611 þúsund íbúar á Íslandi árið 2074 Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. desember 2023 10:19 Þessi krakkar verða um sextugt árið 2074. Þau skemmtu forseta Íslands í Hólabrekkuskóla á dögunum. vísir/Vilhelm Samkvæmt mannfjöldaspá Hagstofunnar verða íbúar á Íslandi 611 þúsund árið 2074 og gætu orðið 500 þúsund innan 20 ára. Íbúum á Íslandi fjölgar úr 388 þúsund skráðum einstaklingum árið 2023 í 518 til 760 þúsund íbúa á næstu 50 árum, með 90% líkum. Samkvæmt háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 760 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 518 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri. Mannfjöldaspáin byggir á líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána. Með uppfærðu tölfræðilíkani er hægt að reikna staðbundnar spár þar sem leiðrétt er fyrir ofmati á íbúafjölda, til dæmis vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutningana auk þess sem hægt er að nýta fyrirfram þekkingu í líkönunum. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af völdum náttúrulegra, félagslegra eða efnahagslegra orsaka. Frjósemishlutfall verður 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2073 samkvæmt miðgildi spárinnar. Frjósemishlutfallið gæti orðið á bilinu 1,3 til 1,5 (með 90% líkum) árið 2073. Til samanburðar er lægsta áætlaða hlutfall (1,4) fyrir Ísland árið 2073 hærra en meðalfrjósemishlutfall innan Evrópusambandsins sem var 1,4 börn á hverja konu árið 2022. Samkvæmt miðgildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2073, samanborið við 84 ár árið 2022, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár hvert ár. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra allt tímabilið, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Nettó leitni búferlaflutninga mun liggja á milli 1000 og 9000 einstaklinga næstu 50 árin með 90% líkindum. Samkvæmt mannfjöldaspánni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Hlutfall íbúa á vinnualdri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2023 í 68% árið 2074 samkvæmt miðgildi spárinnar. Eftir 2057 verður elsti aldurshópurinn (eldri en 65 ára) fjölmennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) samkvæmt miðgildi spárinnar. Miðaldur Íslendinga var 36 ár árið 2023 og gert er ráð fyrir að hann verði 45 ár árið 2074. Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjósemi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Íslandi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs erlendra ríkisborgara sem flytjast til landsins og hás frjósemishlutfalls miðað við meðaltal innan sambandsins. Til samanburðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Íslandi fyrr en árið 2069. Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira
Samkvæmt háspá eru 5% líkur á að íbúar verði fleiri en 760 þúsund og 95% líkur á þeir verði færri. Lágspá gefur til kynna að 5% líkur séu á að íbúar verði færri en 518 þúsund og 95% líkur á að þeir verði fleiri. Mannfjöldaspáin byggir á líkönum um frjósemi, dánartíðni og búferlaflutninga og eru niðurstöðurnar notaðar fyrir heildarmannfjöldaspána. Með uppfærðu tölfræðilíkani er hægt að reikna staðbundnar spár þar sem leiðrétt er fyrir ofmati á íbúafjölda, til dæmis vegna þeirra sem flytja af landi brott án þess að tilkynna búferlaflutningana auk þess sem hægt er að nýta fyrirfram þekkingu í líkönunum. Niðurstöður nýju mannfjöldaspárinnar sýna bæði gildi og óvissumælingar. Spáin felur ekki í sér áhrif hugsanlegra áfalla af völdum náttúrulegra, félagslegra eða efnahagslegra orsaka. Frjósemishlutfall verður 1,4 barn á hverja konu (13-55 ára) árið 2073 samkvæmt miðgildi spárinnar. Frjósemishlutfallið gæti orðið á bilinu 1,3 til 1,5 (með 90% líkum) árið 2073. Til samanburðar er lægsta áætlaða hlutfall (1,4) fyrir Ísland árið 2073 hærra en meðalfrjósemishlutfall innan Evrópusambandsins sem var 1,4 börn á hverja konu árið 2022. Samkvæmt miðgildi spárinnar aukast lífslíkur kvenna við fæðingu og verða 89 ár árið 2073, samanborið við 84 ár árið 2022, og lífslíkur karla hækka úr 81 ári í 84 ár, þ.e. aukast um 0,1 ár hvert ár. Fjöldi aðfluttra verður meiri en fjöldi brottfluttra allt tímabilið, fyrst og fremst vegna búferlaflutninga erlendra ríkisborgara. Nettó leitni búferlaflutninga mun liggja á milli 1000 og 9000 einstaklinga næstu 50 árin með 90% líkindum. Samkvæmt mannfjöldaspánni er gert ráð fyrir eftirfarandi breytingum: Hlutfall íbúa á vinnualdri (16 til 74 ára) mun lækka úr 74% árið 2023 í 68% árið 2074 samkvæmt miðgildi spárinnar. Eftir 2057 verður elsti aldurshópurinn (eldri en 65 ára) fjölmennari en sá yngsti (yngri en 20 ára) samkvæmt miðgildi spárinnar. Miðaldur Íslendinga var 36 ár árið 2023 og gert er ráð fyrir að hann verði 45 ár árið 2074. Öldrun þjóðarinnar stafar af minnkandi frjósemi og auknum lífslíkum. Þessi þróun er þó hægari á Íslandi en í ríkjum ESB vegna ungs aldurs erlendra ríkisborgara sem flytjast til landsins og hás frjósemishlutfalls miðað við meðaltal innan sambandsins. Til samanburðar var miðaldur í ríkjum ESB 44 ár árið 2021 en gert er ráð fyrir að því gildi verði ekki náð á Íslandi fyrr en árið 2069.
Mannfjöldi Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Sjá meira