Skilur vel ósátt smáríki sem finna mest fyrir áhrifunum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 13. desember 2023 15:36 Helga Barðadóttir er formaður íslensku sendinefndarinnar. Tímamótasamkomulagi var náð á Cop28 loftslagsráðstefnunni í Dúbaí í morgun, þar sem ríki heims eru hvött til að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Fjöldi ríkja lýsti því yfir að ekki sé gengið nógu langt með samkomulaginu en formaður íslensku sendinefndarinnar telur það ganga eins langt og mögulegt er á þessari stundu. Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“ Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira
Al Jaber, súltán og forseti Cop, tilkynnti að drögin að lokayfirlýsingu ráðstefnunnar hefðu verið samþykkt án andmæla við fagnaðarlæti í morgun. Fulltrúar sendinefnda stóðu upp og fögnuðu ákaft en þetta er í fyrsta sinn sem ákall um umskipti ríkja heims í átt frá notkun jarðefnaeldsneytis er að finna í yfirlýsingu Cop-ráðstefnu. Fundað fram á nótt Fundað var í alla nótt til að ná samkomulagi og er yfirlýsing ráðstefnunnar 21 blaðsíða að lengd með nærri tvö hunduð málsgreinum. Skjalið er ekki bindandi en talið marka leiðina til framtíðar. Nokkrir lýstu yfir áhyggjum um að ekki hafi verið gengið nógu langt í yfirlýsingunni til að takmarka hlýnun jarðar við eina og hálfa gráðu. Þar á meðal voru Samtök smáeyríkja, 39 ríkja sem verða vörust við áhrif loftslagsbreytinga. Fultrúar ríkjanna voru fjarverandi þegar tilkynnt var um samþykkt lokayfirlýsingarinnar, af því að þeir voru að undirbúa sameiginlega yfirlýsingu sem flytja átti áður en niðurtaðan var tilkynnt. Anne Rasmussen, formaður sendinefndar Samóa, tók til máls. „Það er ekki nóg fyrir okkur að vísa til vísinda og svo komast að samkomulagi sem hundsa það sem vísindin segja að við þurfum að gera. Þetta er ekki aðferðarfræði sem við ættum að vera beðin um að verja,“ sagði Rasmussen. Samkomulag tvö hundruð ríkja „Herra forseti. Við verðum að yfirgefa ráðstefnuna með ákvörðun af þeirri stærðargráðu sem loftslagsvandinn er, sem mæta þeim væntingum sem heimsbyggðin hefur til okkar. Og að við tökum ákvarðanir sem tryggja öryggi kynslóða framtíðarinnar.“ Helga Barðadóttir, formaður íslensku sendinefndarinnar, segist skilja smáríkin vel. „Þetta eru hátt í tvö hundruð ríki sem að koma að þessu. Það er ekki kosið um neitt heldur þurfa allir að ná saman um textann. Þannig að þá má segja að allir séu pínulítið ósáttir. En þetta er samnefnarinn og held ég það besta sem við gátum náð núna.“
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Samóa Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Fleiri fréttir Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Rannsaka neysluvatn í Hveragerði Ósammála hvort að um leiðréttingu sé að ræða Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Gerandinn ákærður fyrir manndrápstilraun á Vopnafirði Myndefni af heimilisofbeldi, vanvirðing við skattgreiðendur og fegurðardís „Þessi leiðrétting er hið rétta í stöðunni“ Tvíburaforeldrar fái hálft ár í viðbótarorlof Tveimur konum sleppt en fimm dúsa enn inni Ár frá þjófnaðinum í Hamraborg og enginn verið ákærður Líklegast að næsta gos verði stærra en fyrri gos Fólk ekki fasistar þó það eigi Teslu Lýsti áralöngu heimilisofbeldi í pontu Alþingis MAST kærir Kaldvík til lögreglu Aukin harka að færast í undirheimana Lögregla muni reyna að vera orðvarari í samræðum á vettvangi Kynntu breytingar á lögum um veiðigjald Næstu dagar ráða úrslitum um framtíð Kvikmyndaskóla Íslands Sögð ætla að kynna umtalsverðar breytingar á veiðigjöldum Guðmundur Ingi ávarpaði menntafólk á leiðtogafundi Tveir handteknir vegna stolins riffils með hljóðdeyfi Guðbjörg aðstoðar Guðmund Inga Líf hans í hættu ef hann leitaði til lögreglu Það sem við vitum og vitum ekki í máli Ásthildar Lóu Tekur við stöðunni af Guðmundi Inga Opnunarsamkoma leiðtogafundar í menntamálum „Þarna ertu ekki að tala um breytingu, heldur byltingu“ Áföll hafa mótað Guðmund Inga: „Ég læt ekki valta yfir mig“ Sjá meira