Reikna með því að Bonaqua nái Toppstölunum aftur Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 7. desember 2023 06:46 Toppur hvarf úr verslunum landsmanna í júlí og kom Bonaqua hans í stað. Vísir/Vilhelm Forsvarsmenn Coca Cola á Íslandi segja sölu á Bonaqua sódavatninu eftir að nafninu var breytt vera á áætlun sem fyrirtækið hafi sett sér í byrjun júlí þegar nafni drykksins var breytt úr Toppur. Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegu svari frá Stefáni Magnússyni, markaðsstjóra Coca-Cola European Partners á Íslandi til Vísis. Heimildin greindi frá því að hlutdeild Bonaqua á markaðnum hér á landi sé nú 11-12 prósent. Hún hafi minnkað til muna eftir að nafni drykkjarins var breytt. Vísir reyndi að ná tali af Önnu Regínu Björnsdóttur, forstjóra CCEEP vegna málsins, án árangurs. Nafnabreytingin vakti mikla athygli þegar hún var tilkynnt í júlí. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, gagnrýndi breytinguna meðal annars og sagði miður að íslensku nafni væri kastað fyrir róða. Taki tíma að kynna nýjan drykk „Salan á Bonaqua gengur vel og er samkvæmt áætlun sem við settum okkur í byrjun júlí þegar Bonaqua fór fyrst í sölu,“ segir Stefán í svari sínu til Vísis. „Eins og gefur að skilja þá tekur tíma að kynna nýtt vörumerki og í samburði við sölutölur og dreifingu sem Toppur var með þegar það hætti eftir 30 ár, þá gerum við ráð fyrir að Bonaqua verði komið á sama stað á nýju ári.“ Áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir að hlutdeild Bonaqua á markaði hækki hægt og sígandi eftir því sem fleiri prófi drykkinn og með því að byggja upp vörumerkið með vörunýjungum ásamt sölu- og kynningarstarfi. „Eins og fyrr segir þá er drykkurinn er aðeins búinn að vera 5 mánuði á markaði og við gerum ráð fyrir því að Bonaqua þróist í að verða á sama stað og Toppur var á nýju ári. Svo ætlum við okkur auðvitað að ná enn meiri sölu í framhaldinu.“ Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Tengdar fréttir „Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. 9. ágúst 2023 13:50 Trópí fyrir bí Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. 29. apríl 2019 13:15 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í skriflegu svari frá Stefáni Magnússyni, markaðsstjóra Coca-Cola European Partners á Íslandi til Vísis. Heimildin greindi frá því að hlutdeild Bonaqua á markaðnum hér á landi sé nú 11-12 prósent. Hún hafi minnkað til muna eftir að nafni drykkjarins var breytt. Vísir reyndi að ná tali af Önnu Regínu Björnsdóttur, forstjóra CCEEP vegna málsins, án árangurs. Nafnabreytingin vakti mikla athygli þegar hún var tilkynnt í júlí. Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, gagnrýndi breytinguna meðal annars og sagði miður að íslensku nafni væri kastað fyrir róða. Taki tíma að kynna nýjan drykk „Salan á Bonaqua gengur vel og er samkvæmt áætlun sem við settum okkur í byrjun júlí þegar Bonaqua fór fyrst í sölu,“ segir Stefán í svari sínu til Vísis. „Eins og gefur að skilja þá tekur tíma að kynna nýtt vörumerki og í samburði við sölutölur og dreifingu sem Toppur var með þegar það hætti eftir 30 ár, þá gerum við ráð fyrir að Bonaqua verði komið á sama stað á nýju ári.“ Áætlanir fyrirtækisins geri ráð fyrir að hlutdeild Bonaqua á markaði hækki hægt og sígandi eftir því sem fleiri prófi drykkinn og með því að byggja upp vörumerkið með vörunýjungum ásamt sölu- og kynningarstarfi. „Eins og fyrr segir þá er drykkurinn er aðeins búinn að vera 5 mánuði á markaði og við gerum ráð fyrir því að Bonaqua þróist í að verða á sama stað og Toppur var á nýju ári. Svo ætlum við okkur auðvitað að ná enn meiri sölu í framhaldinu.“
Auglýsinga- og markaðsmál Íslensk tunga Tengdar fréttir „Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. 9. ágúst 2023 13:50 Trópí fyrir bí Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. 29. apríl 2019 13:15 Mest lesið KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Viðskipti innlent „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Atvinnulíf Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Neytendur Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Viðskipti erlent Fleiri fréttir „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Sjá meira
„Af hverju erum við alltaf að forðast íslenskuna?“ Eiríkur Rögnvaldsson, prófessor emiritus í íslenskri málfræði, segir að sér þyki nýtt nafn Rúmfatalagersins, JYSK, sérlega óheppilegt. Óvíst sé hvernig eigi að bera það fram auk þess sem það falli ekki vel inn í íslensku. Aðalatriðið sé þó að einstaka nafnabreytingar skipti ekki máli í stóra samhenginu, heldur hefur Eiríkur áhyggjur af því hvernig þær endurspegla ríkjandi hugmyndir um tungumálið. 9. ágúst 2023 13:50
Trópí fyrir bí Ávaxtasafavörumerkið Trópí, sem hefur fylgt Íslendingum frá árinu 1973, hefur vikið fyrir hinu alþjóðlega Minute Maid. 29. apríl 2019 13:15