Vopnahlé strax Sigmar Guðmundsson skrifar 14. desember 2023 14:00 Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Þar var neitunarvaldi beitt af Bandaríkjunum, eins og svo oft áður, en allsherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að krefjast vopnahlés. Ísland greiddi að þessu sinni atkvæði með því að hlé yrði gert á stríðinu, auðvitað í þeirri von að hægt sé að koma fólki til aðstoðar. Aðalritari sameinuðu þjóðanna lýsir stöðunni sem ólýsanlegum harmleik. Skortur er á mat, vatni, rafmagni og spítalar eru ekki einu sinni griðastaður fyrir óbreytta borgara. Fyrir fáeinum vikum samþykkti Alþingi ályktun sem var efnislega samhljóða þeirri tillögu sem Viðreisn hafði áður lagt fram. Það var mikilvægt skref, eftir hjásetu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skömmu áður. Flokkadrættir voru lagðir til hliðar í þágu málstaðar sem engin á nýta sér til pólitískrar upphafningar. Alþingi talaði einni röddu, eitt örfárra þjóðþinga. Þar voru hryðjuverk Hamas fordæmd og einnig aðgerðir Ísraelsstjórnar í framhaldinu. Þess var krafist að öllum gíslum yrði sleppt og að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Þá var kallað eftir rannsókn á öllum brotum stríðandi aðila á alþjóðalögum og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að fjármagn fylgi í slíka rannsókn og að bætt verði í það framlag sem Íslendingar láta renna til mannúðaraðstoðar til íbúa Palestínu. Við finnum öll fyrir vanmætti og sorg gagnvart þeirri grimmd og hörku sem hefur birst okkur á liðnum vikum. Blóðbaðið er skelfilegt, hryðjuverk Hamas voru skelfileg mannvonska og sömuleiðis eru heiftarleg viðbrögð Ísraels ekkert annað en skelfileg. Því miður er það svo að þessi áratuga vítahringur ofbeldis og morða mun að öllum halda áfram á meðan Hamas ræður för á Gazaströndinni og á meðan ríkisstjórn Netanjahús er við völd í Ísrael. Langvarandi stríð og átök eru forherðandi. Sá yfirgengilegi hefndarþorsti sem fylgir skilar því einu að illt verður verra og verra. Fórnarlömbin í hildarleiknum eru alltaf óbreyttir borgarar, konur og börn. Það er sorglegt að sjá viðbrögðin við þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu um vopnahlé sem kom fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Sótt verður áfram til fullnaðarsigurs, segir Netanjahú, þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Utanríkisráðherrann segir að Ísraelsher muni halda áfram aðgerðum sínum, með eða án stuðnings annara þjóða. Þetta ber að fordæma því rétturinn til sjálfsvarnar er ekki takmarkalaus. Skefjalaust ofbeldið verður að stöðva. Það er engin málstaður svo góður eða háheilagur að réttlætanlegt sé að drepa börn í þúsundatali. Og undirokun og kúgun eru heldur ekki rök fyrir því að myrða ungmenni í hundraðatali með köldu blóði sem koma sama á hátíð til að dansa fyrir friði. Til lengri tíma blasir engin augljós lausn við sem gæti fært þessum þjóðum langvarandi frið. Áratuga stríð og átök verða ekki leyst í einu vettvangi. Hér togast á með flóknum hætti, svo litið sé til röksemda beggja þjóða, annars vegar sjálfstæðisbarátta fyrir því að stofna eigið ríki á eigin landsvæði og svo trúarlegt tilkall til sama landsvæðis. Eina leiðin til friðar er að báðar þjóðir eigi sér tilverurétt. Bæði ríkin verða að viðurkenna og sýna í verki að öll mannslíf eru verðmæt, óháð uppruna og þjóðerni. Eina lausnin er að lögð verði niður vopn og að raunverulegur samningsvilji, þar sem virðing eins fyrir rétti hins, er í forgrunni. Það verður engin friður nema undirokun, kúgun, harðræði og hryðjuverkum linni. Það breytist ekkert með áframhaldandi sprengjuregni. Það er auðvelt fyrir okkur Íslendinga að tala fyrir friði. Við erum herlaus þjóð sem á allt undir því að alþjóðalög séu virt. Við verðum öll að hafa í huga, hvaða skoðun sem við annars höfum, að blind hollusta við málstað, sem brýtur á rétti annara, er ekki leiðin fram á við. Við eigum að tala fyrir friði og þrýsta á önnur ríki um að gera slíkt hið sama. Ef vinaþjóðir okkar, voldugar vinaþjóðir, sjá ekki þessi augljósu sannindi þá eigum við segja það hátt og skýrt. Rödd okkar skiptir máli og við eigum að beita henni. Vopnahlé strax er krafan. Almenningur í Palestínu og Ísrael á rétt á því að búa við frið. Við eigum alltaf að standa með óbreyttum borgurum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Viðreisn Alþingi Hernaður Ísrael Palestína Sigmar Guðmundsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Vopnahlé strax. Í tveimur orðum er þetta krafan sem við öll verðum að halda á lofti. Í tvo mánuði hefur eldi og brennisteini rignt yfir íbúa Gaza. Afleiðingin er sú að um tuttugu þúsund hafa dáið, um helmingurinn börn. Ástandið er óbærilegt og svo alvarlegt að aðalritari Sameinuðu þjóðanna metur stöðuna þannig að heimsfriði sé ógnað og óskaði eftir að öryggisráðið myndi grípa inn í. Þar var neitunarvaldi beitt af Bandaríkjunum, eins og svo oft áður, en allsherjarþingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta að krefjast vopnahlés. Ísland greiddi að þessu sinni atkvæði með því að hlé yrði gert á stríðinu, auðvitað í þeirri von að hægt sé að koma fólki til aðstoðar. Aðalritari sameinuðu þjóðanna lýsir stöðunni sem ólýsanlegum harmleik. Skortur er á mat, vatni, rafmagni og spítalar eru ekki einu sinni griðastaður fyrir óbreytta borgara. Fyrir fáeinum vikum samþykkti Alþingi ályktun sem var efnislega samhljóða þeirri tillögu sem Viðreisn hafði áður lagt fram. Það var mikilvægt skref, eftir hjásetu Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum skömmu áður. Flokkadrættir voru lagðir til hliðar í þágu málstaðar sem engin á nýta sér til pólitískrar upphafningar. Alþingi talaði einni röddu, eitt örfárra þjóðþinga. Þar voru hryðjuverk Hamas fordæmd og einnig aðgerðir Ísraelsstjórnar í framhaldinu. Þess var krafist að öllum gíslum yrði sleppt og að vopnahléi yrði komið á sem fyrst. Þá var kallað eftir rannsókn á öllum brotum stríðandi aðila á alþjóðalögum og að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að fjármagn fylgi í slíka rannsókn og að bætt verði í það framlag sem Íslendingar láta renna til mannúðaraðstoðar til íbúa Palestínu. Við finnum öll fyrir vanmætti og sorg gagnvart þeirri grimmd og hörku sem hefur birst okkur á liðnum vikum. Blóðbaðið er skelfilegt, hryðjuverk Hamas voru skelfileg mannvonska og sömuleiðis eru heiftarleg viðbrögð Ísraels ekkert annað en skelfileg. Því miður er það svo að þessi áratuga vítahringur ofbeldis og morða mun að öllum halda áfram á meðan Hamas ræður för á Gazaströndinni og á meðan ríkisstjórn Netanjahús er við völd í Ísrael. Langvarandi stríð og átök eru forherðandi. Sá yfirgengilegi hefndarþorsti sem fylgir skilar því einu að illt verður verra og verra. Fórnarlömbin í hildarleiknum eru alltaf óbreyttir borgarar, konur og börn. Það er sorglegt að sjá viðbrögðin við þeirri sjálfsögðu og eðlilegu kröfu um vopnahlé sem kom fram hjá Sameinuðu þjóðunum. Sótt verður áfram til fullnaðarsigurs, segir Netanjahú, þrátt fyrir þrýsting alþjóðasamfélagsins. Utanríkisráðherrann segir að Ísraelsher muni halda áfram aðgerðum sínum, með eða án stuðnings annara þjóða. Þetta ber að fordæma því rétturinn til sjálfsvarnar er ekki takmarkalaus. Skefjalaust ofbeldið verður að stöðva. Það er engin málstaður svo góður eða háheilagur að réttlætanlegt sé að drepa börn í þúsundatali. Og undirokun og kúgun eru heldur ekki rök fyrir því að myrða ungmenni í hundraðatali með köldu blóði sem koma sama á hátíð til að dansa fyrir friði. Til lengri tíma blasir engin augljós lausn við sem gæti fært þessum þjóðum langvarandi frið. Áratuga stríð og átök verða ekki leyst í einu vettvangi. Hér togast á með flóknum hætti, svo litið sé til röksemda beggja þjóða, annars vegar sjálfstæðisbarátta fyrir því að stofna eigið ríki á eigin landsvæði og svo trúarlegt tilkall til sama landsvæðis. Eina leiðin til friðar er að báðar þjóðir eigi sér tilverurétt. Bæði ríkin verða að viðurkenna og sýna í verki að öll mannslíf eru verðmæt, óháð uppruna og þjóðerni. Eina lausnin er að lögð verði niður vopn og að raunverulegur samningsvilji, þar sem virðing eins fyrir rétti hins, er í forgrunni. Það verður engin friður nema undirokun, kúgun, harðræði og hryðjuverkum linni. Það breytist ekkert með áframhaldandi sprengjuregni. Það er auðvelt fyrir okkur Íslendinga að tala fyrir friði. Við erum herlaus þjóð sem á allt undir því að alþjóðalög séu virt. Við verðum öll að hafa í huga, hvaða skoðun sem við annars höfum, að blind hollusta við málstað, sem brýtur á rétti annara, er ekki leiðin fram á við. Við eigum að tala fyrir friði og þrýsta á önnur ríki um að gera slíkt hið sama. Ef vinaþjóðir okkar, voldugar vinaþjóðir, sjá ekki þessi augljósu sannindi þá eigum við segja það hátt og skýrt. Rödd okkar skiptir máli og við eigum að beita henni. Vopnahlé strax er krafan. Almenningur í Palestínu og Ísrael á rétt á því að búa við frið. Við eigum alltaf að standa með óbreyttum borgurum. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun