Umfjöllun: Angóla - Ísland 26-26 | Angóla í milliriðil með minnsta mögulega mun Smári Jökull Jónsson skrifar 4. desember 2023 18:35 Sandra var markahæst í íslenska liðinu í dag. EPA-EFE/Beate Oma Dahle Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mun leika um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta eftir jafntefli gegn Angóla í lokaleik sínum í D-riðli. Sigur hefði skilað Íslandi í milliriðil og 16-liða úrslit. Ísland byrjaði leikinn ágætlega, ólíkt viðureignunum gegn Slóveníu og Frakklandi. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik en bæði lið náðu tveggja marka forskoti á einhverjum tímapunkti. Eftir að Ísland komst í 12-10 fór sóknarleikurinn í baklás og Ísland tapaði boltanum klaufalega þrjár sóknir í röð. Angóla nýtti sér það, náði forystunni og leiddi 15-14 í hálfleik. Slæmi kaflinn Slæmi kaflinn kom síðan í byrjun síðari hálfleiks. Það tók Ísland tæpar átta mínútur að skora fyrsta markið og Angóla komst í 19-14 forystu. Íslenska liðið náði hins vegar vopnum sínum á nýjan leik. Hægt og bítandi söxuðu stelpurnar okkar á forskot Angóla og tókst síðan að jafna metin í 21-21 um miðjan síðari hálfleikinn. Eftir það var leikurinn æsispennandi. Angóla náði tveggja marka forystu á ný en aftur jafnaði Ísland. Í stöðunni 24-24 gat Ísland náð forystunni en þrumuskot Theu Imani Sturludóttur small í stönginni. Angóla fékk í kjölfarið ódýrt vítakast en vafadómar féllu ekki með íslenska liðinu í leiknum. Elín Jóna átti enn og aftur góðan leik en hún var valin maður leiksins gegn Frakklandi.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Angóla komst í 26-24 en Ísland minnkaði muninn. Þegar Ísland var síðan á leið upp völlinn í hraða sókn voru gerð mistök á bekknum og íslenska liðið var með of marga leikmenn inni á vellinum. Þetta var í annað sinn í leiknum sem það gerðist. Ísland missti mann af velli og boltann sömuleiðis og þar með fóru þeir litlu möguleikar sem liðið átti. Sandra Erlingsdóttir náði reyndar að jafna þegar tíu sekúndur voru eftir en tíminn var of skammur til að skora markið sem þurfti til að koma Íslandi í milliriðil. Leiknum lauk með 26-26 jafntefli og Angóla fer áfram í milliriðil en Ísland leikur um Forsetabikarinn og færir sig yfir til Fredrikshavn í Danmörku. HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta
Íslenska kvennalandsliðið í handbolta mun leika um Forsetabikarinn á HM kvenna í handbolta eftir jafntefli gegn Angóla í lokaleik sínum í D-riðli. Sigur hefði skilað Íslandi í milliriðil og 16-liða úrslit. Ísland byrjaði leikinn ágætlega, ólíkt viðureignunum gegn Slóveníu og Frakklandi. Jafnt var á nánast öllum tölum í fyrri hálfleik en bæði lið náðu tveggja marka forskoti á einhverjum tímapunkti. Eftir að Ísland komst í 12-10 fór sóknarleikurinn í baklás og Ísland tapaði boltanum klaufalega þrjár sóknir í röð. Angóla nýtti sér það, náði forystunni og leiddi 15-14 í hálfleik. Slæmi kaflinn Slæmi kaflinn kom síðan í byrjun síðari hálfleiks. Það tók Ísland tæpar átta mínútur að skora fyrsta markið og Angóla komst í 19-14 forystu. Íslenska liðið náði hins vegar vopnum sínum á nýjan leik. Hægt og bítandi söxuðu stelpurnar okkar á forskot Angóla og tókst síðan að jafna metin í 21-21 um miðjan síðari hálfleikinn. Eftir það var leikurinn æsispennandi. Angóla náði tveggja marka forystu á ný en aftur jafnaði Ísland. Í stöðunni 24-24 gat Ísland náð forystunni en þrumuskot Theu Imani Sturludóttur small í stönginni. Angóla fékk í kjölfarið ódýrt vítakast en vafadómar féllu ekki með íslenska liðinu í leiknum. Elín Jóna átti enn og aftur góðan leik en hún var valin maður leiksins gegn Frakklandi.EPA-EFE/Beate Oma Dahle Angóla komst í 26-24 en Ísland minnkaði muninn. Þegar Ísland var síðan á leið upp völlinn í hraða sókn voru gerð mistök á bekknum og íslenska liðið var með of marga leikmenn inni á vellinum. Þetta var í annað sinn í leiknum sem það gerðist. Ísland missti mann af velli og boltann sömuleiðis og þar með fóru þeir litlu möguleikar sem liðið átti. Sandra Erlingsdóttir náði reyndar að jafna þegar tíu sekúndur voru eftir en tíminn var of skammur til að skora markið sem þurfti til að koma Íslandi í milliriðil. Leiknum lauk með 26-26 jafntefli og Angóla fer áfram í milliriðil en Ísland leikur um Forsetabikarinn og færir sig yfir til Fredrikshavn í Danmörku.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti