Ekki hægt að ætlast til viðbragðs að næturlagi yfir hátíðirnar Árni Sæberg skrifar 13. desember 2023 10:25 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir ekki hægt að búast við því af viðbragðsaðilum að þeir væru til staðar í bænum að næturlagi yfir hátíðirnar. Því sé ekki gert ráð fyrir því að Grindvíkingar geti dvalið yfir nótt heima hjá sér fyrr en á nýju ári. Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í Reykjavík í gær. Fannar Jónasson bæjarstjóri sagði í kvöldfréttum í gær að boðað hafi verið til fundarins til þess að veita Grindvíkingum tækifæri til að bera fram spurningar. „Við vorum með mjög góða frummælendur hérna sem voru til svara. Það voru málefnalegar spurningar og ég held að svörin hafi líka verið greinargóð. Þannig að þessi fundur skilaði tilgangi sínum og það getur vel verið að við munum endurtaka slíkan atburð.“ Ekki manneklu á Veðurstofunni um að kenna Ein þeirra spurninga sem helst brunnu á Grindvíkingum var hvort þeir gætu haldið jól og áramót heima hjá sér og verið í bænum yfir nótt. Einn íbúi kvað sér hljóðs og sagðist hafa heimildir fyrir því að ástæða þess að ekki megi sofa í Grindavík sé mannekla á Veðurstofu Íslands. Í gærkvöldi var tilkynnt að sérfræðingum á Veðurstofunni verði fjölgað til þess að stórefla eftirlit með Grindavík og Svartsengi. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ sagði í tilkynningu þess efnis. Fannar segir allt annað mál að fólk sofi í bænum en að íbúar og starfsmenn fyrirtækja séu þar yfir daginn. „Það er allt annað mál ef það ætti að fara að gista á svæðinu og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar yrðu að vera tilbúnir, til dæmis um hátíðarnar, þetta er auðvitað fólk sem er með sínar fjölskyldur og vill njóta jólanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt viðbragð sé til staðar,“ segir hann. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Þetta var meðal þess sem kom fram á íbúafundi Grindvíkinga sem haldinn var í Laugardalshöll í Reykjavík í gær. Fannar Jónasson bæjarstjóri sagði í kvöldfréttum í gær að boðað hafi verið til fundarins til þess að veita Grindvíkingum tækifæri til að bera fram spurningar. „Við vorum með mjög góða frummælendur hérna sem voru til svara. Það voru málefnalegar spurningar og ég held að svörin hafi líka verið greinargóð. Þannig að þessi fundur skilaði tilgangi sínum og það getur vel verið að við munum endurtaka slíkan atburð.“ Ekki manneklu á Veðurstofunni um að kenna Ein þeirra spurninga sem helst brunnu á Grindvíkingum var hvort þeir gætu haldið jól og áramót heima hjá sér og verið í bænum yfir nótt. Einn íbúi kvað sér hljóðs og sagðist hafa heimildir fyrir því að ástæða þess að ekki megi sofa í Grindavík sé mannekla á Veðurstofu Íslands. Í gærkvöldi var tilkynnt að sérfræðingum á Veðurstofunni verði fjölgað til þess að stórefla eftirlit með Grindavík og Svartsengi. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ sagði í tilkynningu þess efnis. Fannar segir allt annað mál að fólk sofi í bænum en að íbúar og starfsmenn fyrirtækja séu þar yfir daginn. „Það er allt annað mál ef það ætti að fara að gista á svæðinu og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar yrðu að vera tilbúnir, til dæmis um hátíðarnar, þetta er auðvitað fólk sem er með sínar fjölskyldur og vill njóta jólanna. Það er ekki hægt að ætlast til þess að slíkt viðbragð sé til staðar,“ segir hann.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Almannavarnir Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira