Eru þeir sem eiga bókina sinn versta óvin, að taka one way ticket to …? Davíð Bergmann skrifar 8. desember 2023 08:00 Þann fimmta desember fengum við niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnunni á vegum OECD sem sýndi að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Í stuttu máli þá erum við farin að verma neðstu sætin af 39 þjóðum í þeirri könnun. Hvað klikkaði og hverjum er um að kenna eða eigum við að vera í því að leita að sökudólgum í þessu? Auðvitað ekki góðar fréttir, en ekki ætlum við að fara í enn eitt átakið til að leysa vandan með handafli það stríð er fyrir fram tapað. Væri ekki nær að anda með nefinu og taka þessu sem viðfangsefni næstu árin. En á þetta að koma okkur á óvart? Svarið við þeirri spurningu í mínum huga er nei. Þó svo að ég sé enginn sérfræðingur á mennta sviði og ekki einu sinni langskóla genginn kannski vegna þess að ég var einn af þeim sem átti bókina sem minn óvin í æsku eins og ég held að flestir þeir krakkar sem geta ekki lesið sér til gagns í dag. Það kom líka fram í skýrslunni, sem kemur mér ekki á óvart, hversu illa hópurinn stendur sem er að glíma við slæma félagslega og efnahagslega stöðu heima fyrir og sú staða fer versnandi frá ári til árs. Ég hef haft þessa tilfinningu lengi að þessi hópur standi verr eftir að hafa unnið með einstaklingum sem við myndum kalla olnbogabörn skólakerfis í 29 ár. Af hverju, jú kannski vegna þess að ég nýt þeirra forréttinda að hitta einstaklinga á hverjum virkum degi á mínum vinnustað, Fjölsmiðjunni, þau heppnu sem þó hafa vinnu í þessum harða samkeppnisheimi sem við búum í. Þar sem krafan eykst á hverjum degi um frekara nám. Sá veruleiki að róbótavæðingin er farin að taka vinnu af fólki og sér í lagi þeim sem geta ekki lesið sér til gagns er staðreynd. Í skýrslu sem var gefin út af forvarnarhópi á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kom fram að í desember 2022 væru 3000 ungmenni hvorki í vinnu né skóla, ungmenni á aldrinum 16-24 ára. Getur verið að þessir einstaklingar sem eru ekki í skóla né vinnu hafi upplifað endalausa ósigra í skyldunáminu. Eru þar að leiðandi fráhverfir því að fara í skóla? Og ef svo af hverju er það þannig? Svo virðist vera að þau eigi ekki séns að vera þátttakendur á vinnumarkaði og liggur skýring kannski í því að það er ekki gert ráð fyrir þessum jaðarhóp á vinnumarkaði í dag. Hvernig stendur á þessu og hvar eru þessi ungmenni í dag? Þau eru alla vega bara örfá hér í Fjölsmiðjunni miðað við heildarfjölda þeirra sem eru hvorki í vinnu né skóla. Hver skildi vera skýringin á því, því Fjölsmiðjan er einmitt hugsuð fyrir svona einstaklinga? Allavega er þeim ekki vísað til okkar og við finnum þau ekki. Þá velti ég fyrir mér, er hugsanlegt að við séum að búa til nýjan þjóðfélags hóp jaðarsettra þegna sem koma ekki til með að vera þátttakendur í samfélaginu í framtíðinni? Að við séum að framleiða nýjan hóp af fólki sem bara situr heima og er í tölvunni eða að horfa á sjónvarpið. Ungmenni sem við náum ekki til, ekki einu sinni félagsráðgjafarnir sem eiga vísa þeim til okkar í Fjölsmiðjuna. Ungmenni sem ná sér ekki upp úr gröfinni sem skólakerfið gróf fyrir þau og setti þau í. Þetta eru kannski líka ungmennin sem hafa staðnað í heimi staðalímynda og áhrifavalda samfélagsmiðlanna og eru háð þeim. Og ungmennin með greiningarnar sem við sem samfélag höfum ekki getað hjálpað þeim að fást við. Þau upplifa sig sem tapara, finna fyrir minnimáttarkennd sinni í heimi samkeppninnar, þar sem þeir ,,hæfustu” (þeir sem fæðast með engar greiningar) eru heillaðir og verðlaunaðir á kostnað þeirra. Vandinn liggur auðvitað í því hvernig við nálgumst þessi börn og ætlumst til að þau verði öll steypt í sama mótið, verða að vera góð á bókina, verða ekki neitt nema þau geti lært stærðfræði o.s.frv. Hvar eru valmöguleikarnir í skólakerfinu sjálfu. Utan skólakerfisins er jú ýmislegt í boði en það kostar og mörg þessara barna koma frá efnalitlum heimilum. Hvar ætli að þau endi, kannski sem bótaþegar á almenna tryggingakerfinu þar til að þau hætta að draga andann eða hasli sér völl í afbrota heiminum og taki jafnvel one way ticket to litla hraun og verði þar í fastri áskrift næstu árin. Svo eru stjórnmálamenn hissa á því að það sé fjölgun ungra öryrkja hér á landi og að við skulum bryðja svona mikið af geð og svefnlyfjum eða vera að kyngja öllum þessum eiturlyfjum! Skildi það hafa eitthvað með það að gera að bæði félagsleg og fjárhagsleg fátækt sé að aukast. Bilið sé að breikka á milli tekjuhópa og við séum ekki að leggja nóg fjármagn til skólastarfs hér á landi? Að hugmyndakerfið sem skólakerfið byggir á sé úr sér gengið? Og stuðningskerfið (félagslega kerfið) er ekki að virka. Það er allavega ekki að þjóna okkur. Getuleysi okkar sem samfélags til að framleiða glöð og jákvæð ungmenni, full af sjálfstrausti er ekki niðurstaðan. Getur verið að öll dýrin í skóginum hafi ekki jöfn tækifæri hvorki til náms eða leiks, maður spyr sig. Það er alla vega mín tilfinning að svo sé, ég verð ekki mikið var við að mínir skjólstæðingar séu að fara í Teneferðir og ekki einu sinni skíðaferðir til Akureyrar í vetrarfríinu. Ætti það að koma okkur á óvart harkan og vopnaburður sé að aukast í heimi afbrota hjá ungmennum hér á landi eða er bara skýring fólgin í siðrofi í þeim heimi? Er það hugsanlegt að við höfum kannski sem samfélag brugðist ákveðnum hóp ungmenna með því að hafa ekki tækifæri fyrir þau og námið sé of fráhrindandi, að það þurfi umbyltingu til að þau finni eitthvað sem hentar þeim þar? Í gamla daga fengum við til okkar drengi í Mótorsmiðjuna sem skólinn var búinn að afskrifa. Þarna vaknaði áhugi þeirra fyrir einhverju og sumir af þeim afskrifuðu urðu iðnaðarmenn og nýtir þjóðfélagsþegnar og skila sínum sköttum og skildum í dag til samfélagsins. Á þetta ástand að lagast að sjálfum sér þegar drengir og stúlkur komast ekki einu sinn að í verknámi vegna aðstöðuleysis. Hvað er búið að byggja marga nýja framhalds skóla á síðustu árum á sama tíma og íbúum þessa lands fjölgar eða Fjölsmiðjur? Hvernig verður þetta í framtíðinni þegar kröfurnar eru bara að aukast í samfélagi, það að vera með BA háskólapróf er orðið eins og vera með stúdentspróf fyrir 25 árum síðan. Á sama tíma eykst róbótavæðingin á þeirri fjórðu iðnöld sem við lifum í dag. Hvernig mun fara fyrir LÚLLA/LÚLLU lúser í skólakerfinu sem geta ekki lesið sér til gagns í dag? Hvar eiga þau að vinna? Kannski leyfi ég mér að tjá mig um stöðu mála en ekki að grjót halda kjafti því ég sjálfur átti bókina sem minn versta óvin í lífinu, á mínum uppvaxtar árum og langt fram í fullorðins árin líka. Ég þekki það vel að vera vanmáttugur þegar kemur að því að sækja um vinnu vegna diplómaleysis. Það að hafa bókina sem sinn versta óvin hefur endurspeglað mitt líf og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Og það hefur kostað sitt meira segja æskuna, og í raun með ólíkindum að ég hafi unnið mig í gegnum þetta. En ég efast um að það hefði verið hægt í þeirri fjórðu iðnbyltingu sem við lifum við í dag. Ég er nokkuð viss ef ég væri unglingur í dag með þá sértæku náms erfiðleika sem ég átti við að etja þá hefði ég ekki átt séns. En ég var heppinn fékk reynslu á vinnumarkaði því það var reiknað með mér og tæknin var ekki til sem er að taka störfin af LÚLLA/LÚLLU í dag. Það er staðreynd að þeir sem hafa ekki próf upp á vasann eiga litla möguleika, því miður. Ég þekki það vel að vera jaðarsettur og vera hornreka í skólakerfinu og meira segja var foreldrum mínum hótað árið 1981 af skóla og félagsmálayfirvöldum Kópavogs að ég yrði tekinn af þeim ef þau samþykktu í ekki að ég yrði sendur út á land af því að ég var seinfær til lesturs. Ástæðan fyrir því að ég átti við þessa sértæku námserfiðleika við að stríða að ég varð fyrir höfuðhöggi sem smábarn og ég átti við alvarlegan einbeitingar skort við að etja. Þarna var ég aðeins 11 ára ég man alla ósigrana sem barn eins og þeir hefðu gerst í gær þó svo að áratugirnir séu orðnir nokkrir síðan þá. Hvernig sjálfsmyndin hrundi að geta ekki verið samferða skólasystkinum mínum og það tók steininn úr að vera sendur í skóla með þroskaskertum. Sumir af þeim samnemendum mínum sem voru ekki þroskaskertir. Hafa átt erfiða ævi. Tveir af þeim hafa haft fasta áskrift að fangelsum landsins og annar þeirra hefur varið meira en 50% af ævinni á bak við lás og slá. Hvað gerði ég svo þegar ég varð unglingur til að reyna hífa upp mína veiku sjálfsmynd, jú svarið voru glæpir og neysla til að flýja grámyglaðan hversdagsleikann. Þar var þó að fá einhverja viðurkenningu hjá mínum líkum. Af hverju skildi ég vera að skrifa um þetta hér og afhjúpa mig svona og mína fjölskyldu sögu. Jú vegna þess að ég hitti einmitt mína líka enn í dag og á hverjum virkum degi í vinnunni. Þá sömu sem hafa tapað og geta ekki lesið sér til gagns og ég sé hvert er að stefna eins og þessi könnun gefur það svo vel til kynna. Þessum jaðarkrökkunum sem eru hornreka í samfélaginu fjölgar frá ári til árs. Hvernig væri að styrkja svona úrræði eins og Fjölsmiðjuna myndarlega og búa til fleiri möguleika fyrir þessi hornreka börn sem eru farin að gróðursetja sig fyrir fram tölvuna og týna íslenskunni og hafa það sem viðfangsefni næsta áratuginn en ekki fara í átak. Styrkja listir, verknám og íþróttir og hafa það nám til jafns við bóknám. Við þurfum að horfast í augu við þann veruleika að það verða að vera fleiri tilboð fyrir þá sem hafa bókina sinn versta óvin í lífinu. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein PISA-könnun Skóla - og menntamál Davíð Bergmann Mest lesið Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Ögn um Vigdísarþætti Hallgrímur Helgi Helgason skrifar Sjá meira
Þann fimmta desember fengum við niðurstöður úr alþjóðlegu PISA könnunni á vegum OECD sem sýndi að lesskilningi íslenskra nemenda hrakar allverulega. Í stuttu máli þá erum við farin að verma neðstu sætin af 39 þjóðum í þeirri könnun. Hvað klikkaði og hverjum er um að kenna eða eigum við að vera í því að leita að sökudólgum í þessu? Auðvitað ekki góðar fréttir, en ekki ætlum við að fara í enn eitt átakið til að leysa vandan með handafli það stríð er fyrir fram tapað. Væri ekki nær að anda með nefinu og taka þessu sem viðfangsefni næstu árin. En á þetta að koma okkur á óvart? Svarið við þeirri spurningu í mínum huga er nei. Þó svo að ég sé enginn sérfræðingur á mennta sviði og ekki einu sinni langskóla genginn kannski vegna þess að ég var einn af þeim sem átti bókina sem minn óvin í æsku eins og ég held að flestir þeir krakkar sem geta ekki lesið sér til gagns í dag. Það kom líka fram í skýrslunni, sem kemur mér ekki á óvart, hversu illa hópurinn stendur sem er að glíma við slæma félagslega og efnahagslega stöðu heima fyrir og sú staða fer versnandi frá ári til árs. Ég hef haft þessa tilfinningu lengi að þessi hópur standi verr eftir að hafa unnið með einstaklingum sem við myndum kalla olnbogabörn skólakerfis í 29 ár. Af hverju, jú kannski vegna þess að ég nýt þeirra forréttinda að hitta einstaklinga á hverjum virkum degi á mínum vinnustað, Fjölsmiðjunni, þau heppnu sem þó hafa vinnu í þessum harða samkeppnisheimi sem við búum í. Þar sem krafan eykst á hverjum degi um frekara nám. Sá veruleiki að róbótavæðingin er farin að taka vinnu af fólki og sér í lagi þeim sem geta ekki lesið sér til gagns er staðreynd. Í skýrslu sem var gefin út af forvarnarhópi á vegum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu kom fram að í desember 2022 væru 3000 ungmenni hvorki í vinnu né skóla, ungmenni á aldrinum 16-24 ára. Getur verið að þessir einstaklingar sem eru ekki í skóla né vinnu hafi upplifað endalausa ósigra í skyldunáminu. Eru þar að leiðandi fráhverfir því að fara í skóla? Og ef svo af hverju er það þannig? Svo virðist vera að þau eigi ekki séns að vera þátttakendur á vinnumarkaði og liggur skýring kannski í því að það er ekki gert ráð fyrir þessum jaðarhóp á vinnumarkaði í dag. Hvernig stendur á þessu og hvar eru þessi ungmenni í dag? Þau eru alla vega bara örfá hér í Fjölsmiðjunni miðað við heildarfjölda þeirra sem eru hvorki í vinnu né skóla. Hver skildi vera skýringin á því, því Fjölsmiðjan er einmitt hugsuð fyrir svona einstaklinga? Allavega er þeim ekki vísað til okkar og við finnum þau ekki. Þá velti ég fyrir mér, er hugsanlegt að við séum að búa til nýjan þjóðfélags hóp jaðarsettra þegna sem koma ekki til með að vera þátttakendur í samfélaginu í framtíðinni? Að við séum að framleiða nýjan hóp af fólki sem bara situr heima og er í tölvunni eða að horfa á sjónvarpið. Ungmenni sem við náum ekki til, ekki einu sinni félagsráðgjafarnir sem eiga vísa þeim til okkar í Fjölsmiðjuna. Ungmenni sem ná sér ekki upp úr gröfinni sem skólakerfið gróf fyrir þau og setti þau í. Þetta eru kannski líka ungmennin sem hafa staðnað í heimi staðalímynda og áhrifavalda samfélagsmiðlanna og eru háð þeim. Og ungmennin með greiningarnar sem við sem samfélag höfum ekki getað hjálpað þeim að fást við. Þau upplifa sig sem tapara, finna fyrir minnimáttarkennd sinni í heimi samkeppninnar, þar sem þeir ,,hæfustu” (þeir sem fæðast með engar greiningar) eru heillaðir og verðlaunaðir á kostnað þeirra. Vandinn liggur auðvitað í því hvernig við nálgumst þessi börn og ætlumst til að þau verði öll steypt í sama mótið, verða að vera góð á bókina, verða ekki neitt nema þau geti lært stærðfræði o.s.frv. Hvar eru valmöguleikarnir í skólakerfinu sjálfu. Utan skólakerfisins er jú ýmislegt í boði en það kostar og mörg þessara barna koma frá efnalitlum heimilum. Hvar ætli að þau endi, kannski sem bótaþegar á almenna tryggingakerfinu þar til að þau hætta að draga andann eða hasli sér völl í afbrota heiminum og taki jafnvel one way ticket to litla hraun og verði þar í fastri áskrift næstu árin. Svo eru stjórnmálamenn hissa á því að það sé fjölgun ungra öryrkja hér á landi og að við skulum bryðja svona mikið af geð og svefnlyfjum eða vera að kyngja öllum þessum eiturlyfjum! Skildi það hafa eitthvað með það að gera að bæði félagsleg og fjárhagsleg fátækt sé að aukast. Bilið sé að breikka á milli tekjuhópa og við séum ekki að leggja nóg fjármagn til skólastarfs hér á landi? Að hugmyndakerfið sem skólakerfið byggir á sé úr sér gengið? Og stuðningskerfið (félagslega kerfið) er ekki að virka. Það er allavega ekki að þjóna okkur. Getuleysi okkar sem samfélags til að framleiða glöð og jákvæð ungmenni, full af sjálfstrausti er ekki niðurstaðan. Getur verið að öll dýrin í skóginum hafi ekki jöfn tækifæri hvorki til náms eða leiks, maður spyr sig. Það er alla vega mín tilfinning að svo sé, ég verð ekki mikið var við að mínir skjólstæðingar séu að fara í Teneferðir og ekki einu sinni skíðaferðir til Akureyrar í vetrarfríinu. Ætti það að koma okkur á óvart harkan og vopnaburður sé að aukast í heimi afbrota hjá ungmennum hér á landi eða er bara skýring fólgin í siðrofi í þeim heimi? Er það hugsanlegt að við höfum kannski sem samfélag brugðist ákveðnum hóp ungmenna með því að hafa ekki tækifæri fyrir þau og námið sé of fráhrindandi, að það þurfi umbyltingu til að þau finni eitthvað sem hentar þeim þar? Í gamla daga fengum við til okkar drengi í Mótorsmiðjuna sem skólinn var búinn að afskrifa. Þarna vaknaði áhugi þeirra fyrir einhverju og sumir af þeim afskrifuðu urðu iðnaðarmenn og nýtir þjóðfélagsþegnar og skila sínum sköttum og skildum í dag til samfélagsins. Á þetta ástand að lagast að sjálfum sér þegar drengir og stúlkur komast ekki einu sinn að í verknámi vegna aðstöðuleysis. Hvað er búið að byggja marga nýja framhalds skóla á síðustu árum á sama tíma og íbúum þessa lands fjölgar eða Fjölsmiðjur? Hvernig verður þetta í framtíðinni þegar kröfurnar eru bara að aukast í samfélagi, það að vera með BA háskólapróf er orðið eins og vera með stúdentspróf fyrir 25 árum síðan. Á sama tíma eykst róbótavæðingin á þeirri fjórðu iðnöld sem við lifum í dag. Hvernig mun fara fyrir LÚLLA/LÚLLU lúser í skólakerfinu sem geta ekki lesið sér til gagns í dag? Hvar eiga þau að vinna? Kannski leyfi ég mér að tjá mig um stöðu mála en ekki að grjót halda kjafti því ég sjálfur átti bókina sem minn versta óvin í lífinu, á mínum uppvaxtar árum og langt fram í fullorðins árin líka. Ég þekki það vel að vera vanmáttugur þegar kemur að því að sækja um vinnu vegna diplómaleysis. Það að hafa bókina sem sinn versta óvin hefur endurspeglað mitt líf og gert mig að þeim manni sem ég er í dag. Og það hefur kostað sitt meira segja æskuna, og í raun með ólíkindum að ég hafi unnið mig í gegnum þetta. En ég efast um að það hefði verið hægt í þeirri fjórðu iðnbyltingu sem við lifum við í dag. Ég er nokkuð viss ef ég væri unglingur í dag með þá sértæku náms erfiðleika sem ég átti við að etja þá hefði ég ekki átt séns. En ég var heppinn fékk reynslu á vinnumarkaði því það var reiknað með mér og tæknin var ekki til sem er að taka störfin af LÚLLA/LÚLLU í dag. Það er staðreynd að þeir sem hafa ekki próf upp á vasann eiga litla möguleika, því miður. Ég þekki það vel að vera jaðarsettur og vera hornreka í skólakerfinu og meira segja var foreldrum mínum hótað árið 1981 af skóla og félagsmálayfirvöldum Kópavogs að ég yrði tekinn af þeim ef þau samþykktu í ekki að ég yrði sendur út á land af því að ég var seinfær til lesturs. Ástæðan fyrir því að ég átti við þessa sértæku námserfiðleika við að stríða að ég varð fyrir höfuðhöggi sem smábarn og ég átti við alvarlegan einbeitingar skort við að etja. Þarna var ég aðeins 11 ára ég man alla ósigrana sem barn eins og þeir hefðu gerst í gær þó svo að áratugirnir séu orðnir nokkrir síðan þá. Hvernig sjálfsmyndin hrundi að geta ekki verið samferða skólasystkinum mínum og það tók steininn úr að vera sendur í skóla með þroskaskertum. Sumir af þeim samnemendum mínum sem voru ekki þroskaskertir. Hafa átt erfiða ævi. Tveir af þeim hafa haft fasta áskrift að fangelsum landsins og annar þeirra hefur varið meira en 50% af ævinni á bak við lás og slá. Hvað gerði ég svo þegar ég varð unglingur til að reyna hífa upp mína veiku sjálfsmynd, jú svarið voru glæpir og neysla til að flýja grámyglaðan hversdagsleikann. Þar var þó að fá einhverja viðurkenningu hjá mínum líkum. Af hverju skildi ég vera að skrifa um þetta hér og afhjúpa mig svona og mína fjölskyldu sögu. Jú vegna þess að ég hitti einmitt mína líka enn í dag og á hverjum virkum degi í vinnunni. Þá sömu sem hafa tapað og geta ekki lesið sér til gagns og ég sé hvert er að stefna eins og þessi könnun gefur það svo vel til kynna. Þessum jaðarkrökkunum sem eru hornreka í samfélaginu fjölgar frá ári til árs. Hvernig væri að styrkja svona úrræði eins og Fjölsmiðjuna myndarlega og búa til fleiri möguleika fyrir þessi hornreka börn sem eru farin að gróðursetja sig fyrir fram tölvuna og týna íslenskunni og hafa það sem viðfangsefni næsta áratuginn en ekki fara í átak. Styrkja listir, verknám og íþróttir og hafa það nám til jafns við bóknám. Við þurfum að horfast í augu við þann veruleika að það verða að vera fleiri tilboð fyrir þá sem hafa bókina sinn versta óvin í lífinu. Höfundur er starfsmaður Fjölsmiðjunnar.
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun