Óbreyttir borgarar 61 prósent af dauðsföllum í loftárásum á Gasa Magnús Jochum Pálsson skrifar 9. desember 2023 18:48 Eyðileggingin á Gasa er gríðarleg enda loftárásir Ísraelshers dunið linnulaust á svæðinu. AP/Fatima Shbair Hlutfall óbreyttra borgara er 61 prósent af heildardauðsföllum í loftárásum á Gasa. Þetta kemur fram í rannsókn ísraelska dagblaðsins Haaretz. Hlutfallið er samkvæmt miðlinum hærra en í öllum stærri átökum 20. aldar. Guardian hefur eftir ísraelska miðlinum í frétt um ástandið á Gasasvæðinu. Haaretz birti rannsókn sína í dag á sama tíma og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum loftárásum sínum á Gasa. Ísraelskar loftárásir dundu í dag á Shejaiya-hverfi í Gasaborg og á bænum Rafah í suðurhluta Gasa við landamæri Egyptalands. Ísraelsher hafði áður sagt Palestínumönnum að leita skjóls í Rafah. Heildarfjöldi látinna undanfarinn sólarhring er enn óljós en í tilkynningu frá Deir al-Balah, einum stærsta spítala í Gasa, kom fram að spítalinn hefði tekið á móti 71 líki og farið var með 62 lík til Nasser-spítala í borginni Khan Younis. Fordæmalaus morð á óbreyttum borgurum Samkvæmt greiningu Haaretz á loftárásum í síðustu þremur hernaðaraðgerðum í Gasa á árunum 2012 til 2022 var hlutfall óbreyttra borgara af dauðsföllum í loftárásum um 40 prósent. Hlutfallið var nokkuð lægra, um 33 prósent, í ísraelsku hernaðaraðgerðinni „Skjöldur og ör“ í maí. Fjöldi látinna og særðra á Gasasvæðinu eftir loftárásir Ísraelshers er gríðarlegur.AP/Adel Hana Í fyrstu þremur vikum núverandi hernaðaraðgerðar Ísraela sem ber heitið „Járnsverð“ náði hlutfall óbreyttra borgara 61 prósenti af heildardauðsföllum í loftárásum. Slíkt hlutfall sé fordæmalaust samkvæmt Hareetz. Það sé mun hærra en í loftárásum stríða á 20. öld þar sem hlutfallið var í kringum 50 prósent. „Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að víðtæk morð á óbreyttum borgurum stuðla ekkert að öryggi Ísraels heldur búa þau til frekari grunn að því að grafa undan því,“ segir í niðurstöðu greiningarinnar. Hareetz staðfestir einnig tíu daga gamla rannsókn tveggja ísraelskra fréttamiðla, „+972 Magazine“ og „Local Call“ sem sýnir að Ísrael sé markvisst að ráðast á íbúðablokkir í von um að gríðarlegt mannfallið leiði til þess að Palestínubúar muni snúast gegn Hamas. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Guardian hefur eftir ísraelska miðlinum í frétt um ástandið á Gasasvæðinu. Haaretz birti rannsókn sína í dag á sama tíma og Ísraelsher hefur haldið áfram linnulausum loftárásum sínum á Gasa. Ísraelskar loftárásir dundu í dag á Shejaiya-hverfi í Gasaborg og á bænum Rafah í suðurhluta Gasa við landamæri Egyptalands. Ísraelsher hafði áður sagt Palestínumönnum að leita skjóls í Rafah. Heildarfjöldi látinna undanfarinn sólarhring er enn óljós en í tilkynningu frá Deir al-Balah, einum stærsta spítala í Gasa, kom fram að spítalinn hefði tekið á móti 71 líki og farið var með 62 lík til Nasser-spítala í borginni Khan Younis. Fordæmalaus morð á óbreyttum borgurum Samkvæmt greiningu Haaretz á loftárásum í síðustu þremur hernaðaraðgerðum í Gasa á árunum 2012 til 2022 var hlutfall óbreyttra borgara af dauðsföllum í loftárásum um 40 prósent. Hlutfallið var nokkuð lægra, um 33 prósent, í ísraelsku hernaðaraðgerðinni „Skjöldur og ör“ í maí. Fjöldi látinna og særðra á Gasasvæðinu eftir loftárásir Ísraelshers er gríðarlegur.AP/Adel Hana Í fyrstu þremur vikum núverandi hernaðaraðgerðar Ísraela sem ber heitið „Járnsverð“ náði hlutfall óbreyttra borgara 61 prósenti af heildardauðsföllum í loftárásum. Slíkt hlutfall sé fordæmalaust samkvæmt Hareetz. Það sé mun hærra en í loftárásum stríða á 20. öld þar sem hlutfallið var í kringum 50 prósent. „Í grófum dráttum er niðurstaðan sú að víðtæk morð á óbreyttum borgurum stuðla ekkert að öryggi Ísraels heldur búa þau til frekari grunn að því að grafa undan því,“ segir í niðurstöðu greiningarinnar. Hareetz staðfestir einnig tíu daga gamla rannsókn tveggja ísraelskra fréttamiðla, „+972 Magazine“ og „Local Call“ sem sýnir að Ísrael sé markvisst að ráðast á íbúðablokkir í von um að gríðarlegt mannfallið leiði til þess að Palestínubúar muni snúast gegn Hamas.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55 Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07 Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Sjá meira
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51
Biðla til Ísraela um að gæta að mannfalli Ísraelski herinn hefur haldið áfram loftárásum sínum á Gasa í dag. Nú beinast loftárásirnar gegn suðurhluta Gasa. Bandarísk stjórnvöld biðla til þeirra ísraelskru um að virða mannréttindi. 3. desember 2023 10:55
Sprengjuregnið aldrei verið skæðara Íbúar á Suður-Gasa segja sprengjuregn Ísraelsmanna síðasta sólarhringinn það mesta frá upphafi stríðs. Hátt í 200 hafa farist á Gasa frá því vopnahlé rann út í sandinn í gær. Friðarviðræðum virðist hafa verið siglt í strand. 2. desember 2023 19:07