„Mín ábyrgð er talsverð“ Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 4. desember 2023 23:00 Páll Winkel fangelsismálastjóri segir að ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. Vísir/Arnar Meiriháttar athugasemdir eru gerðar við íslenskt fullnustukerfi í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar. Staða húsnæðismála á Litla-Hrauni sé grafalvarleg og ógni heilsu starfsfólks og fanga. Brýnt sé að ráðast í viðhald á meðan framkvæmdir við nýtt fangelsi standi yfir. Fangelsismálastjóri segist lítið geta gert meðan fjármagn skortir. Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim. Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira
Í skýrslunni kemur fram að töluvert sé einnig um að dómar fyrnist, meðal annars vegna plássleysis, eða alls 275 dómar á tíu ára tímabili. Þá þurfi að bæta heilbrigðisþjónustu við fanga, menntun þeirra og önnur úrræði til að fækka endurkomu. Þá kemur fram í skýrslunni að fangelsismálastofnun standi frammi fyrir miklum áskorunum í mannauðsmálum. Starfsánægjukannanir bendi til lélegrar vinnustaðamenningar og menntun starfsmanna sé brotakennd. Fullnustukerfið sé hvorki rekið með þeirri skilvirkni né árangri sem lög geri ráð fyrir. Sjá einnig: Fangelsiskerfið ekki rekið með skilvirkni eða árangri Páll Winkel fangelsismálastjóri ræddi stöðuna í Kvöldfréttum Stöðvar 2. Hann segist ánægður með skýrsluna. „Þarna er óháður sérfræðingahópur búinn að komast að þeirri niðurstöðu hvað þarf að gera í fangelsiskerfinu. Greina hverjir bera ábyrgð á því og hvers vegna þurfi að gera það.“ Í skýrslunni kemur fram að búið sé að skera niður í fangelsismálum í 21 ár. Á sama tíma hafi refsingar þyngst um 75 prósent og skipulögð glæpastarfsemi hafi aukist með tilurð margra nýrra glæpahópa og áskorana. „Og það blasir við á þessum tímapunkti að það verður að bregðast við,“ sagði Páll. Hver er þín ábyrgð? „Mín ábyrgð er talsverð, bara eins og allra annarra. En það blasir hins vegar alveg við að við höfum ekki haft rétt fjármagn til þess að keyra þetta kerfi af fullum afköstum.“ Páll segir Fangelsismálastofnun heldur ekki getað gert það sem hún vilji fyrir starfsfólk hennar. Ekki hafi orðið eðlileg framþróun í fullnustukerfinu fyrr en núna. „Dómsmálaráðherra er búinn að mæla fyrir ansi miklum breytingum sem eru fram undan en fram til þess tíma verður þetta býsna snúið. Og Litla-Hraun er, eins og hefur komið fram, í mjög slæmu ástandi,“ sagði Páll. Er þetta áfellisdómur yfir þinni stofnun? „Nei, ég myndi segja að þetta væru mjög skýr tilmæli frá eftirlitsaðila til stjórnvalda í heild sinni á Íslandi. Að taka til hendinni, gera fangelsiskerfinu kleift að keyra kerfið á fullum afköstum, alltaf. Leyfa okkur að sinna framþróun í kerfinu og sinna starfsfólki og föngum. Því að mitt starfsfólk er alveg búið að fá nóg fyrir löngu síðan.“ Páll segist lítið geta gert í stöðunni núna. „Við þurfum fjármagn til þess að keyra þetta á hundrað prósent afköstum núna. En það verður að gera heildarstefnumótun í þessum málaflokki sem fangelsismálastofnun gerir ekki ein, ekki dómsmálaráðuneytið heldur.“ Það sé verkefni heilbrigðis-, félagsmála-, menntamála- og fjármálaráðuneytisins að auki. Allir þeir aðilar þurfi að koma saman og klára það verkefni sem nú standi frammi fyrir þeim.
Fangelsismál Dómsmál Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Erlent Fleiri fréttir Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Sjá meira