Alvarleg þróun ef stjórnmálamenn þurfi að óttast öryggi sitt Lovísa Arnardóttir skrifar 9. desember 2023 14:32 Mótmælendur köstuðu glimmeri og birtu kröfur sínar á stórum borða. Aðsend Forstöðumaður og formaður Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands harma „þá dapurlegu uppákomu“ sem átti sér stað á hátíðarfundi sem stofnunin ætlaði að halda í gær af tilefni 75 ára afmælis Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu þjóðanna. Atvikið sem um ræðir eru mótmæli vegna stöðunnar í Palestínu en mótmælendur hentu glimmeri yfir utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. Krafa þeirra var meðal annars að Ísland sliti viðskiptasambandi við Ísrael. Í yfirlýsingu frá Alþjóðamálastofnuninni kemur fram að ætlun þeirra hafi verið að ræða mikilvægi mannréttinda í heiminum en að mótmælin hafi komð í veg fyrir að fundurinn gæti farið fram, auk þess að ráðist hafi verið að utanríkisráðherra. „Það er alvarleg þróun í samfélagi okkar ef stjórnmálamenn þurfa að óttast um öryggi sitt þegar þeir koma fram á opinberum vettvangi. Eins verðum við að vona að mótmælin í gær vísi ekki á það sem koma skal, því að lýðræði og mannréttindi þrífast aldrei í samfélagi þar sem fólk vill ekki hlusta á skoðanir hvers annars,“ segir að lokum. Utanríkisráðherra sagði frá því á Facebook fyrr í dag að hann hafi þurft að ræða mótmælin við dóttur sína. Hann sagði mótmælin hreint skemmdarverk. Hópur 569 Íslendinga sendi í gær opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Bandaríkin sögðu nei Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. Síðastliðinn miðvikudag krafði Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, öryggisráðið formlega um viðbrögð við ástandinu á Gasa. Hann virkjaði 99. grein stofnsáttmála samtakanna en aðeins einu sinni áður hefur það verið gert. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Mannréttindi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn vopnahléstillögu Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. 9. desember 2023 08:33 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Atvikið sem um ræðir eru mótmæli vegna stöðunnar í Palestínu en mótmælendur hentu glimmeri yfir utanríkisráðherra, Bjarna Benediktsson. Krafa þeirra var meðal annars að Ísland sliti viðskiptasambandi við Ísrael. Í yfirlýsingu frá Alþjóðamálastofnuninni kemur fram að ætlun þeirra hafi verið að ræða mikilvægi mannréttinda í heiminum en að mótmælin hafi komð í veg fyrir að fundurinn gæti farið fram, auk þess að ráðist hafi verið að utanríkisráðherra. „Það er alvarleg þróun í samfélagi okkar ef stjórnmálamenn þurfa að óttast um öryggi sitt þegar þeir koma fram á opinberum vettvangi. Eins verðum við að vona að mótmælin í gær vísi ekki á það sem koma skal, því að lýðræði og mannréttindi þrífast aldrei í samfélagi þar sem fólk vill ekki hlusta á skoðanir hvers annars,“ segir að lokum. Utanríkisráðherra sagði frá því á Facebook fyrr í dag að hann hafi þurft að ræða mótmælin við dóttur sína. Hann sagði mótmælin hreint skemmdarverk. Hópur 569 Íslendinga sendi í gær opið bréf á fjóra ráðherra og forseta Íslands þar sem þess er krafist að stjórnvöld slíti stjórnmála- og viðskiptasambandi við Ísrael, veiti öllum palestínskum umsækjendum tafarlaust alþjóðlega vernd og segi sig frá þátttöku í Eurovision verði Ísrael ekki vísað úr keppni. Bandaríkin sögðu nei Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. Síðastliðinn miðvikudag krafði Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, öryggisráðið formlega um viðbrögð við ástandinu á Gasa. Hann virkjaði 99. grein stofnsáttmála samtakanna en aðeins einu sinni áður hefur það verið gert.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Utanríkismál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Háskólar Mannréttindi Tengdar fréttir Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn vopnahléstillögu Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. 9. desember 2023 08:33 Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Loka Breiðholtsbraut alla helgina Innlent Fleiri fréttir Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Sjá meira
Bandaríkjamenn beittu neitunarvaldi gegn vopnahléstillögu Bandaríkin beittu neitunarvaldi sínu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu þar sem krafist er vopnahlés á Gasa. Fimmtán ríki eiga sæti í öryggisráðinu. 9. desember 2023 08:33
Palestínumenn berháttaðir og handjárnaðir af Ísraelsher Ísraelsher smalaði saman tugum palestínskra karlmanna í norðurhluta Gasa í dag. Mennirnir voru afklæddir, handjárnaðir og bundið var fyrir augu þeirra áður en þeir voru látnir krjúpa á jörðinni. 8. desember 2023 19:51