Sveið í augun í marga daga eftir froðudiskó Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 15. desember 2023 11:31 Tónlistarmaðurinn Jónfrí var að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið Andalúsía. Sveinbjörn Hafsteinsson „Í skammdeginu er nauðsynlegt að minna sig á að við erum öll bara einni sápukúluvél frá góðu froðudiskóteki,“ segir tónlistarmaðurinn Jón Frímannsson. Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi hljómsveitar hans Jónfrí við lagið Andalúsía. Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem leikstýrt er af Sveinbirni Hafsteinssyni og Guðný Maren Valsdóttur. Listræn stjórn og klipping var í höndum Jóns Frímannssonar: Klippa: Jónfrí - Andalusia Lagið kom út í sumar og var markmiðið að sögn Jóns að reyna aðeins að hjálpa landsmönnum að komast í gegnum haustlægðirnar. Ósvikin stemning á sápukúludiskóteki „Lagið er um manneskju sem tekst að gleðina á sápukúludiskóteki og tapar sér í ósvikinni stemmningu. Gleymir sér í fílíng í smástund. En svo er þetta líka nauðsynleg áminning um að við erum alltaf bara einni sápukúluvél frá góðu froðudiskóteki,“ segir Jónfrí og bætir við að froðudiskóshugmyndin geri mikið fyrir mig. „Í skammdeginu er nauðsynlegt að minna sig á að við erum öll bara einni sápukúluvél frá góðu froðudiskóteki. Ég er enginn sérstakur dansari en ég tók þetta á mig. Reyndi svo bara að bæta það upp með að vera í nettum fíling. En farið varlega ef þið ætlið að reyna þetta heima, froðan lekur í augun og mann svíður í marga daga á eftir.“ Hljómsveitin Jónfrí sendir frá sér plötu næstkomandi mars.Yael B.C. Í fréttatilkynningu segir að Andalúsía sé byggð á sönnum atburðum en fært í stílinn því sagan þolir ekki alveg dagsljósið. Sveitin hefur haft í nógu að snúast undanfarið og er tilbúin með breiðskífu sem ber heitið Draumur um Bronco. „Draumur um Bronco kemur út í mars á næsta ári á vínyl og streymisveitum. Umslagið er hannað af Bobby Breiðholt og er sérlega glæsilegt. Ég held það séu örlög okkar sem fæðumst í áttunni að vera haldin smá nostalgíuþrá og þessi Bronco er bara farartækið til að komast þangað. Stundum finnst manni nútíminn líka svo glataður að það er engin leið að yrkja um hann án þess að hljóma hundleiðinlegur. Kannski eru yrkisefnin að einhverju leyti tímalaus en það er einhver fortíð í hljómi plötunnar. Gamlir lampamagnarar, skrítin hljómborð sem suðar í og segulbönd. Erfiða leiðin, hún er skemmtilegust,“ segir Jón að lokum. Hér má hlusta á Jónfrí á streymisveitunni Spotify. Tónlist Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Hér má sjá tónlistarmyndbandið sem leikstýrt er af Sveinbirni Hafsteinssyni og Guðný Maren Valsdóttur. Listræn stjórn og klipping var í höndum Jóns Frímannssonar: Klippa: Jónfrí - Andalusia Lagið kom út í sumar og var markmiðið að sögn Jóns að reyna aðeins að hjálpa landsmönnum að komast í gegnum haustlægðirnar. Ósvikin stemning á sápukúludiskóteki „Lagið er um manneskju sem tekst að gleðina á sápukúludiskóteki og tapar sér í ósvikinni stemmningu. Gleymir sér í fílíng í smástund. En svo er þetta líka nauðsynleg áminning um að við erum alltaf bara einni sápukúluvél frá góðu froðudiskóteki,“ segir Jónfrí og bætir við að froðudiskóshugmyndin geri mikið fyrir mig. „Í skammdeginu er nauðsynlegt að minna sig á að við erum öll bara einni sápukúluvél frá góðu froðudiskóteki. Ég er enginn sérstakur dansari en ég tók þetta á mig. Reyndi svo bara að bæta það upp með að vera í nettum fíling. En farið varlega ef þið ætlið að reyna þetta heima, froðan lekur í augun og mann svíður í marga daga á eftir.“ Hljómsveitin Jónfrí sendir frá sér plötu næstkomandi mars.Yael B.C. Í fréttatilkynningu segir að Andalúsía sé byggð á sönnum atburðum en fært í stílinn því sagan þolir ekki alveg dagsljósið. Sveitin hefur haft í nógu að snúast undanfarið og er tilbúin með breiðskífu sem ber heitið Draumur um Bronco. „Draumur um Bronco kemur út í mars á næsta ári á vínyl og streymisveitum. Umslagið er hannað af Bobby Breiðholt og er sérlega glæsilegt. Ég held það séu örlög okkar sem fæðumst í áttunni að vera haldin smá nostalgíuþrá og þessi Bronco er bara farartækið til að komast þangað. Stundum finnst manni nútíminn líka svo glataður að það er engin leið að yrkja um hann án þess að hljóma hundleiðinlegur. Kannski eru yrkisefnin að einhverju leyti tímalaus en það er einhver fortíð í hljómi plötunnar. Gamlir lampamagnarar, skrítin hljómborð sem suðar í og segulbönd. Erfiða leiðin, hún er skemmtilegust,“ segir Jón að lokum. Hér má hlusta á Jónfrí á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Mest lesið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Fleiri fréttir Draumurinn rættist að syngja með Bubba Gekk 20 metra á 35 mínútum í tíu gráðu frosti The Smashing Pumpkins til Íslands Þau fóru áfram í úrslit söngvakeppninnar Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira