Rétt að veðja á Íslendinga: „Aldrei kynnst annarri eins eftirspurn“ Sindri Sverrisson skrifar 13. desember 2023 08:00 Leikmenn íslenska landsliðsins kunna að meta góðan stuðning og fá hann án vafa á EM í janúar. VÍSIR/VILHELM Sú áætlun Þjóðverja að Íslendingar myndu fjölmenna til München á EM karla í handbolta í janúar virðist svo sannarlega hafa gengið upp. Framkvæmdastjóri HSÍ segir áhuga Íslendinga aldrei hafa verið meiri. Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln. EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira
Evrópumótið hefst í Þýskalandi 10. janúar og fyrsti leikur Íslands er mikilvæg rimma við Serbíu, föstudagskvöldið 12. janúar. Liðið mætir svo Svartfjallalandi 14. janúar og Ungverjalandi 16. janúar, og fara allir leikirnir fram í Ólympíuhöllinni í München. Það var ákvörðun gestgjafa Þýskalands að Ísland yrði í C-riðli í München, en gestgjafarnir máttu velja eitt lið í hvern riðlanna sex á mótinu áður en dregið var í riðlana. Vonuðust þeir til þess að Íslendingar myndu fjölmenna til München líkt og þeir gerðu til Svíþjóðar á HM í byrjun þessa árs. Yfir 4.000 Íslendingar á staðnum Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, segir að svo gott sem uppselt sé á leikina í Ólympíuhöllinni. Áhugi heimamanna er enda mikill en auk þess segir Róbert að búast megi við að yfir 4.000 Íslendingar verði á staðnum til að hvetja strákana okkar í München. „Ég hef aldrei kynnst annarri eins eftirspurn,“ segir Róbert í samtali við Vísi. Strákarnir okkar fengu frábæran stuðning í Svíþjóð á HM í byrjun þessa árs.VÍSIR/VILHELM Of dýrt að kaupa miða í Köln án vissu Snorri Steinn Guðjónsson og hans menn ætla sér svo án vafa að komast upp úr riðlinum í München, en tvö efstu liðin komast áfram í milliriðil í Köln. Þar bíða væntanlega leikir við Frakkland, Spán og sennilega Króatíu og Þýskaland. Róbert segir að örfáir Íslendingar hafi þegar keypt sér miða á leikina í Köln, sem fram fara í hinni glæsilegu Lanxess Arena. HSÍ hafi hins vegar ekki keypt neina miða þar enda sé sambandið ekki í stakk búið til að verja 10-20 milljónum króna í miða, upp á von og óvon um það hvort að Ísland komist í milliriðlakeppnina. Sem stendur virðist enn, miðað við miðasölusíðu mótsins, þónokkuð af miðum í boði í Köln nema á leikdegi tvö í milliriðli, sem er laugardagur. Evrópumótið í Þýskalandi fer fram í sex borgum. Auk München og Kölnar eru það Düsseldorf, Berlín, Hamborg og Mannheim. Undanúrslit og úrslit mótsins, auk leikjanna um 5. og 3. sæti, fara fram í Köln.
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Fleiri fréttir Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Sjá meira