Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Njarðvík 91-87 | Valsmenn mörðu sigur á Njarðvíkingum í spennuleik Árni Jóhannsson skrifar 14. desember 2023 18:30 Úr leik kvöldsins. Vísir/Anton Brink Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87. Joshua Jefferson og Chaz Williams börðust í kvöld.Vísir / Anton Brink Leikurinn hófst en þegar sjö sekúndur voru liðnar af leiknum þá fraus klukkan og stigataflan lagði upp laupana. Farið var í að færa ritaraborðið yfir á vænginn fjær aðalstúkunni og tók sú aðgerð um 20 mínútur. Leikmönnum er því fyrirgefið að byrja leikinn á kaldari nótum en kannski venja er. Heimamenn byrjuðu betur og náðu fjögurra stig forskoti en Njarðvíkingar náðu að draga þá nær sér og var mikið jafnvægi á liðunum og voru liðin jafn mistæk eins og þau voru hittin á köflum. Það átti eftir að vera saga leiksins. Valsmenn enduðu fyrsta leikhlutann betur og voru yfir 26-22. Um miðjan annan leikhluta fékk Chaz Williams tvær villur og var hann settur á bekkinn. Þetta gerði Valsmönnum kleyft að stöðva sóknar aðgerðir Njarðvíkinga betur en náðu ekki að nýta sér það sóknarmegin. Njarðvíkingar náðu að lifa þann kafla af og komast yfir þegar um þrjár mínútur voru til hálfleiks en Valsmenn náðu ekki að skora í fjórar mínútur utan af velli og mikið frost í kortunum. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins enduðu 11-10 fyrir Val en Njarðvíkingar héldur forskotinu sem þeir náðu og var staðan 46-48 í hálfleik. Frank Booker átti góðan leik gegn Njarðvík. Skoraði 20 stig og tók 10 fráköst.Vísir / Anton Brink Hittnin í upphafi seinni hálfleiks var í einu orði sagt hræðileg en það tók liðin hálfan leikhlutann að komast af stað sóknarlega. Valsmenn náðu góðum takti og komust yfir en náðu ekki að hrista gestina af sér en skipst var á aðgerðum liðanna nánast allan hálfleikinn. Þriðji leikhluti endaði í stöðunni 68-64 fyrir heimamenn. Chaz Williams á flugiVísir / Anton Brink Fjórði leikhluti byrjaði eins og hinir leikhlutarnir með lélegri hittni en Valsmenn náðu mest sex stiga forskoti þegar sex mínútur voru eftir. Þá náðu Njarðvíkingar að bíta frá sér og jafna í stöðunni 77-77 þegar þrjár mínútur voru eftir. Í stöðunni 83-81 braut Chaz á Jefferson í þriggja stiga skoti sem var ekki á leiðinni ofan með klaufalegum hætti þegar hann hljóp utan í skotmanninn. Ástþór Svalason á fleygiferð í átt að körfunniVísir / Anton Brink Þrjú víti voru veitt og skoraði Jefferson úr þeim öllum. Þá var munurinn orðinn fimm stig og 57 sekúndur voru eftir. Þetta var eitt af fjölmörgum atriðum sem Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat pirrað sig á en nánar um það á eftir. Valsmenn settu niður vítin sín á lokakaflanum og uppskáru 91-87 sigur sem hefði getað dottið Njarðvíkur megin með örlítilli heppni og skynsemi. Afhverju vann Valur? Bæði lið voru ekki á miklu flugi í þessum leik en það má segja að Valur hafi flogið örlítið hærra í lokin. Skynsemi og reynsla skiptu kannski sköpum þarna en að sama skapi þá voru Njarðvíkingar klaufar, t.d. með því að brjóta af sér í þriggja stiga skoti, og misstu Valsmenn of langt frá sér í blálokin. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að hitta á löngum köflum og það hafði áhrif á það hvernig þeim gekk að nýta varnarstoppin sín. Hvorugu liði tókst að slíta sig frá hinu og úr varð því spenna í lokin. Njarðvíkingum finnst örugglega dómurunum hafa gengið illa því dæmdar voru tvær tæknivillur á liðið fyrir kjaftbrúk. Dæmdar voru sjö fleiri villur á Njarðvíkinga og fengu Valsmenn 25 vítaskot gegn 12 Njarðvíkinga. Svo mikill var pirriningurinn að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, neitaði að koma í viðtal við Vísi og Stöð 2 Sport og sagði að hann færi í langt bann ef hann kæmi í viðtal. Sagði hann það vera vegna uppsafnaðs pirrings út í tvo af dómurum leiksins og þrátt fyrir boð um að kæla sig niður þverneitaði hann viðtali. Dómarartríóið aflaði sér engra vinsælda hjá Njarðvíkingum í kvöld.Vísir / Anton Brink Bestur á vellinum? Joshua Jefferson skoraði 24 stig fyrir sína menn og sendi sex stoðsendingar. Hann var hæstur einnig í +/- flokknum en Valur vann hans mínútur með átta stigum. Hjá Njarðvík Daðraði Chaz Williams við þrefalda tvennu með 18 stig, níu fráköst og 11 stoðsendingar. Dominykas Milka skoraði 30 stig og tók 14 fráköst. Hvað næst? Jólafrí. Liðin fara að æfa og sleikja sárin og mæta til leiks 4. janúar. Maciej: Vorum í séns hérna í lokinn og það er okkar að taka hann ekki Maciej Baginski var til viðtals eftir leik.Vísir / Anton Brink Þar sem þjálfari Njarðvíkinga vildi ekki koma í viðtal eftir leik þá sat fyrirliði Njarðvíkinga Maciej Baginski fyrir svörum eftir leikinn. Hann var spurður út í það hvort hann hafi fundið fyrir því að þetta væri síðasti leikur fyrir jól. „Já þetta var mjög flatt allt saman. Þetta var meira eins og æfingaleikur en leikur í deildinni. Það var lélegt hjá okkur að taka þetta ekki. Valsliðið var á mjög lágu orkustigi og mögulega duttum við niður a´sama stig en það var eitthvað sem við ætluðum alls ekki að gera.“ En hvað sér fyrirliðinn í fljótu bragði þá hvað hans menn hefðu getað gert betur í dag til að ná í sigurinn? „Við klikkum úr skotum sem gerist í körfubolta svo það er kannski ekki það. Við hefðum mátt vera aggressívar í vörninni. Við leyfðum þeim að leika sér fram og til baka og sækja einn á einn á Milka. Við hefðum átt að þrengja aðeins völlinn. Þeir fengu full mikið af auðveldum sniðskotum og stigum eftir sóknarfráköst.“ Maciej var spurður að því hvort honum fannst halla á Njarðvíkinga í dómgæslunni. Var það mögulega að hafa áhrif á leik hans manna? „Dómararnir byrjuðu vel í fyrsta leikhluta en það var erfitt að byrja síðan hina leikhlutana 0-5 í villum. Við vorum í séns hérna í lokinn og það er okkar að taka hann ekki.“ Eru Njarðvíkingar sáttir með fyrri hluta tímabilsins? „Já það eru nokkrir leikir sem við hefðum getað verið betri í. Við höfum verið annað hvort eða, Annaðhvort mjög góðir eða mjög lélegir. Væri til í fleiri góða leiki eftir áramót en þetta hefur verið ágætt. Það hefur dálítið rót á liðinu okkar. Við missum mann í meiðsli og vorum að fá tvo leikmenn inn í liðið. Það er líklega eitthvað að koma inn fyrir Carlos þannig að við erum eiginlega að byrja á 0 punkti. Við þurfum að byggja á því sem við höfum gert núna og innleiða nýja leikmenn í liðið okkar.“ Kristófer: Kristófer Acox í baráttunniVísir / Anton Brink „Já maður fann fyrir leikinn að þetta væri týpískur leikur fyrir jól og hugurinn kannski kominn í fríið“, sagði Kristófer Acox eftir leik en hann skilaði myndarlegri tvennu, 15 stig og 12 fráköst, til að hjálpa sínum mönnum á leið til sigurs. „Maður verður samt að passa sig á því að vera ekki búinn að klukka sig alveg út. Það hjálpaði ekki fyrir leik að við þurftum að bíða í auka 20 mínútur. Við plönuðum það nú samt að fara í frí með sigur og við erum gríðarlega ánægðir með það.“ Kristófer talaði um að reynslan hafi vegið þungt í lok leiksins í kvöld til að ná í sigur. „Við bara lokuðum vörninni og náðum að skora þegar við þurftum. Fengum stór skot frá mörgum og Njarðvíkingar eru hörkulið líka og var leikurinn 50/50 fannst mér. En við erum með reynsluna innan liðsins og getum verið sáttir með að labba í burt með tvö stig.“ Fyrri hluta tímabilsins er lokið og meiðsli hafa sett mark sitt á lið Vals. Hvernig metur Kristófer uppskeruna svona um jólin? „Miðað við allt er hún frábær held ég. Við munum sakna Kára gríðarlega og margir hjá okkur verið inn og út úr liðinu en við erum að sanka að okkur sigrum og það er eittvað sem góð lið gera. Við verðum bara að halda þessum dampi, finnum að við erum að verða betri, erum með margar frábæra leikmenn sem geta stigið upp og við verðum að nýta það.“ Kristófer sagði að Valur stefnir á alla titla sem í boði eru en er hægt að merkja það hversu langt liðið getur náð svona þegar miðpunktinum er náð? „Að sjálfsögðu stefnum við á allat titla sem í boði eru og við stefnum á það að vera betri. Þetta týpíska. Fyrri helming lokið en það er ekkert eitt lið sem er að skera sig úr og deildin er galopin. Það mun skipta máli hvernig maður kemur út úr jólafríinu og svo hvernig við verðum þegar vorar. Við verðum að halda dampi og vona að við náum að halda okkur heilum.“ Subway-deild karla Valur UMF Njarðvík
Leikur Vals og Njarðvíkur skiptist á að vera eitthvað fyrir augað og svo ekki. Úr varð spennuleikur en Valsmenn reyndust sterkari á svellinu í lok leiks og náðu í stigin sem í boði eru. Þeir verða því fyrir ofan Njarðvíkinga yfir hátíðirnar. Leikurinn endarði 91-87. Joshua Jefferson og Chaz Williams börðust í kvöld.Vísir / Anton Brink Leikurinn hófst en þegar sjö sekúndur voru liðnar af leiknum þá fraus klukkan og stigataflan lagði upp laupana. Farið var í að færa ritaraborðið yfir á vænginn fjær aðalstúkunni og tók sú aðgerð um 20 mínútur. Leikmönnum er því fyrirgefið að byrja leikinn á kaldari nótum en kannski venja er. Heimamenn byrjuðu betur og náðu fjögurra stig forskoti en Njarðvíkingar náðu að draga þá nær sér og var mikið jafnvægi á liðunum og voru liðin jafn mistæk eins og þau voru hittin á köflum. Það átti eftir að vera saga leiksins. Valsmenn enduðu fyrsta leikhlutann betur og voru yfir 26-22. Um miðjan annan leikhluta fékk Chaz Williams tvær villur og var hann settur á bekkinn. Þetta gerði Valsmönnum kleyft að stöðva sóknar aðgerðir Njarðvíkinga betur en náðu ekki að nýta sér það sóknarmegin. Njarðvíkingar náðu að lifa þann kafla af og komast yfir þegar um þrjár mínútur voru til hálfleiks en Valsmenn náðu ekki að skora í fjórar mínútur utan af velli og mikið frost í kortunum. Síðustu 10 mínútur fyrri hálfleiksins enduðu 11-10 fyrir Val en Njarðvíkingar héldur forskotinu sem þeir náðu og var staðan 46-48 í hálfleik. Frank Booker átti góðan leik gegn Njarðvík. Skoraði 20 stig og tók 10 fráköst.Vísir / Anton Brink Hittnin í upphafi seinni hálfleiks var í einu orði sagt hræðileg en það tók liðin hálfan leikhlutann að komast af stað sóknarlega. Valsmenn náðu góðum takti og komust yfir en náðu ekki að hrista gestina af sér en skipst var á aðgerðum liðanna nánast allan hálfleikinn. Þriðji leikhluti endaði í stöðunni 68-64 fyrir heimamenn. Chaz Williams á flugiVísir / Anton Brink Fjórði leikhluti byrjaði eins og hinir leikhlutarnir með lélegri hittni en Valsmenn náðu mest sex stiga forskoti þegar sex mínútur voru eftir. Þá náðu Njarðvíkingar að bíta frá sér og jafna í stöðunni 77-77 þegar þrjár mínútur voru eftir. Í stöðunni 83-81 braut Chaz á Jefferson í þriggja stiga skoti sem var ekki á leiðinni ofan með klaufalegum hætti þegar hann hljóp utan í skotmanninn. Ástþór Svalason á fleygiferð í átt að körfunniVísir / Anton Brink Þrjú víti voru veitt og skoraði Jefferson úr þeim öllum. Þá var munurinn orðinn fimm stig og 57 sekúndur voru eftir. Þetta var eitt af fjölmörgum atriðum sem Benedikt Guðmundsson þjálfari Njarðvíkinga gat pirrað sig á en nánar um það á eftir. Valsmenn settu niður vítin sín á lokakaflanum og uppskáru 91-87 sigur sem hefði getað dottið Njarðvíkur megin með örlítilli heppni og skynsemi. Afhverju vann Valur? Bæði lið voru ekki á miklu flugi í þessum leik en það má segja að Valur hafi flogið örlítið hærra í lokin. Skynsemi og reynsla skiptu kannski sköpum þarna en að sama skapi þá voru Njarðvíkingar klaufar, t.d. með því að brjóta af sér í þriggja stiga skoti, og misstu Valsmenn of langt frá sér í blálokin. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að hitta á löngum köflum og það hafði áhrif á það hvernig þeim gekk að nýta varnarstoppin sín. Hvorugu liði tókst að slíta sig frá hinu og úr varð því spenna í lokin. Njarðvíkingum finnst örugglega dómurunum hafa gengið illa því dæmdar voru tvær tæknivillur á liðið fyrir kjaftbrúk. Dæmdar voru sjö fleiri villur á Njarðvíkinga og fengu Valsmenn 25 vítaskot gegn 12 Njarðvíkinga. Svo mikill var pirriningurinn að Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkinga, neitaði að koma í viðtal við Vísi og Stöð 2 Sport og sagði að hann færi í langt bann ef hann kæmi í viðtal. Sagði hann það vera vegna uppsafnaðs pirrings út í tvo af dómurum leiksins og þrátt fyrir boð um að kæla sig niður þverneitaði hann viðtali. Dómarartríóið aflaði sér engra vinsælda hjá Njarðvíkingum í kvöld.Vísir / Anton Brink Bestur á vellinum? Joshua Jefferson skoraði 24 stig fyrir sína menn og sendi sex stoðsendingar. Hann var hæstur einnig í +/- flokknum en Valur vann hans mínútur með átta stigum. Hjá Njarðvík Daðraði Chaz Williams við þrefalda tvennu með 18 stig, níu fráköst og 11 stoðsendingar. Dominykas Milka skoraði 30 stig og tók 14 fráköst. Hvað næst? Jólafrí. Liðin fara að æfa og sleikja sárin og mæta til leiks 4. janúar. Maciej: Vorum í séns hérna í lokinn og það er okkar að taka hann ekki Maciej Baginski var til viðtals eftir leik.Vísir / Anton Brink Þar sem þjálfari Njarðvíkinga vildi ekki koma í viðtal eftir leik þá sat fyrirliði Njarðvíkinga Maciej Baginski fyrir svörum eftir leikinn. Hann var spurður út í það hvort hann hafi fundið fyrir því að þetta væri síðasti leikur fyrir jól. „Já þetta var mjög flatt allt saman. Þetta var meira eins og æfingaleikur en leikur í deildinni. Það var lélegt hjá okkur að taka þetta ekki. Valsliðið var á mjög lágu orkustigi og mögulega duttum við niður a´sama stig en það var eitthvað sem við ætluðum alls ekki að gera.“ En hvað sér fyrirliðinn í fljótu bragði þá hvað hans menn hefðu getað gert betur í dag til að ná í sigurinn? „Við klikkum úr skotum sem gerist í körfubolta svo það er kannski ekki það. Við hefðum mátt vera aggressívar í vörninni. Við leyfðum þeim að leika sér fram og til baka og sækja einn á einn á Milka. Við hefðum átt að þrengja aðeins völlinn. Þeir fengu full mikið af auðveldum sniðskotum og stigum eftir sóknarfráköst.“ Maciej var spurður að því hvort honum fannst halla á Njarðvíkinga í dómgæslunni. Var það mögulega að hafa áhrif á leik hans manna? „Dómararnir byrjuðu vel í fyrsta leikhluta en það var erfitt að byrja síðan hina leikhlutana 0-5 í villum. Við vorum í séns hérna í lokinn og það er okkar að taka hann ekki.“ Eru Njarðvíkingar sáttir með fyrri hluta tímabilsins? „Já það eru nokkrir leikir sem við hefðum getað verið betri í. Við höfum verið annað hvort eða, Annaðhvort mjög góðir eða mjög lélegir. Væri til í fleiri góða leiki eftir áramót en þetta hefur verið ágætt. Það hefur dálítið rót á liðinu okkar. Við missum mann í meiðsli og vorum að fá tvo leikmenn inn í liðið. Það er líklega eitthvað að koma inn fyrir Carlos þannig að við erum eiginlega að byrja á 0 punkti. Við þurfum að byggja á því sem við höfum gert núna og innleiða nýja leikmenn í liðið okkar.“ Kristófer: Kristófer Acox í baráttunniVísir / Anton Brink „Já maður fann fyrir leikinn að þetta væri týpískur leikur fyrir jól og hugurinn kannski kominn í fríið“, sagði Kristófer Acox eftir leik en hann skilaði myndarlegri tvennu, 15 stig og 12 fráköst, til að hjálpa sínum mönnum á leið til sigurs. „Maður verður samt að passa sig á því að vera ekki búinn að klukka sig alveg út. Það hjálpaði ekki fyrir leik að við þurftum að bíða í auka 20 mínútur. Við plönuðum það nú samt að fara í frí með sigur og við erum gríðarlega ánægðir með það.“ Kristófer talaði um að reynslan hafi vegið þungt í lok leiksins í kvöld til að ná í sigur. „Við bara lokuðum vörninni og náðum að skora þegar við þurftum. Fengum stór skot frá mörgum og Njarðvíkingar eru hörkulið líka og var leikurinn 50/50 fannst mér. En við erum með reynsluna innan liðsins og getum verið sáttir með að labba í burt með tvö stig.“ Fyrri hluta tímabilsins er lokið og meiðsli hafa sett mark sitt á lið Vals. Hvernig metur Kristófer uppskeruna svona um jólin? „Miðað við allt er hún frábær held ég. Við munum sakna Kára gríðarlega og margir hjá okkur verið inn og út úr liðinu en við erum að sanka að okkur sigrum og það er eittvað sem góð lið gera. Við verðum bara að halda þessum dampi, finnum að við erum að verða betri, erum með margar frábæra leikmenn sem geta stigið upp og við verðum að nýta það.“ Kristófer sagði að Valur stefnir á alla titla sem í boði eru en er hægt að merkja það hversu langt liðið getur náð svona þegar miðpunktinum er náð? „Að sjálfsögðu stefnum við á allat titla sem í boði eru og við stefnum á það að vera betri. Þetta týpíska. Fyrri helming lokið en það er ekkert eitt lið sem er að skera sig úr og deildin er galopin. Það mun skipta máli hvernig maður kemur út úr jólafríinu og svo hvernig við verðum þegar vorar. Við verðum að halda dampi og vona að við náum að halda okkur heilum.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti