Rétt að veðja á Íslendinga: „Aldrei kynnst annarri eins eftirspurn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 08:00 Leikmenn íslenska landsliðsins kunna að meta góðan stuðning og fá hann án vafa á EM í janúar. VÍSIR/VILHELM Sú áætlun Þjóðverja að Íslendingar myndu fjölmenna til München á EM karla í handbolta í janúar virðist svo sannarlega hafa gengið upp. Framkvæmdastjóri HSÍ segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri. Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira
Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Íslenski boltinn Stefnir á heimsmet og segist aldrei hafa verið í betra formi Sport Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Fótbolti Guðrún Karítas fjarri nýja metinu á sínu fyrsta HM Sport „Draumur síðan ég var krakki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Manchester-slagur á sófasunnudegi Sport Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Golf „Ég eiginlega bara trúi þessu ekki“ Fótbolti Vandræðalegt víti frá Messi Fótbolti De Bruyne og Højlund skoruðu gegn Albertslausu Fiorentina Fótbolti Fleiri fréttir Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Sjá meira