri og oddviti meirihlutans, hafi verið rekinn úr starfi sveitarstjóra af sveitarstjórn kjörtímabilsins 2018 til 2022. „Það varð ekki nógu gott samstarf við sveitarstjóra af sveitarstjórninni og það fór þannig að sveitarstjórnin sagði honum upp. Hann brást frekar illa við því,“ segir Matthías. Hann segir Þorgeir hafa gefið þær skýringar á uppsögninni opinberlega að hann hafi verið rekinn þar sem hann hafi gagnrýnt sérhagsmunagæslu sveitarstjórnarinnar, meðal annars í bréi til íbúa og í viðtali við Stundina. Þar sagði Þorgeir, sem lagði sveitarstjórn fyrir dómi vegna uppsagnarinnar og fékk greiddar miskabætur vegna þess hvernig staðið var að uppsögninni, að alls kyns styrkjaúthlutanir til safna og fyrirtækja tengdust sveitarstjórnarfulltrúum í Strandabyggð. „Og þessi fyrrverandi sveitarstjórn síðasta kjörtímabils hefur ítrekað reynt að fá hann til þess að rökstyðja þetta, sem er í rauninni bara illmælgi, dylgjur og rógur,“ segir Matthías. Matthías Lýðsson, oddviti minnihlutans segir að málið ætti að rannsaka. Hann segir óásættanlegt að bornar séu fram áskanir um sjálftöku og að menn hafi misnotað sér aðstöðu sína í örsveitarfélagi sem telji um 430 manns. Þá sé upphæðin engin smá upphæð. „Og það er alveg óásættanlegt að það sé látið órannsakað og óábyrgt af okkur sem sitjum í minnihlutanum að reyna ekki eftir fremsta megni að gera kröfu um það að þetta sé rökstutt og rannsakað,“ segir Matthías. Hann fullyrðir að KPMG hafi engar athugasemdir gert við reikningsskil fyrrverandi sveitarstjórnar. „Samt sem áður heldur núverandi sveitarstjóri, sem er líka oddviti, áfram að prjóna þennan sokk. Á þessum síðasta fundi þá er hann á flótta undan eigin orðum. Hann getur ekki bakkað, getur ekki rökstutt þau og vill bara gera eins og krakkarnir þegar maður skammar þau fyrir að hafa stolið jólakökunum. Lokar augunum, heldur fyrir eyrun og segir: „Ég gerði þetta ekki bla bla bla.“ Matthías segist óttast að margir hugsi sér að flytja úr sveitarfélaginu vegna málsins. Það sé erfitt að sitja undir slíkum fullyrðingum. „Ég held þetta sé þannig að þetta fólk, sem eru burðarásar í samfélaginu og var kosið í persónukjöri 2018, að ef það fær ekki leiðréttingu sinna mála, og þessi rógburður, já ég vil meina rógburður án beinna ásakana, þá mun það flytja í burtu. Þetta er margt hvert öflugasta fólkið í sveitarfélaginu.“ Málið snúist um orðsporið Jón Jónsson, segist í samtali við Vísi hálf nauðugur hafa dregist inn í sveitarstjórn árið 2018 þegar notast var við persónukjör í sveitarstjórnina. Leitað hafi verið eftir öflugu fólki úr samfélaginu. „Ég var kosinn sem varamaður þá, reyndar á móti vilja mínum. Svo situr maður bara í súpunni og undir þessu lygarugli,“ segir Jón sem segir farir sínar ekki sléttar vegna málsins. „Maður kemur laskaður út. Ég meina, ég byggi mína uppbyggingu hér á því að mér sé treyst. Orðsporið, á mannorðinu. Ég er forstöðumaður rannsóknarsetur Háskóla Íslands hér á Hólmavík í þjóðfræði. Við erum að gera fína hluti finnst mér, bæði í atvinnusköpun og allskonar verkefnum,“ segir Jón. „Svo bara fer maður út úr sveitarstjórn eftir fjögur ár og er bara með á bakinu ósannar ásakanir sem er dreift í einhverjum svona dylgjustíl og svo er greinilega dreift slúðri og rógburði. Það hefur bara farið fjöllum hærra hérna í samfélaginu hjá okkur.“ Jón segist sár út í íbúa að trúa orðum sveitarstjórans. Hann segir að hann hafi orðið heltekinn af því að fá fram sönnunargögn og meðal annars óskað eftir áliti innviðaráðuneytisins með fulltrúum í minnihluta eftir að sveitarstjórn svaraði ekki erindum hans. Í áliti sínu sem innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn í nóvember beinir það þeim tilmælum til hennar að henni beri að svara erindum íbúa. Jón segist fyrst og fremst vilja að málinu ljúki. „Eftir að kosningunum var lokið þá fórum við að spyrja hvernig stæði á þessum ásökunum. Við vildum fá svör við því en höfum aldrei fengið þau. Þau þagga það bara samviskusamlega niður allt saman. Við viljum fá lista yfir glæpi okkar. Hvenær brutum við af okkur og hvernig? Hver var þátttaka okkar í því?“ Eru þessar fullyrðingar alveg úr lausu lofti gripnar? „Já. En ef það eru einhver gögn, eða mál sem eru rétt, ég meina auðvitað gera allir mistök. En ef hann væri með þau þá gæti hann sett þau fram, svo það væri hægt að svara þeim.“ Að neðan má sjá Facebook-status Hrafnhildar, eiginkonu Þorgeirs sveitarstjóra, frá því 18. október síðastlinn. Örfá orð til þeirra sem vilja vita hina hliðina. Þeir sem ekki hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hætta að lesa hérna. Athugið að ég mun ekki telja vini mína af ,,lækunum” sem fylgja, raunar þarf ég engin læk og þá ekki athygli landsmanna, langar bara að koma þessu frá mér svo að þeir sem eru hræddir við að sýna að þeir hafi lesið, geta bara lesið og melt. Fyrir sig. Ég hef þetta stutt því ég er að drepast í hendinni eftir þræðinguna. Fyrst nokkrar orðskýringar á hugtökum sem ofarlega hafa verið í umræðunni: Feðraveldi er félagslegt kerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslegra sérréttinda, og stjórna eignum. (https://is.wikipedia.org/wiki/Feðraveldi) (Ég veit að heimildin stenst ekki þegar birta á ritrýndar greinar í virtum tímaritum en þessi pistil fer aldrei þangað svo ég læt þetta bara flakka.) Eins og þegar ákveðinn hópur karla nær völdum og úthlutar sjálfum sér og sínum yfirgnæfandi hluta þess fjármagns sem er til úthlutunar. Samanber styrkveitingar fyrrum sveitarstjórnarfulltrúa Strandabyggðar til sjálfra sín. Bæði styrki úr sveitarsjóði Strandabyggðar sem og úr uppbyggingarverkefni Sterkra Stranda. Fyrirtæki og stofnanir í eigu, að hluta, eða tengdar Jóni Jónssyni, fyrrverandi sveitarstjórnarmeðlimi, fengu til dæmis 61.423.961 kr í styrki úr sameiginlega sveitarsjóðnum okkar árin fyrir síðustu kostningar. Auðvitað er súrt að sjá á eftir því. Venjulegur Jón Jónsson úti í bæ, á venjulegum launum, yrði í rúm 11 ár að vinna fyrir slíku. 20 ár ef raunveruleg afgangsupphæð væri tekin eftir skatt og launatengd gjöld. Að mála upp mynd af Þorgeiri sem einhverjum harðstjóra sem í krafti karlrembu og tuddaskaps, fær sínu framgengt er súrrealískt. Ég get ekki setið undir því lengur. Maður sem sinnir börnum og búi af natni og alúð, gengur í öll heimilisstörf og hefur haldið öllum boltum fjölskyldulífs á lofti áreynslaust þegar mín hefur ekki notið við vegna vinnuálags eða veikinda er ekki kandidat í feðraveldisharðstjóra. Maður sem ber allt undir pólitíska félaga sína áður en hann lætur það frá sér fara og vinnur af lýðræðislegum heilindum fyrir heildina. En slíkt þjónar hagsmunum hatursherferðarinnar. Einelti er samfélagslegt hegðunarmynstur sem einkennist af grófri niðurlægingu og stríðni, andlegri og líkamlegri, sem beinist að ákveðnum einstaklingi af hálfu annars einstaklings eða hóps. Fyrirbrigðið er þekkt vandamál í skólum og á vinnustöðum. Sums staðar er einelti bannað með lögum, til dæmis í Skotlandi. (https://is.wikipedia.org/wiki/Einelti) Eins og þegar einn maður, sem lýðræðislega er kosinn með sínum flokki, af yfirgnæfandi meirihluta íbúa Strandabyggðar, til að snúa þessari sjálftöku og spillingu við, er ítrekað rifinn niður á opinberum vettvangi og klagaður til stjórnsýsluyfirvalda. Sem svo allt er sent aftur heim til föðurhúsanna því fyrir klögumálunum er aldrei málefnalegur fótur. Bara hefnigirni, illgirni og meinsemd. Þöggun er þegar eitthvað er ekki rætt, þaggað niður. (almenn vitneskja) Eins og þegar sú fjárhagslega sjálftaka einstaklinga fyrri sveitarstjórnar, til sín og sinna, bæði úr fyrstu úthlutun úr Sterkum Ströndum, sem og áframhaldandi styrkveitingar úr fjársveltu sveitarfélagi var ekki rædd heldur þögguð niður og þáverandi sveitarstjóri rekinn því hann setti spurningarmerki við forgangsröðun á almannafé. Gaslýsing er þýðing á nýyrði í ensku frá fyrsta áratug 21. aldarinnar, „gaslighting“, en það merkir andlegt ofbeldi gegn einstaklingi sem er fólgið í því að veruleiki einstaklingsins er ítrekað dreginn í efa með það að markmiði að grafa undan sjálfstrausti fórnarlambsins. (https://is.wikipedia.org/wiki/Gaslýsing) Eins og þegar vinnubrögð núverandi sveitarstjóra Strandabyggðar eru ítrekað dregin í efa á opinberum vettvangi, hann rægður og sagður viðhafa ólöglega og óeðlilega stjórnsýslu, sem svo, þegar betur er að gáð, stenst ALLTAF alla skoðun og fær stuðning opinberrar stjórnsýslu á landsvísu. Samskiptavandi (er þegar málsaðilar eiga erfitt með samskipti og) getur því haft áhrif á allt líf okkar, hjóna- og parasamband okkar, samband okkar við börnin okkar og fjölskyldu. Einnig á vini og vinnufélaga. Samskiptavandi leiðir til vanlíðunar. (https://salfraedingarnir.is/einstaklingar/) Eins og þegar forsvarsmenn fyrri sveitarstjórnar Strandabyggðar neita að koma og ræða málin þó þeim hafi verið boðið til þess strax eftir síðustu kostningar og allur vilji núverandi oddvita standi til að ná einingu og sátt í sveitarfélaginu er hundsaður. Þegar t.d. Jón Jónsson neitar að svara bréfum frá Þorgeiri eða hafa nein samskipti við hann á nokkurn hátt. Það tel ég merki um mikinn samskiptavanda. Hver þarf þá helst á hjálp og ráðgjöf að halda? Afneitun (e. denial) er að halda ytri atburðum frá meðvitund. Ef einstaklingurinn á erfitt með að meðhöndla einhverja aðstöðu getur hann notað afneitun til þess einfaldlega að neita tilvist hennar. Einstaklingurinn getur bæði neitað atburði eða þeim tilfinningum sem tengjast honum.[2]Dæmi um afneitun er ef maður sem skuldar pening í banka lætur sem hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af skuldinni og heldur í stað þess áfram að eyða peningum. (https://is.wikipedia.org/wiki/Varnarhættir) Eins og þegar sá sem setið hefur að mestu ótruflaður að kjötkötlunum skilur ekki að landslagið er breytt og þá ekki hvers vegna. Þá er staðreyndinni afneitað. Þeirri staðreynd að fólk í Strandabyggð vildi breytingar og var orðið þreytt á að sjá þá sjálftökustjórnsýslu viðhafða sem verið hafði í skjóli meðvirkni. Já það var eftir. Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa lélegt sjálfstraust og þurfa stöðugt á stuðningi og viðurkenningu annarra að halda, til að geta liðið vel. Það sem gerir að verkum að þessir einstaklingar koma sér ekki út úr eyðileggjandi samböndum, er að þeim finnst þeir hafi engin tök á því að breyta aðstæðum sínum, og þeir eiga oft í erfiðleikum með að upplifa náin tengsl og ást. Meðvirkur einstaklingur er stöðugt að þóknast öðrum þótt hann vilji það í raun og veru ekki. Hann treystir á aðra til að segja til um hverjar þarfir hans séu því að meðvirkir einstaklingar þekkja sjaldnast eigin þarfir en eru "hugsanalesarar" þegar kemur að þörfum annarra. Allur kraftur fer í að passa upp á "hamingju annarra" frekar en sína eigin. (https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2043#) Eins og þegar þeir sem háðir eru vinnuveitanda, t.d. þeim sem bjó til starfið sem maður gegnir, þora ekki öðru en að spila með. Þegar vinir þora ekki að stíga til jarðar, jafnvel þó varlega sé, og segja hlutina eins og þeir eru af ótta við að falla í ónáð. Mæra og jánka og spila með þrátt fyrir að ruglið verði útópískt og að þessir sömu einstaklingar viti oft á tíðum betur, hafa bara ekki kraftinn í að standa með sjálfum sér. Ástæður þeirra fyrir vanmættinum geta verið margar og mismunandi en ástandið alltaf jafn sorglegt. Nú ættu hugtökin að vera öllum ljós svo þetta vildi ég sagt hafa. Samfélagsmeinið margumrædda heitir lýðræði. Lýðræði til að velja þá til stjórnar sem vilja vinna að almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Lýðræðislegar breytingar taka alltaf tíma, fórnir og mikla orku. Þegar foreldrar mínir fluttu til Afríku og hvítar nýlendustjórnir voru að víkja fyrir svörtum stjórnum heimamanna heyrðist í umræðunni að nú tæki við mikið umbrotatímabil á meðan nýir siðir væru að finna fótfestu. Kúguð og undirokuð þjóð í mannsaldra næði ekki flugi í lýðræðislegum háttum og framkvæmd á einni nóttu. Talað var um áratugi ef ekki árhundruð þar til jafnvægi næðist aftur á. Og þá vonandi með réttum formerkjum. Ekki með kúgun og ógnarstjórn. Við skulum vona að lýðræðislegar umbætur í Strandabyggð taki skemmri tíma. Völd og peningar hafa alltaf valdið blóðsúthellingum í mannkynssögunni. a) hægt er að komast til valda til að fá umráðarétt yfir fjármagni til sérhagsmuna b) hægt er að komast til valda til að fá umráðarétt yfir fjármagni til almannahagsmuna. Ég geri mikinn greinarmun á völdum þar sem almannafé er útdeilt til sérhagsmuna, í gæluverkefni og rekstur einstaklingsbattería (sama hvað þau heita á pappírunum) eða þegar almannafé er varið í almannahagsmuni. En auðvitað metur hver fyrir sig í þessu eins og öðru. Þeir einstaklingar sem eru reiðastir í Strandabyggð um þessar mundir og heyrist hæst í, eru þeir einstaklingar sem sáu á eftir styrkjunum ,,sínum” eða það héldu þau. Að þau ættu þessa peninga skilið og væru komin í áskrift. Tölum bara um þetta eins og þetta er. Núverandi meirihluti sveitarstjórnar og sér í lagi oddvitinn Þorgeir Pálsson, hefur engra persónulegra hagsmuna að gæta með setu sinni í sveitarstjórn. Hann á ekki eða hefur neina aðkomu í gegnum mig eða aðra fjölskyldumeðlimi að einum eða neinum félögum eða fyrirtækjum sem gætu mögulega sótt fjármagn eða verkefni til sveitarfélagsins. Þeir sem áður sátu gerðu það hins vegar allir í einhverju formi fyrir sig eða sína. Hér skora ég á áhugasama að fletta upp fyrstu úthlutun Sterkra Stranda. Núverandi sveitarstjórn vill sinna uppbyggingu fyrir almenning, endurnýja eignir sveitarfélagsins svo lögbundinn starfsemi geti þrifist, grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöð, malbika göturnar. Allt það sem setið hefur á hakanum hingað til því forgangsröðunin var í þágu fárra útvaldra. Stuðla að atvinnuuppbyggingu með margskonar hætti og allri annari almennri uppbyggingu. Slíkt er flóknara og þyngra í vöfum þegar helmingur vinnudags sveitarstjóra fer í allra handa óþarfa tengdan hefnigirni, orsakaðri af þeirri niðurlægingu fárra við að tapa völdum við síðustu sveitarstjórnarkostningar og þar með stöðunni til að útdeila sér fjármunum. Og hvert er svo illvirkið? Illvirkið heitir lýðræði. Lýðræði er vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Grunnútgangspunkturinn er því að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá fólkinu. (https://is.wikipedia.org/wiki/Lýðræði) Eins og þegar íbúar Strandabyggðar kjósa sér nýja sveitarstjórn og treysta henni til að sinna málefnum sveitarfélagsins betur en áður var gert. Er ekki kominn tími til að fara að bera virðingu fyrir þeim yfirgnæfandi meirihluta íbúa sem kusu sér nýja sveitarstjórn og nýjan oddvita fyrir einu og hálfu ári og gefa því lýðræðiskjörna fólki vinnufrið til að sinna því sem brennur í samfélaginu? Að skiptast á skoðunum er hollt, ef þú gagnrýnir þarftu að vera tilbúinn með úrbætur. Lífið er aldrei einfalt og ekkert nýtt að hart hafi verið tekist á, fyrr og nú. Á Hólmavík veit ég nokkur dæmi þess að fólk hafi verið hrakið úr stöðum sínum og frá völdum með grimmd. Fólk sem var hrakið burt af staðnum því það þóknaðist ekki. Við Þorgeir erum hins vegar ekki að fara neitt. Ég trúi á samfélagið mitt heima. Fólkið. Lognið, brosið í búðinni, hláturinn í sundinu, hlýjuna í skólanum og leikskólanum, lyktina í haustinu og kyrrðina. Fyrirgefninguna, umburðarlyndið og jákvæðnina. Samheldnina og samstöðuna. Vetrarsólina og hamingjuna þegar ég labba í vinnuna á morgnanna. Framtíðina og friðinn. Okkar lífsgæði eru á heimsmælikvarða og hver einasti fréttatími minnir okkur á það. Átökin í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs eru hryllingur. Það er ómetanlegt að vera í vari fyrir öllum þessum hættum og áreiti á lands- og heimsvísu í þessu litla þorpi við Norður Atlandshaf. Reynum nú að njóta þess og hættum að búa til heimatilbúin vandræði. Ekkert er svarthvítt og alltaf má líta í eigin barm og endurskoða. Ég endurskoðaði þá afstöðu mína, eftir að Þorgeir fékk hjartaáfall og var hætt kominn og ég þurfti líka hjartaþræðingu vegna álags, að ég ætlaði ekkert að leggja til málanna. Við höfum öll tekið okkar toll í öllu þessu ferli og alltaf hefur mér fundist viturlegast að halda mig utan við umræðuna en þessu þurfti ég að koma frá mér. Hættu þessu pönki Jón Jónsson, nema þú viljir fara í sögubækurnar sem maðurinn sem endurvakti galdraofsóknirnar á Ströndum með liðsinni misvitra. Grunnþekkinguna hefur þú sannarlega þó tæknin hafi þróast. Enn verra í sögulegu samhengi var að vega úr launsátri. Það gerðu bleyður. Og nei, ég veit að það er enginn vilji núverandi oddvita að ganga af allri menningu dauðri í Strandabyggð. Það eru bara einfaldlega ekki til peningar þessi misserin til að styrkja fyrirtækin þín og stofnanir jafn óhóflega og áður var talið eðlilegt. En vonandi birtir til og fjármagn finnst í framtíðinni til að hlúa að menningunni okkar. Allri. Myndlist, skúlptúrum, bókmenntum, tónlist og leikslit svo eitthvað sé nefnt. Ps – Ég hef engar áhyggjur af áreiti eftir þessi morgunskrif mín á miðvikudegi. Ég er vel undirbúin, hef í tvígang misst fóstur vegna pólitískra ofsókna á heimilið okkar og barnsföður, börn sem ég þráði en munu aldrei verða til héðan af. Bílum hefur verið keyrt upp að húsinu okkar og þeir þandir til að skapa ótta og óróa, fólk hefur keyrt fyrir mig og heft för mína akandi. Börnin mín hafa fengið ruddamennsku, hundsun og hatursskilaboð án þess að hafa nokkuð til unnið og núna síðast hefði Þorgeir gefið upp öndina ef hann hefði ekki verið staddur í Reykjavík. Raunveruleg dæmi, ekki tilbúningur. En ég er til í þennan fórnarkostnað því ég trúi á samfélagið. Jákvæðnina, framtíðina og friðinn. Enginn lofaði að þetta yrði auðvelt en alltaf þegar leiðin er brött þá þarf bara að leggja meira á sig. Nú eða setjast í vegkantinn. En þá kemst maður ekkert. Fyrst og síðast veit ég hvað það er að búa á litlum stað þar sem á að vera hægt að hafa skoðanir án þess að dæla í þær dramantík. Ég treysti fólkinu okkar fullkomlega til að nýta skynsemina eftir sem áður, til að tala um málin eins og þau raunverulega eru án allra nornaveiða. Þær tilheyra öðru og myrkara timabili sem við ætlum ekki að endurvekja. Eða hvað? Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Þetta kemur fram í fundargerð síðasta fundar sveitarstjórnarinnar sem fram fór þann þriðjudaginn 12. desember. Jón Jónsson, forstöðumaður rannsóknarseturs Háskóla Íslands í þjóðfræði á Hólmavík og fyrrverandi sveitarstjórnarmaður í Strandabyggð, segir í samtali við Vísi málið snúast um mannorð sitt. Ekki sveitarstjórnar að bregðast við Í fundargerð sveitarstjórnar Strandabyggðar kemur fram að Þorgeir Pálsson sveitarstjóri hafi vikið af fundi þegar bréf sem Jón sendi var tekið fyrir. Þar biður Jón sveitarstjórnina um að teknar séu til umfjöllunar ásakanir á hendur honum um að fyrirtæki og stofnanir í hans eigu eða að hluta hafi fengið 61 milljón króna í styrki úr sameiginlegum sveitarsjóði á síðasta kjörtímabili. Ásakanirnar komu frá Hrafnhildi Skúladóttur, íþrótta-og tómstundafulltrúa Strandabyggðar, en hún tjáði sig um málið á Facebook. Hún er jafnframt eiginkona Þorgeirs Pálssonar, sveitarstjóra. Þorgeir er oddviti H lista í meirihluta sveitarstjórnarinnar sem bar sigur úr býtum í sveitarstjórnarkosningunum í fyrra gegn A lista. Fjórum árum fyrr var persónukjör til sveitarstjórnar. Meirihluti sveitarstjórnar Strandabyggðar samþykkti bókun þess efnis vegna málsins að hún hafi engar forsendur til að hlutast til um mál þar sem íbúi tjái skoðanir sínar. Hún telji það ekki á sínu verksviði að taka afstöðu til þeirra skoðana sem þar komi fram. Þá hafnar sveitarstjórnin ósk Jóns um að hún veiti skoðun sína á fjárhæð styrkveitinga til einstakra aðila. Hún hafnar þar að auki ósk Jóns um að kæra hann til lögreglu, sé sveitarstjórnin sammála skoðunum Hrafnhildar. Þorgeir Pálsson sveitartstjóri vill ekki tjá sig um málið í samtali við Vísi og vísar til þess að hafa verið vanhæfur við atkvæðagreiðslu málsins. Hann segir málið í grunninn snúast einungis um það að íbúi tjái sig um stöðu mála í sveitarfélaginu, sem Jón Jónsson sé ósáttur við. Sveitarstjórnin hafi afgreitt málið á fundinum. Óásættanlegt að málið sé ekki rannsakað Matthías Lýðsson, oddviti A-lista sem er í minnihluta, segir í samtali við Vísi að það sé óásættanlegt að málið sé ekki rannsakað til hlýtar. Um sé að ræða alvarlegar ásakanir. Hann segir málið eiga sér langan aðdraganda sem rekja megi til þess þegar Þorgeir Pálsson, núverandi sveitarstjóri og oddviti meirihlutans, hafi verið rekinn úr starfi sveitarstjóra af sveitarstjórn kjörtímabilsins 2018 til 2022. „Það varð ekki nógu gott samstarf við sveitarstjóra af sveitarstjórninni og það fór þannig að sveitarstjórnin sagði honum upp. Hann brást frekar illa við því,“ segir Matthías. Hann segir Þorgeir hafa gefið þær skýringar á uppsögninni opinberlega að hann hafi verið rekinn þar sem hann hafi gagnrýnt sérhagsmunagæslu sveitarstjórnarinnar, meðal annars í bréi til íbúa og í viðtali við Stundina. Þar sagði Þorgeir, sem lagði sveitarstjórn fyrir dómi vegna uppsagnarinnar og fékk greiddar miskabætur vegna þess hvernig staðið var að uppsögninni, að alls kyns styrkjaúthlutanir til safna og fyrirtækja tengdust sveitarstjórnarfulltrúum í Strandabyggð. „Og þessi fyrrverandi sveitarstjórn síðasta kjörtímabils hefur ítrekað reynt að fá hann til þess að rökstyðja þetta, sem er í rauninni bara illmælgi, dylgjur og rógur,“ segir Matthías. Matthías Lýðsson, oddviti minnihlutans segir að málið ætti að rannsaka. Hann segir óásættanlegt að bornar séu fram áskanir um sjálftöku og að menn hafi misnotað sér aðstöðu sína í örsveitarfélagi sem telji um 430 manns. Þá sé upphæðin engin smá upphæð. „Og það er alveg óásættanlegt að það sé látið órannsakað og óábyrgt af okkur sem sitjum í minnihlutanum að reyna ekki eftir fremsta megni að gera kröfu um það að þetta sé rökstutt og rannsakað,“ segir Matthías. Hann fullyrðir að KPMG hafi engar athugasemdir gert við reikningsskil fyrrverandi sveitarstjórnar. „Samt sem áður heldur núverandi sveitarstjóri, sem er líka oddviti, áfram að prjóna þennan sokk. Á þessum síðasta fundi þá er hann á flótta undan eigin orðum. Hann getur ekki bakkað, getur ekki rökstutt þau og vill bara gera eins og krakkarnir þegar maður skammar þau fyrir að hafa stolið jólakökunum. Lokar augunum, heldur fyrir eyrun og segir: „Ég gerði þetta ekki bla bla bla.“ Matthías segist óttast að margir hugsi sér að flytja úr sveitarfélaginu vegna málsins. Það sé erfitt að sitja undir slíkum fullyrðingum. „Ég held þetta sé þannig að þetta fólk, sem eru burðarásar í samfélaginu og var kosið í persónukjöri 2018, að ef það fær ekki leiðréttingu sinna mála, og þessi rógburður, já ég vil meina rógburður án beinna ásakana, þá mun það flytja í burtu. Þetta er margt hvert öflugasta fólkið í sveitarfélaginu.“ Málið snúist um orðsporið Jón Jónsson, segist í samtali við Vísi hálf nauðugur hafa dregist inn í sveitarstjórn árið 2018 þegar notast var við persónukjör í sveitarstjórnina. Leitað hafi verið eftir öflugu fólki úr samfélaginu. „Ég var kosinn sem varamaður þá, reyndar á móti vilja mínum. Svo situr maður bara í súpunni og undir þessu lygarugli,“ segir Jón sem segir farir sínar ekki sléttar vegna málsins. „Maður kemur laskaður út. Ég meina, ég byggi mína uppbyggingu hér á því að mér sé treyst. Orðsporið, á mannorðinu. Ég er forstöðumaður rannsóknarsetur Háskóla Íslands hér á Hólmavík í þjóðfræði. Við erum að gera fína hluti finnst mér, bæði í atvinnusköpun og allskonar verkefnum,“ segir Jón. „Svo bara fer maður út úr sveitarstjórn eftir fjögur ár og er bara með á bakinu ósannar ásakanir sem er dreift í einhverjum svona dylgjustíl og svo er greinilega dreift slúðri og rógburði. Það hefur bara farið fjöllum hærra hérna í samfélaginu hjá okkur.“ Jón segist sár út í íbúa að trúa orðum sveitarstjórans. Hann segir að hann hafi orðið heltekinn af því að fá fram sönnunargögn og meðal annars óskað eftir áliti innviðaráðuneytisins með fulltrúum í minnihluta eftir að sveitarstjórn svaraði ekki erindum hans. Í áliti sínu sem innviðaráðuneytið sendi sveitarstjórn í nóvember beinir það þeim tilmælum til hennar að henni beri að svara erindum íbúa. Jón segist fyrst og fremst vilja að málinu ljúki. „Eftir að kosningunum var lokið þá fórum við að spyrja hvernig stæði á þessum ásökunum. Við vildum fá svör við því en höfum aldrei fengið þau. Þau þagga það bara samviskusamlega niður allt saman. Við viljum fá lista yfir glæpi okkar. Hvenær brutum við af okkur og hvernig? Hver var þátttaka okkar í því?“ Eru þessar fullyrðingar alveg úr lausu lofti gripnar? „Já. En ef það eru einhver gögn, eða mál sem eru rétt, ég meina auðvitað gera allir mistök. En ef hann væri með þau þá gæti hann sett þau fram, svo það væri hægt að svara þeim.“ Að neðan má sjá Facebook-status Hrafnhildar, eiginkonu Þorgeirs sveitarstjóra, frá því 18. október síðastlinn. Örfá orð til þeirra sem vilja vita hina hliðina. Þeir sem ekki hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hætta að lesa hérna. Athugið að ég mun ekki telja vini mína af ,,lækunum” sem fylgja, raunar þarf ég engin læk og þá ekki athygli landsmanna, langar bara að koma þessu frá mér svo að þeir sem eru hræddir við að sýna að þeir hafi lesið, geta bara lesið og melt. Fyrir sig. Ég hef þetta stutt því ég er að drepast í hendinni eftir þræðinguna. Fyrst nokkrar orðskýringar á hugtökum sem ofarlega hafa verið í umræðunni: Feðraveldi er félagslegt kerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslegra sérréttinda, og stjórna eignum. (https://is.wikipedia.org/wiki/Feðraveldi) (Ég veit að heimildin stenst ekki þegar birta á ritrýndar greinar í virtum tímaritum en þessi pistil fer aldrei þangað svo ég læt þetta bara flakka.) Eins og þegar ákveðinn hópur karla nær völdum og úthlutar sjálfum sér og sínum yfirgnæfandi hluta þess fjármagns sem er til úthlutunar. Samanber styrkveitingar fyrrum sveitarstjórnarfulltrúa Strandabyggðar til sjálfra sín. Bæði styrki úr sveitarsjóði Strandabyggðar sem og úr uppbyggingarverkefni Sterkra Stranda. Fyrirtæki og stofnanir í eigu, að hluta, eða tengdar Jóni Jónssyni, fyrrverandi sveitarstjórnarmeðlimi, fengu til dæmis 61.423.961 kr í styrki úr sameiginlega sveitarsjóðnum okkar árin fyrir síðustu kostningar. Auðvitað er súrt að sjá á eftir því. Venjulegur Jón Jónsson úti í bæ, á venjulegum launum, yrði í rúm 11 ár að vinna fyrir slíku. 20 ár ef raunveruleg afgangsupphæð væri tekin eftir skatt og launatengd gjöld. Að mála upp mynd af Þorgeiri sem einhverjum harðstjóra sem í krafti karlrembu og tuddaskaps, fær sínu framgengt er súrrealískt. Ég get ekki setið undir því lengur. Maður sem sinnir börnum og búi af natni og alúð, gengur í öll heimilisstörf og hefur haldið öllum boltum fjölskyldulífs á lofti áreynslaust þegar mín hefur ekki notið við vegna vinnuálags eða veikinda er ekki kandidat í feðraveldisharðstjóra. Maður sem ber allt undir pólitíska félaga sína áður en hann lætur það frá sér fara og vinnur af lýðræðislegum heilindum fyrir heildina. En slíkt þjónar hagsmunum hatursherferðarinnar. Einelti er samfélagslegt hegðunarmynstur sem einkennist af grófri niðurlægingu og stríðni, andlegri og líkamlegri, sem beinist að ákveðnum einstaklingi af hálfu annars einstaklings eða hóps. Fyrirbrigðið er þekkt vandamál í skólum og á vinnustöðum. Sums staðar er einelti bannað með lögum, til dæmis í Skotlandi. (https://is.wikipedia.org/wiki/Einelti) Eins og þegar einn maður, sem lýðræðislega er kosinn með sínum flokki, af yfirgnæfandi meirihluta íbúa Strandabyggðar, til að snúa þessari sjálftöku og spillingu við, er ítrekað rifinn niður á opinberum vettvangi og klagaður til stjórnsýsluyfirvalda. Sem svo allt er sent aftur heim til föðurhúsanna því fyrir klögumálunum er aldrei málefnalegur fótur. Bara hefnigirni, illgirni og meinsemd. Þöggun er þegar eitthvað er ekki rætt, þaggað niður. (almenn vitneskja) Eins og þegar sú fjárhagslega sjálftaka einstaklinga fyrri sveitarstjórnar, til sín og sinna, bæði úr fyrstu úthlutun úr Sterkum Ströndum, sem og áframhaldandi styrkveitingar úr fjársveltu sveitarfélagi var ekki rædd heldur þögguð niður og þáverandi sveitarstjóri rekinn því hann setti spurningarmerki við forgangsröðun á almannafé. Gaslýsing er þýðing á nýyrði í ensku frá fyrsta áratug 21. aldarinnar, „gaslighting“, en það merkir andlegt ofbeldi gegn einstaklingi sem er fólgið í því að veruleiki einstaklingsins er ítrekað dreginn í efa með það að markmiði að grafa undan sjálfstrausti fórnarlambsins. (https://is.wikipedia.org/wiki/Gaslýsing) Eins og þegar vinnubrögð núverandi sveitarstjóra Strandabyggðar eru ítrekað dregin í efa á opinberum vettvangi, hann rægður og sagður viðhafa ólöglega og óeðlilega stjórnsýslu, sem svo, þegar betur er að gáð, stenst ALLTAF alla skoðun og fær stuðning opinberrar stjórnsýslu á landsvísu. Samskiptavandi (er þegar málsaðilar eiga erfitt með samskipti og) getur því haft áhrif á allt líf okkar, hjóna- og parasamband okkar, samband okkar við börnin okkar og fjölskyldu. Einnig á vini og vinnufélaga. Samskiptavandi leiðir til vanlíðunar. (https://salfraedingarnir.is/einstaklingar/) Eins og þegar forsvarsmenn fyrri sveitarstjórnar Strandabyggðar neita að koma og ræða málin þó þeim hafi verið boðið til þess strax eftir síðustu kostningar og allur vilji núverandi oddvita standi til að ná einingu og sátt í sveitarfélaginu er hundsaður. Þegar t.d. Jón Jónsson neitar að svara bréfum frá Þorgeiri eða hafa nein samskipti við hann á nokkurn hátt. Það tel ég merki um mikinn samskiptavanda. Hver þarf þá helst á hjálp og ráðgjöf að halda? Afneitun (e. denial) er að halda ytri atburðum frá meðvitund. Ef einstaklingurinn á erfitt með að meðhöndla einhverja aðstöðu getur hann notað afneitun til þess einfaldlega að neita tilvist hennar. Einstaklingurinn getur bæði neitað atburði eða þeim tilfinningum sem tengjast honum.[2]Dæmi um afneitun er ef maður sem skuldar pening í banka lætur sem hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af skuldinni og heldur í stað þess áfram að eyða peningum. (https://is.wikipedia.org/wiki/Varnarhættir) Eins og þegar sá sem setið hefur að mestu ótruflaður að kjötkötlunum skilur ekki að landslagið er breytt og þá ekki hvers vegna. Þá er staðreyndinni afneitað. Þeirri staðreynd að fólk í Strandabyggð vildi breytingar og var orðið þreytt á að sjá þá sjálftökustjórnsýslu viðhafða sem verið hafði í skjóli meðvirkni. Já það var eftir. Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa lélegt sjálfstraust og þurfa stöðugt á stuðningi og viðurkenningu annarra að halda, til að geta liðið vel. Það sem gerir að verkum að þessir einstaklingar koma sér ekki út úr eyðileggjandi samböndum, er að þeim finnst þeir hafi engin tök á því að breyta aðstæðum sínum, og þeir eiga oft í erfiðleikum með að upplifa náin tengsl og ást. Meðvirkur einstaklingur er stöðugt að þóknast öðrum þótt hann vilji það í raun og veru ekki. Hann treystir á aðra til að segja til um hverjar þarfir hans séu því að meðvirkir einstaklingar þekkja sjaldnast eigin þarfir en eru "hugsanalesarar" þegar kemur að þörfum annarra. Allur kraftur fer í að passa upp á "hamingju annarra" frekar en sína eigin. (https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2043#) Eins og þegar þeir sem háðir eru vinnuveitanda, t.d. þeim sem bjó til starfið sem maður gegnir, þora ekki öðru en að spila með. Þegar vinir þora ekki að stíga til jarðar, jafnvel þó varlega sé, og segja hlutina eins og þeir eru af ótta við að falla í ónáð. Mæra og jánka og spila með þrátt fyrir að ruglið verði útópískt og að þessir sömu einstaklingar viti oft á tíðum betur, hafa bara ekki kraftinn í að standa með sjálfum sér. Ástæður þeirra fyrir vanmættinum geta verið margar og mismunandi en ástandið alltaf jafn sorglegt. Nú ættu hugtökin að vera öllum ljós svo þetta vildi ég sagt hafa. Samfélagsmeinið margumrædda heitir lýðræði. Lýðræði til að velja þá til stjórnar sem vilja vinna að almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Lýðræðislegar breytingar taka alltaf tíma, fórnir og mikla orku. Þegar foreldrar mínir fluttu til Afríku og hvítar nýlendustjórnir voru að víkja fyrir svörtum stjórnum heimamanna heyrðist í umræðunni að nú tæki við mikið umbrotatímabil á meðan nýir siðir væru að finna fótfestu. Kúguð og undirokuð þjóð í mannsaldra næði ekki flugi í lýðræðislegum háttum og framkvæmd á einni nóttu. Talað var um áratugi ef ekki árhundruð þar til jafnvægi næðist aftur á. Og þá vonandi með réttum formerkjum. Ekki með kúgun og ógnarstjórn. Við skulum vona að lýðræðislegar umbætur í Strandabyggð taki skemmri tíma. Völd og peningar hafa alltaf valdið blóðsúthellingum í mannkynssögunni. a) hægt er að komast til valda til að fá umráðarétt yfir fjármagni til sérhagsmuna b) hægt er að komast til valda til að fá umráðarétt yfir fjármagni til almannahagsmuna. Ég geri mikinn greinarmun á völdum þar sem almannafé er útdeilt til sérhagsmuna, í gæluverkefni og rekstur einstaklingsbattería (sama hvað þau heita á pappírunum) eða þegar almannafé er varið í almannahagsmuni. En auðvitað metur hver fyrir sig í þessu eins og öðru. Þeir einstaklingar sem eru reiðastir í Strandabyggð um þessar mundir og heyrist hæst í, eru þeir einstaklingar sem sáu á eftir styrkjunum ,,sínum” eða það héldu þau. Að þau ættu þessa peninga skilið og væru komin í áskrift. Tölum bara um þetta eins og þetta er. Núverandi meirihluti sveitarstjórnar og sér í lagi oddvitinn Þorgeir Pálsson, hefur engra persónulegra hagsmuna að gæta með setu sinni í sveitarstjórn. Hann á ekki eða hefur neina aðkomu í gegnum mig eða aðra fjölskyldumeðlimi að einum eða neinum félögum eða fyrirtækjum sem gætu mögulega sótt fjármagn eða verkefni til sveitarfélagsins. Þeir sem áður sátu gerðu það hins vegar allir í einhverju formi fyrir sig eða sína. Hér skora ég á áhugasama að fletta upp fyrstu úthlutun Sterkra Stranda. Núverandi sveitarstjórn vill sinna uppbyggingu fyrir almenning, endurnýja eignir sveitarfélagsins svo lögbundinn starfsemi geti þrifist, grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöð, malbika göturnar. Allt það sem setið hefur á hakanum hingað til því forgangsröðunin var í þágu fárra útvaldra. Stuðla að atvinnuuppbyggingu með margskonar hætti og allri annari almennri uppbyggingu. Slíkt er flóknara og þyngra í vöfum þegar helmingur vinnudags sveitarstjóra fer í allra handa óþarfa tengdan hefnigirni, orsakaðri af þeirri niðurlægingu fárra við að tapa völdum við síðustu sveitarstjórnarkostningar og þar með stöðunni til að útdeila sér fjármunum. Og hvert er svo illvirkið? Illvirkið heitir lýðræði. Lýðræði er vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Grunnútgangspunkturinn er því að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá fólkinu. (https://is.wikipedia.org/wiki/Lýðræði) Eins og þegar íbúar Strandabyggðar kjósa sér nýja sveitarstjórn og treysta henni til að sinna málefnum sveitarfélagsins betur en áður var gert. Er ekki kominn tími til að fara að bera virðingu fyrir þeim yfirgnæfandi meirihluta íbúa sem kusu sér nýja sveitarstjórn og nýjan oddvita fyrir einu og hálfu ári og gefa því lýðræðiskjörna fólki vinnufrið til að sinna því sem brennur í samfélaginu? Að skiptast á skoðunum er hollt, ef þú gagnrýnir þarftu að vera tilbúinn með úrbætur. Lífið er aldrei einfalt og ekkert nýtt að hart hafi verið tekist á, fyrr og nú. Á Hólmavík veit ég nokkur dæmi þess að fólk hafi verið hrakið úr stöðum sínum og frá völdum með grimmd. Fólk sem var hrakið burt af staðnum því það þóknaðist ekki. Við Þorgeir erum hins vegar ekki að fara neitt. Ég trúi á samfélagið mitt heima. Fólkið. Lognið, brosið í búðinni, hláturinn í sundinu, hlýjuna í skólanum og leikskólanum, lyktina í haustinu og kyrrðina. Fyrirgefninguna, umburðarlyndið og jákvæðnina. Samheldnina og samstöðuna. Vetrarsólina og hamingjuna þegar ég labba í vinnuna á morgnanna. Framtíðina og friðinn. Okkar lífsgæði eru á heimsmælikvarða og hver einasti fréttatími minnir okkur á það. Átökin í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs eru hryllingur. Það er ómetanlegt að vera í vari fyrir öllum þessum hættum og áreiti á lands- og heimsvísu í þessu litla þorpi við Norður Atlandshaf. Reynum nú að njóta þess og hættum að búa til heimatilbúin vandræði. Ekkert er svarthvítt og alltaf má líta í eigin barm og endurskoða. Ég endurskoðaði þá afstöðu mína, eftir að Þorgeir fékk hjartaáfall og var hætt kominn og ég þurfti líka hjartaþræðingu vegna álags, að ég ætlaði ekkert að leggja til málanna. Við höfum öll tekið okkar toll í öllu þessu ferli og alltaf hefur mér fundist viturlegast að halda mig utan við umræðuna en þessu þurfti ég að koma frá mér. Hættu þessu pönki Jón Jónsson, nema þú viljir fara í sögubækurnar sem maðurinn sem endurvakti galdraofsóknirnar á Ströndum með liðsinni misvitra. Grunnþekkinguna hefur þú sannarlega þó tæknin hafi þróast. Enn verra í sögulegu samhengi var að vega úr launsátri. Það gerðu bleyður. Og nei, ég veit að það er enginn vilji núverandi oddvita að ganga af allri menningu dauðri í Strandabyggð. Það eru bara einfaldlega ekki til peningar þessi misserin til að styrkja fyrirtækin þín og stofnanir jafn óhóflega og áður var talið eðlilegt. En vonandi birtir til og fjármagn finnst í framtíðinni til að hlúa að menningunni okkar. Allri. Myndlist, skúlptúrum, bókmenntum, tónlist og leikslit svo eitthvað sé nefnt. Ps – Ég hef engar áhyggjur af áreiti eftir þessi morgunskrif mín á miðvikudegi. Ég er vel undirbúin, hef í tvígang misst fóstur vegna pólitískra ofsókna á heimilið okkar og barnsföður, börn sem ég þráði en munu aldrei verða til héðan af. Bílum hefur verið keyrt upp að húsinu okkar og þeir þandir til að skapa ótta og óróa, fólk hefur keyrt fyrir mig og heft för mína akandi. Börnin mín hafa fengið ruddamennsku, hundsun og hatursskilaboð án þess að hafa nokkuð til unnið og núna síðast hefði Þorgeir gefið upp öndina ef hann hefði ekki verið staddur í Reykjavík. Raunveruleg dæmi, ekki tilbúningur. En ég er til í þennan fórnarkostnað því ég trúi á samfélagið. Jákvæðnina, framtíðina og friðinn. Enginn lofaði að þetta yrði auðvelt en alltaf þegar leiðin er brött þá þarf bara að leggja meira á sig. Nú eða setjast í vegkantinn. En þá kemst maður ekkert. Fyrst og síðast veit ég hvað það er að búa á litlum stað þar sem á að vera hægt að hafa skoðanir án þess að dæla í þær dramantík. Ég treysti fólkinu okkar fullkomlega til að nýta skynsemina eftir sem áður, til að tala um málin eins og þau raunverulega eru án allra nornaveiða. Þær tilheyra öðru og myrkara timabili sem við ætlum ekki að endurvekja. Eða hvað?
Örfá orð til þeirra sem vilja vita hina hliðina. Þeir sem ekki hafa áhuga eru vinsamlegast beðnir um að hætta að lesa hérna. Athugið að ég mun ekki telja vini mína af ,,lækunum” sem fylgja, raunar þarf ég engin læk og þá ekki athygli landsmanna, langar bara að koma þessu frá mér svo að þeir sem eru hræddir við að sýna að þeir hafi lesið, geta bara lesið og melt. Fyrir sig. Ég hef þetta stutt því ég er að drepast í hendinni eftir þræðinguna. Fyrst nokkrar orðskýringar á hugtökum sem ofarlega hafa verið í umræðunni: Feðraveldi er félagslegt kerfi þar sem karlmenn fara með helstu völd, njóta ákveðinna félagslegra sérréttinda, og stjórna eignum. (https://is.wikipedia.org/wiki/Feðraveldi) (Ég veit að heimildin stenst ekki þegar birta á ritrýndar greinar í virtum tímaritum en þessi pistil fer aldrei þangað svo ég læt þetta bara flakka.) Eins og þegar ákveðinn hópur karla nær völdum og úthlutar sjálfum sér og sínum yfirgnæfandi hluta þess fjármagns sem er til úthlutunar. Samanber styrkveitingar fyrrum sveitarstjórnarfulltrúa Strandabyggðar til sjálfra sín. Bæði styrki úr sveitarsjóði Strandabyggðar sem og úr uppbyggingarverkefni Sterkra Stranda. Fyrirtæki og stofnanir í eigu, að hluta, eða tengdar Jóni Jónssyni, fyrrverandi sveitarstjórnarmeðlimi, fengu til dæmis 61.423.961 kr í styrki úr sameiginlega sveitarsjóðnum okkar árin fyrir síðustu kostningar. Auðvitað er súrt að sjá á eftir því. Venjulegur Jón Jónsson úti í bæ, á venjulegum launum, yrði í rúm 11 ár að vinna fyrir slíku. 20 ár ef raunveruleg afgangsupphæð væri tekin eftir skatt og launatengd gjöld. Að mála upp mynd af Þorgeiri sem einhverjum harðstjóra sem í krafti karlrembu og tuddaskaps, fær sínu framgengt er súrrealískt. Ég get ekki setið undir því lengur. Maður sem sinnir börnum og búi af natni og alúð, gengur í öll heimilisstörf og hefur haldið öllum boltum fjölskyldulífs á lofti áreynslaust þegar mín hefur ekki notið við vegna vinnuálags eða veikinda er ekki kandidat í feðraveldisharðstjóra. Maður sem ber allt undir pólitíska félaga sína áður en hann lætur það frá sér fara og vinnur af lýðræðislegum heilindum fyrir heildina. En slíkt þjónar hagsmunum hatursherferðarinnar. Einelti er samfélagslegt hegðunarmynstur sem einkennist af grófri niðurlægingu og stríðni, andlegri og líkamlegri, sem beinist að ákveðnum einstaklingi af hálfu annars einstaklings eða hóps. Fyrirbrigðið er þekkt vandamál í skólum og á vinnustöðum. Sums staðar er einelti bannað með lögum, til dæmis í Skotlandi. (https://is.wikipedia.org/wiki/Einelti) Eins og þegar einn maður, sem lýðræðislega er kosinn með sínum flokki, af yfirgnæfandi meirihluta íbúa Strandabyggðar, til að snúa þessari sjálftöku og spillingu við, er ítrekað rifinn niður á opinberum vettvangi og klagaður til stjórnsýsluyfirvalda. Sem svo allt er sent aftur heim til föðurhúsanna því fyrir klögumálunum er aldrei málefnalegur fótur. Bara hefnigirni, illgirni og meinsemd. Þöggun er þegar eitthvað er ekki rætt, þaggað niður. (almenn vitneskja) Eins og þegar sú fjárhagslega sjálftaka einstaklinga fyrri sveitarstjórnar, til sín og sinna, bæði úr fyrstu úthlutun úr Sterkum Ströndum, sem og áframhaldandi styrkveitingar úr fjársveltu sveitarfélagi var ekki rædd heldur þögguð niður og þáverandi sveitarstjóri rekinn því hann setti spurningarmerki við forgangsröðun á almannafé. Gaslýsing er þýðing á nýyrði í ensku frá fyrsta áratug 21. aldarinnar, „gaslighting“, en það merkir andlegt ofbeldi gegn einstaklingi sem er fólgið í því að veruleiki einstaklingsins er ítrekað dreginn í efa með það að markmiði að grafa undan sjálfstrausti fórnarlambsins. (https://is.wikipedia.org/wiki/Gaslýsing) Eins og þegar vinnubrögð núverandi sveitarstjóra Strandabyggðar eru ítrekað dregin í efa á opinberum vettvangi, hann rægður og sagður viðhafa ólöglega og óeðlilega stjórnsýslu, sem svo, þegar betur er að gáð, stenst ALLTAF alla skoðun og fær stuðning opinberrar stjórnsýslu á landsvísu. Samskiptavandi (er þegar málsaðilar eiga erfitt með samskipti og) getur því haft áhrif á allt líf okkar, hjóna- og parasamband okkar, samband okkar við börnin okkar og fjölskyldu. Einnig á vini og vinnufélaga. Samskiptavandi leiðir til vanlíðunar. (https://salfraedingarnir.is/einstaklingar/) Eins og þegar forsvarsmenn fyrri sveitarstjórnar Strandabyggðar neita að koma og ræða málin þó þeim hafi verið boðið til þess strax eftir síðustu kostningar og allur vilji núverandi oddvita standi til að ná einingu og sátt í sveitarfélaginu er hundsaður. Þegar t.d. Jón Jónsson neitar að svara bréfum frá Þorgeiri eða hafa nein samskipti við hann á nokkurn hátt. Það tel ég merki um mikinn samskiptavanda. Hver þarf þá helst á hjálp og ráðgjöf að halda? Afneitun (e. denial) er að halda ytri atburðum frá meðvitund. Ef einstaklingurinn á erfitt með að meðhöndla einhverja aðstöðu getur hann notað afneitun til þess einfaldlega að neita tilvist hennar. Einstaklingurinn getur bæði neitað atburði eða þeim tilfinningum sem tengjast honum.[2]Dæmi um afneitun er ef maður sem skuldar pening í banka lætur sem hann þurfi ekki að hafa áhyggjur af skuldinni og heldur í stað þess áfram að eyða peningum. (https://is.wikipedia.org/wiki/Varnarhættir) Eins og þegar sá sem setið hefur að mestu ótruflaður að kjötkötlunum skilur ekki að landslagið er breytt og þá ekki hvers vegna. Þá er staðreyndinni afneitað. Þeirri staðreynd að fólk í Strandabyggð vildi breytingar og var orðið þreytt á að sjá þá sjálftökustjórnsýslu viðhafða sem verið hafði í skjóli meðvirkni. Já það var eftir. Meðvirkni er hugtak sem mest hefur verið notað kringum vímuefnamisnotkun. Meðvirkur einstaklingur er einstaklingur sem er "háður" öðrum einstaklingi eða einstaklingum. Þeim meðvirka finnst hann eða hún vera fastur/föst í sambandi, sem einkennist af misnotkun og stjórnsemi. Þetta eru oft einstaklingar sem hafa lélegt sjálfstraust og þurfa stöðugt á stuðningi og viðurkenningu annarra að halda, til að geta liðið vel. Það sem gerir að verkum að þessir einstaklingar koma sér ekki út úr eyðileggjandi samböndum, er að þeim finnst þeir hafi engin tök á því að breyta aðstæðum sínum, og þeir eiga oft í erfiðleikum með að upplifa náin tengsl og ást. Meðvirkur einstaklingur er stöðugt að þóknast öðrum þótt hann vilji það í raun og veru ekki. Hann treystir á aðra til að segja til um hverjar þarfir hans séu því að meðvirkir einstaklingar þekkja sjaldnast eigin þarfir en eru "hugsanalesarar" þegar kemur að þörfum annarra. Allur kraftur fer í að passa upp á "hamingju annarra" frekar en sína eigin. (https://www.visindavefur.is/svar.php?id=2043#) Eins og þegar þeir sem háðir eru vinnuveitanda, t.d. þeim sem bjó til starfið sem maður gegnir, þora ekki öðru en að spila með. Þegar vinir þora ekki að stíga til jarðar, jafnvel þó varlega sé, og segja hlutina eins og þeir eru af ótta við að falla í ónáð. Mæra og jánka og spila með þrátt fyrir að ruglið verði útópískt og að þessir sömu einstaklingar viti oft á tíðum betur, hafa bara ekki kraftinn í að standa með sjálfum sér. Ástæður þeirra fyrir vanmættinum geta verið margar og mismunandi en ástandið alltaf jafn sorglegt. Nú ættu hugtökin að vera öllum ljós svo þetta vildi ég sagt hafa. Samfélagsmeinið margumrædda heitir lýðræði. Lýðræði til að velja þá til stjórnar sem vilja vinna að almannahagsmunum en ekki sérhagsmunum. Lýðræðislegar breytingar taka alltaf tíma, fórnir og mikla orku. Þegar foreldrar mínir fluttu til Afríku og hvítar nýlendustjórnir voru að víkja fyrir svörtum stjórnum heimamanna heyrðist í umræðunni að nú tæki við mikið umbrotatímabil á meðan nýir siðir væru að finna fótfestu. Kúguð og undirokuð þjóð í mannsaldra næði ekki flugi í lýðræðislegum háttum og framkvæmd á einni nóttu. Talað var um áratugi ef ekki árhundruð þar til jafnvægi næðist aftur á. Og þá vonandi með réttum formerkjum. Ekki með kúgun og ógnarstjórn. Við skulum vona að lýðræðislegar umbætur í Strandabyggð taki skemmri tíma. Völd og peningar hafa alltaf valdið blóðsúthellingum í mannkynssögunni. a) hægt er að komast til valda til að fá umráðarétt yfir fjármagni til sérhagsmuna b) hægt er að komast til valda til að fá umráðarétt yfir fjármagni til almannahagsmuna. Ég geri mikinn greinarmun á völdum þar sem almannafé er útdeilt til sérhagsmuna, í gæluverkefni og rekstur einstaklingsbattería (sama hvað þau heita á pappírunum) eða þegar almannafé er varið í almannahagsmuni. En auðvitað metur hver fyrir sig í þessu eins og öðru. Þeir einstaklingar sem eru reiðastir í Strandabyggð um þessar mundir og heyrist hæst í, eru þeir einstaklingar sem sáu á eftir styrkjunum ,,sínum” eða það héldu þau. Að þau ættu þessa peninga skilið og væru komin í áskrift. Tölum bara um þetta eins og þetta er. Núverandi meirihluti sveitarstjórnar og sér í lagi oddvitinn Þorgeir Pálsson, hefur engra persónulegra hagsmuna að gæta með setu sinni í sveitarstjórn. Hann á ekki eða hefur neina aðkomu í gegnum mig eða aðra fjölskyldumeðlimi að einum eða neinum félögum eða fyrirtækjum sem gætu mögulega sótt fjármagn eða verkefni til sveitarfélagsins. Þeir sem áður sátu gerðu það hins vegar allir í einhverju formi fyrir sig eða sína. Hér skora ég á áhugasama að fletta upp fyrstu úthlutun Sterkra Stranda. Núverandi sveitarstjórn vill sinna uppbyggingu fyrir almenning, endurnýja eignir sveitarfélagsins svo lögbundinn starfsemi geti þrifist, grunnskóla, leikskóla og íþróttamiðstöð, malbika göturnar. Allt það sem setið hefur á hakanum hingað til því forgangsröðunin var í þágu fárra útvaldra. Stuðla að atvinnuuppbyggingu með margskonar hætti og allri annari almennri uppbyggingu. Slíkt er flóknara og þyngra í vöfum þegar helmingur vinnudags sveitarstjóra fer í allra handa óþarfa tengdan hefnigirni, orsakaðri af þeirri niðurlægingu fárra við að tapa völdum við síðustu sveitarstjórnarkostningar og þar með stöðunni til að útdeila sér fjármunum. Og hvert er svo illvirkið? Illvirkið heitir lýðræði. Lýðræði er vítt hugtak yfir þær stjórnmálastefnur sem byggja á þátttöku almennings í ákvörðunum er hann varðar. Grunnútgangspunkturinn er því að valdið í tilteknu samfélagi manna eigi sér frumuppsprettu hjá fólkinu. (https://is.wikipedia.org/wiki/Lýðræði) Eins og þegar íbúar Strandabyggðar kjósa sér nýja sveitarstjórn og treysta henni til að sinna málefnum sveitarfélagsins betur en áður var gert. Er ekki kominn tími til að fara að bera virðingu fyrir þeim yfirgnæfandi meirihluta íbúa sem kusu sér nýja sveitarstjórn og nýjan oddvita fyrir einu og hálfu ári og gefa því lýðræðiskjörna fólki vinnufrið til að sinna því sem brennur í samfélaginu? Að skiptast á skoðunum er hollt, ef þú gagnrýnir þarftu að vera tilbúinn með úrbætur. Lífið er aldrei einfalt og ekkert nýtt að hart hafi verið tekist á, fyrr og nú. Á Hólmavík veit ég nokkur dæmi þess að fólk hafi verið hrakið úr stöðum sínum og frá völdum með grimmd. Fólk sem var hrakið burt af staðnum því það þóknaðist ekki. Við Þorgeir erum hins vegar ekki að fara neitt. Ég trúi á samfélagið mitt heima. Fólkið. Lognið, brosið í búðinni, hláturinn í sundinu, hlýjuna í skólanum og leikskólanum, lyktina í haustinu og kyrrðina. Fyrirgefninguna, umburðarlyndið og jákvæðnina. Samheldnina og samstöðuna. Vetrarsólina og hamingjuna þegar ég labba í vinnuna á morgnanna. Framtíðina og friðinn. Okkar lífsgæði eru á heimsmælikvarða og hver einasti fréttatími minnir okkur á það. Átökin í Evrópu og fyrir botni Miðjarðarhafs eru hryllingur. Það er ómetanlegt að vera í vari fyrir öllum þessum hættum og áreiti á lands- og heimsvísu í þessu litla þorpi við Norður Atlandshaf. Reynum nú að njóta þess og hættum að búa til heimatilbúin vandræði. Ekkert er svarthvítt og alltaf má líta í eigin barm og endurskoða. Ég endurskoðaði þá afstöðu mína, eftir að Þorgeir fékk hjartaáfall og var hætt kominn og ég þurfti líka hjartaþræðingu vegna álags, að ég ætlaði ekkert að leggja til málanna. Við höfum öll tekið okkar toll í öllu þessu ferli og alltaf hefur mér fundist viturlegast að halda mig utan við umræðuna en þessu þurfti ég að koma frá mér. Hættu þessu pönki Jón Jónsson, nema þú viljir fara í sögubækurnar sem maðurinn sem endurvakti galdraofsóknirnar á Ströndum með liðsinni misvitra. Grunnþekkinguna hefur þú sannarlega þó tæknin hafi þróast. Enn verra í sögulegu samhengi var að vega úr launsátri. Það gerðu bleyður. Og nei, ég veit að það er enginn vilji núverandi oddvita að ganga af allri menningu dauðri í Strandabyggð. Það eru bara einfaldlega ekki til peningar þessi misserin til að styrkja fyrirtækin þín og stofnanir jafn óhóflega og áður var talið eðlilegt. En vonandi birtir til og fjármagn finnst í framtíðinni til að hlúa að menningunni okkar. Allri. Myndlist, skúlptúrum, bókmenntum, tónlist og leikslit svo eitthvað sé nefnt. Ps – Ég hef engar áhyggjur af áreiti eftir þessi morgunskrif mín á miðvikudegi. Ég er vel undirbúin, hef í tvígang misst fóstur vegna pólitískra ofsókna á heimilið okkar og barnsföður, börn sem ég þráði en munu aldrei verða til héðan af. Bílum hefur verið keyrt upp að húsinu okkar og þeir þandir til að skapa ótta og óróa, fólk hefur keyrt fyrir mig og heft för mína akandi. Börnin mín hafa fengið ruddamennsku, hundsun og hatursskilaboð án þess að hafa nokkuð til unnið og núna síðast hefði Þorgeir gefið upp öndina ef hann hefði ekki verið staddur í Reykjavík. Raunveruleg dæmi, ekki tilbúningur. En ég er til í þennan fórnarkostnað því ég trúi á samfélagið. Jákvæðnina, framtíðina og friðinn. Enginn lofaði að þetta yrði auðvelt en alltaf þegar leiðin er brött þá þarf bara að leggja meira á sig. Nú eða setjast í vegkantinn. En þá kemst maður ekkert. Fyrst og síðast veit ég hvað það er að búa á litlum stað þar sem á að vera hægt að hafa skoðanir án þess að dæla í þær dramantík. Ég treysti fólkinu okkar fullkomlega til að nýta skynsemina eftir sem áður, til að tala um málin eins og þau raunverulega eru án allra nornaveiða. Þær tilheyra öðru og myrkara timabili sem við ætlum ekki að endurvekja. Eða hvað?
Strandabyggð Sveitarstjórnarmál Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira