„Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. desember 2023 10:00 Píluveislan hefst í kvöld. vísir/getty Jólin eru ekki bara hátíð ljóss og friðar heldur einnig hátíð píluíþróttarinnar. Heimsmeistaramótið í pílukasti hefst í Alexandra höllinni í London í kvöld. Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55. Pílukast Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Michael Smith á titil að verja en hann varð heimsmeistari í fyrsta sinn í byrjun þessa árs eftir sigur á Michael van Gerwen í úrslitaleik, 7-4. Þeir eru líklegir til afreka í ár en heitasta nafnið í umræðunni er Luke Humphries. Hann hefur farið mikinn að undanförnu og unnið þrjú stórmót (Grand Prix, Grand Slam og Players Championship Finals) í röð. Englendingurinn kemur því á fljúgandi siglingu inn á HM. „Eins og staðan er núna er hann líklegastur. En hann mætir Van Gerwen í undanúrslitum ef þeir fara báðir svo langt,“ sagði pílusérfræðingurinn Guðni Þorsteinn Guðjónsson. Hann segir að Humphries hafi tekið stórt skref þegar hann vann Grand Slam, sinn fyrsta risatitil. Hann hafi þar sýnt að hann geti unnið mót þegar allt er undir. „Hann er maðurinn sem þarf að vinna. En það má ekki gleyma öðrum. Gerwyn Price er búinn að spila mjög vel, Van Gerwen er alltaf Van Gerwen og þetta er svo ofboðslega opið sport. Það eru svo rosalega margir góðir keppendur. Þetta er ekkert eins og í gamla daga þegar Phil Taylor mætti og vann mótið.“ Guðni Þorsteinn Guðjónsson er vakinn og sofinn yfir pílukastinu.úr einkasafni Guðni hefur miklar mætur á Skotanum Gary Anderson og vonast til að honum vegni vel. Hann varð heimsmeistari 2015 og 2016. „Ég vona alltaf að hann vinni. Hjartað segir Gary Anderson en hausinn Luke Humphries, bara út frá því hvernig formi hann er búinn að vera í. Hann er svo ofboðslega góður skorari. Hann skorar svo hátt. Hann kæfir andstæðinginn og er orðinn miklu betri í útskotunum en hann var. Hausinn á honum er líka kominn í lag. Hann var að glíma við alls konar bresti og náði aldrei að klára dæmið. En ég held að hann eigi eftir að klára þetta í ár,“ sagði Guðni. Ein stærsta stjarna pílukastsins er Fallon Sherrock sem keppir nú á sínu fjórða heimsmeistaramóti. Hún sló eftirminnilega í gegn á HM 2020 þar sem hún vann tvo leiki, fyrst kvenna. Sherrock mætir Jermaine Wattimena í 1. umferð og svo Martin Schindler ef hún kemst áfram. „Það er alltaf erfitt að spila á móti henni. Hún er eina konan sem hefur unnið leik þarna, og það tvo. Þetta er bara 50-50 leikur. Hún hefur sýnt það áður að hún getur þetta. Það er ekkert hægt að veðja á móti henni. Það er skemmtilegt að hafa hana. Hún er góður spilari,“ sagði Guðni og bætti við að Sherrock verði með alla Alexandra höllina með sér sem fyrr. Fjórar viðureignir fara fram á HM í dag og hefst bein útsending á Vodafone Sport klukkan 18:55.
Pílukast Mest lesið Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Körfubolti Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sport Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Fleiri fréttir Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Hjörtur skoraði þegar Volos tryggði sætið Jöfnuðu metin gegn Dortmund Í beinni: Tindastóll - Stjarnan | Hvað gera Stólarnir eftir rassskellinn? Hákon Arnar kveður kollega sinn í framlíninu sem getur valið úr tilboðum Fetar Spieth í fótspor McIlroy? Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Pílan vill ganga inn í ÍSÍ: „Þróa þetta úr barmenningu yfir í íþrótt“ Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Rosalegur ráshópur McIlroy Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Lífsferill íþróttamannsins: Hugarfarið Dæmdur fyrir að keyra yfir eiginkonu sína eftir rifrildi um eldhúsinnréttingu Sampdoria fallið í C-deildina í fyrsta sinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn