Börn og fullorðnir halda áfram að falla á Gaza Heimir Már Pétursson skrifar 7. desember 2023 19:20 Rúmlega fimm þúsund börn hafa fallið frá því Ísraelsher hóf árásir á Gaza til að hefna fyrir hryðjuverkaárás Hamasliða á Ísrael. AP/Mohammed Dahman Öllum mögulegum flóttaleiðum íbúa Gaza hefur verið lokað og þeim allar bjargir bannaðar eftir að Ísraelsmenn hófu öflugar loftárásir og landhernað á suðurhluta Gazastrandarinnar. Fjölmörg börn og fullorðnir hafa fallið og særst í árásum í suðurhlutanum síðasta sólarhringinn. Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Eftir að nokkurra daga vopnahléi til aðskiptast á gíslum og föngum lauk hafa Ísraelsmenn haldið uppi stanslausum árásum úr lofti, landi og af sjó á suðurhluta Gaza. Á fyrstu tveimur vikum átakanna einskorðuðust árásir Ísraelsmanna á Gazaborg og nágrenni í norðurhlutanum og sögðu Ísraelsmenn óbreyttum Palestínumönnum hörfa suður á bóginn. Íbúar í flóttamannabúðum í Khan Younis eru varnarlausir gegn árásum Ísraelshers.AP/Mohammed Dahman Síðasta sólarhringinn hafa hins vegar verið gerðar öflugar loftárásir á bæina Khan Yunis og Rafah í suðurhlutanum þar sem tugir barna og fullorðinna féllu. Daniel Hagari talsmaður Ísraelshers segir herinn hafa brotist í gegnum varnarlínur í bæjum í suðurhluta Gaza þar sem hryðjuverkamenn hafi komið upp á yfirborðið til aðberjast. Yehya Sinwar einn helsti leiðtogi Hamas eigi hús einhvers staðar í eða við Khan Younis. „Þar er að finna innviði og stjórnstöð hryðjuverka. Sinwar heldur sig ekki ofanjarðar, hann er neðanjarðar. Ég vil ekki ræða hvar, hvernig og hvað við vitum. Nú er ekki tíminn til að ræða það í fjölmiðlum. Okkar verk er að finna Sinwar og drepa hann,“ segir Hagari. Kona föst í húsarústum eftir loftárásir Ísraelshers á Khan Younis í suðurhluta Gaza.AP/Mohammed Dahman Algert öngþveiti ríkti í bænum Khan Younis í dag eftir árásir Ísraelsmanna. Fólk leitaði örvæntingarfullt eftir ættingjum og vinum í rústum húsa sumir sluppu lifandi, aðrir særðir og börn og fullorðinir létust. Í loftárásum Ísraela er enginn greinarmunur gerður á vopnuðum Hamasliðum og óbreyttum borgurum. Tugir barna og fullorðinna létust til að mynda í einni loftárás á bæinn Rafah í dag. Mohammad Abu Areida er nágranni fólks í húsi sem sprengt var í loft upp. „Þetta var beint í mark. Fólk var á ferð hér í götunni. Það kom engin viðvörun. Við sáum ekkert fyrr en ráðist var á heimili okkar án viðvörunar,“ sagði Areida innan um fjölda fólks sem leitaði vina og vandamanna í húsarústum.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52 Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42 Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Hækka viðbúnaðarstigið í Bretlandi Erlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Ákall um tafarlaust vopnahlé ítrekað Ákall íslenskra stjórnvalda um tafarlaust vopnahlé af mannúðarástæðum á Gaza var ítrekað í ávarpi sem Martin Eyjólfsson, ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins, flutti fyrir hönd Íslands á alþjóðlegum fundi um stöðu mannúðarmála á Gaza sem fram fór í París í gær. 7. desember 2023 07:52
Guterres nýtir sér 99. ákvæðið og varar við algjöru hruni á Gasa António Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hefur í fyrsta sinn nýtt sér 99. ákvæði sáttmála Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli Öryggisráðsins á yfirvofandi „hruni“ mannúðarkerfisins á Gasa. 7. desember 2023 06:42
Segir mál drengjanna skera sig í hjartað Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra hefur kallað eftir gögnum um palestínsku drengina Sameer Omran, 12 ára, og Yazan Kawave, 14 ára, sem á að vísa úr landi. 6. desember 2023 23:18