Glæpur og refsing kvenna í samtímanum Kristín I. Pálsdóttir og Helena Bragadóttir skrifa 8. desember 2023 09:00 Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Fangelsismál Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Sjá meira
Nýlega tilkynnti dómsmálaráðherra um „stórtækar umbætur í fangelsismálum, með uppbyggingu nýs fangelsis, fjölgun rýma á Sogni og endurskoðun fullnustulaga“. Fá kerfi, ef nokkur, bera skýrari merki mismunandi stöðu kynjanna en réttarvörslukerfið þar sem konur eru um 10% þeirra sem koma til kasta þess. Leið kvenna og karla inn í réttarvörslukerfið er mjög ólík og t.d. er fátítt að konur séu þar vegna ofbeldisdóma. Til marks um ósýnileika kvenna í afbrotatölfræði hefur hún ekki verið aðgengileg í opinberum gögnum Fangelsismálastofnunar heldur falin í ókyngreindri tölfræði þrátt fyrir það markmið jafnréttislaga að tölfræðiupplýsingar séu greindar eftir kyni. Nýlega hefur þó verið kallað eftir afbrotatölfræði um konur á Íslandi á Alþingi. Þar sést að á árunum 2010 til 2020 voru langalgengustu ástæður refsidóma kvenna auðgunarbrot, 26%, og vímuefnabrot, 41%, en ofbeldisbrot voru 1%. Hugtakið „epistemologies of ignorance", eða þekkingarfræði sem byggir á þekkingarskorti, hefur verið notað til að lýsa því að meðferð kvenna hefur fram á okkar daga byggt á þekkingarskorti á sérstökum þörfum kvenna. Þekkt er að rannsóknir á meðferð og úrræðum byggjast oftar en ekki á viðtölum og tölfræði þar sem eingöngu er rætt eða stuðst við gögn um karlmenn. Nú er tækifæri til að byggja upp úrræði sem eru viðeigandi, byggja á þekkingu, eru til betrunar fyrir þær konur sem fá refsidóma og þar með samfélaginu, og börnum þeirra sem hlut eiga að máli, í hag. Konur í fangelsum hafa iðulega orðið fyrir mun alvarlegri glæpum en þeim sem þær eru sakaðar um að hafa framið. Rannsóknir sýna að þær hafa orðið fyrir margvíslegu ofbeldi, yfir helmingur hefur sætt misnotkun og ofbeldi í æsku. Þær hafa því margar búið við margvíslegar refsingar frá fæðingu. Birtingarmynd þess að búa við langvarandi margvíslegt ofbeldi kemur fram í mun verri líkamlegri og andlegri heilsu og þá er ástæða þess að konur komast í kast við lögin iðulega tengd félagslegum aðstæðum eins og fátækt, heimilisleysi og vímuefnavanda. Nú þegar ráðist er í endurskipulagningu og umbætur í fangelsismálum er nauðsynlegt að skoða stöðu kvenna í refsikerfinu sérstaklega út frá nýrri þekkingu og tilmælum alþjóðastofnana, sbr. Bangkok-reglur Sameinuðu þjóðanna. Í skýrslu um áskoranir í vímuefnamálum sem Mannréttindastofnun Sameinuðu þjóðanna gaf út í september er sérstaklega fjallað um konur í refsikerfinu og fíkniefni og bent á þátt fátæktar og þvingana sem endurspegla kerfisbundið kynjamisrétti í samfélaginu almennt. Fæstar konur eiga heima í öryggisfangelsum og hugsa þarf frá grunni ástæður og markmið með refsivist kvenna og móta úrræði í samræmi við bestu þekkingu. Líta má til nýsköpunarverkefnis í Wales þar sem á að byggja upp nýja tegund úrræða fyrir konur í samræmi við að í Bretlandi hafa 60% kvenna í varðhaldi orðið fyrir heimilisofbeldi og 50% eiga við vímuefnavanda að stríða. Kynjaskipting er frumforsenda í vistun kvenna og þær ætti ekki að vista í nálægð við vistunarúrræði karla, slíkt fyrirkomulag skapar ekki öryggi heldur togstreitu. Konurnar þurfa að hafa gott aðgengi að þverfaglegri gagnreyndri vímuefna- og geðheilsuþjónustu og endurhæfingu og koma þarf í veg fyrir félagslega einangrun með því að vista þær nálægt heimili sínu. Ef ætlun kerfisins er að sporna gegn brotastarfsemi og vinna samkvæmt betrunarhugmyndum þarf síðast en ekki síst að huga að því hvað tekur við eftir refsivist. Kristín er talskona Rótarinnar og Helena er geðhjúkrunarfræðingur. Greinin er birt í tengslum við alþjóðlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun