Fjölga sérfræðingum hjá Veðurstofunni til umfangsmeiri vöktunar Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 12. desember 2023 23:05 Grindvíkingum var tjáð á fundi í dag að ekki sé óhætt að gista í bænum það sem eftir lifir árs. Vísir/Sigurjón Atburðarásin í Grindavík í byrjun nóvember hefur gjörbreytt forsendum Veðurstofu Íslands í tengslum við vöktun á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá veðurstofunni. Þörf sé á umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá. Fram kom á íbúafundi í dag að Grindvíkingar geta ekki flutt aftur heim fyrir áramót. Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira
Í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands kemur fram að atburðarásin og umbrotin sem urðu þann 10. nóvember síðastliðinn þegar kvikugangur myndaðist undir Grindavík hafi gjörbreytt forsendum veðurstofunnar þegar kemur að vöktun Grindavíkur og Svartsengis. „Veðurstofan vaktar alhliða náttúrvá allan sólarhringinn alla daga ársins og hefur gert um árabil. Þessi nýjasta atburðarás á Reykjanesskaga kallar hins vegar á mun umfangsmeiri vöktun þegar kemur að eldgosavá,“ segir í tilkynningunni. Árni Snorrason forstjóri Veðurstofu Íslands segir að þegar hafi verið ákveðið að fjölga sérfræðingum á veðurstofunni til þess að svara auknum kröfum um vöktun á Reykjanesskaga. Verið sé að skipuleggja vöktun í ljósi nýrra aðstæðna og hratt sé unnið til að ljúka þeirri vinnu. Eftirlit og innviðir ekki nægilega tryggðir fyrir jól í Grindavík Grindvíkingar komu saman síðdegis í dag á íbúafundi. Þar gafst þeim færi á að spyrja spurninga en innviðaráðherra, auk fulltrúa frá veðurstofunni, NTÍ og lögreglunni sátu meðal annarra fyrir svörum. Á fundinum var Grindvíkingum upplýst um að ekki sé gert ráð fyrir að Grindvíkingar geti flutt heim fyrir áramótin. Fréttamaður náði tali af Fannari Jónassyni bæjarstjóra í Grindavík að fundinum loknum. Fannar segir að ekki sé hægt að ætlast til þess að viðbragðsaðilar frá lögreglunni og björgunarsveitum sinni slíku eftirliti við bæinn yfir hátíðirnar að Grindvíkingar geti verið heima á jólunum. Þá þyrftu innviðir, sér í lagi veitukerfi, að vera í lagi til þess að óhætt yrði að gista í bænum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Landið mest allt gult í dag Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Sjá meira