Sprengingin náðist á myndband sem hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Fjöldi bygginga eyðilagðist í sprengingunni og slösuðust hundruð manna.
„Ég þekki margar fjölskyldur sem hafa orðið fyrir skaðlegum áhrifum vegna sprengingarinnar. Það var eins og það hafi átt sér stríð þarna á svæðinu,“ hefur BBC eftir Wavel Ramkalawan, forseta Seychelleseyja.
Flugvöllur landsins varð fyrir skemmdum þrátt fyrir að vera fjóra kílómetra frá staðnum þar sem sprengingin varð. Skólum landsins var lokað í dag og eingöngu tekið á móti sjúklingum í bráðri lífshættu á spítölum.
WATCH: A huge blast at an explosives depot in Seychelles injured dozens of people and brought down buildings, prompting the country s shocked president to declare a state of emergency.
— Insider Paper (@TheInsiderPaper) December 7, 2023
pic.twitter.com/kK65gEf0tb
Seychelleseyjar eru fámennasta og minnsta land Afríku. Þar búa rétt rúmlega hundrað þúsund manns á 115 eyjum.