Ungmenni í Hafnarfirði lýsa vonbrigðum með vinnubrögð yfirvalda Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. desember 2023 07:41 Ungmennaráðið gagnrýnir lítið sem ekkert samráð. Aðsend Ungmennaráð Hafnarfjarðar hefur sent frá sér tilkynningu þar sem ráðið lýsir yfir „gríðarlegum vonbrigðum“ með fjárhagsáætlun bæjarins. Ekkert sé fjallað um valdeflingu ungmennaráðs og hagræðingaraðgerðir boðaðar. „Eftir bæjarstjórnarfund í vor lofaði bæjarráð að tekið yrði til greina að auka áhrif ungmennaráðs, t.a.m. með fulltrúa í ráðum og nefndum og með launagreiðslum við vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Slíkt hefur þó því miður ekki verið gert en aðeins er minnst á ungmennaráð einu sinni í drögum að greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem segir að Ungmennaráð skipuleggi sumarstarf ungmenna í samvinnu við Vinnuskólann og fleiri aðila innan bæjarins. Það er ekki hlutverk okkar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt fjárhagsáætluninni standi til að láta grunnskólanema skaffa eigin námsgögn og stytta afgreiðslutíma skólabókasafnanna. „Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709.“ Ungmennaráðið segir að sú staðreynd að hvorki bæjarráð né önnur ráð og nefndir tali lítið sem ekkert við ungmennaráðið um málefni er varða ungmenni í Hafnarfirði sé óásættanlegt. Leggur ráðið fram fimm tillögur: „Ódýrari skólamáltíðir: dregið verði til baka sú umtalsverða hækkun á skólamáltíðum og mismunur endurgreiddur sbr. málefnasamning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Kostnaður minnkaður: dregin verði til baka sú ákvörðun að nemendur komi með eigin skriffæri sjálf í skólann frá og með næsta hausti. Aukin áhrif ungmenna: að ungmennum verði gert kleift að tilnefna fulltrúa á launum í a.m.k. fræðsluráð. Starf að verðleikum: að bæjaryfirvöld meti starf ungmennaráðs að verðleikum og launi nefndarmönnum fyrir fundarsetu. Kynningar: að tryggt verði að allar fjárhagsáætlanir héðan í frá verða vel kynntar ungmennum og öðrum þeim sem eiga hlut að máli.“ Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira
„Eftir bæjarstjórnarfund í vor lofaði bæjarráð að tekið yrði til greina að auka áhrif ungmennaráðs, t.a.m. með fulltrúa í ráðum og nefndum og með launagreiðslum við vinnu á fjárhagsáætlun næsta árs. Slíkt hefur þó því miður ekki verið gert en aðeins er minnst á ungmennaráð einu sinni í drögum að greinargerð með fjárhagsáætlun þar sem segir að Ungmennaráð skipuleggi sumarstarf ungmenna í samvinnu við Vinnuskólann og fleiri aðila innan bæjarins. Það er ekki hlutverk okkar,“ segir í tilkynningunni. Þá segir að samkvæmt fjárhagsáætluninni standi til að láta grunnskólanema skaffa eigin námsgögn og stytta afgreiðslutíma skólabókasafnanna. „Ekki bætir það að skólamatur hefur hækkað í verði og samkvæmt fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar ætlar bærinn enn að niðurgreiða 33% eins og áður. Við biðjum bæinn um að koma í móts við hækkun skólamatar svo að fjölskyldur þurfi ekki að borga meira þrátt fyrir hækkun verðs skólamatar. Stök máltíð fer frá kr. 487 yfir í kr. 709.“ Ungmennaráðið segir að sú staðreynd að hvorki bæjarráð né önnur ráð og nefndir tali lítið sem ekkert við ungmennaráðið um málefni er varða ungmenni í Hafnarfirði sé óásættanlegt. Leggur ráðið fram fimm tillögur: „Ódýrari skólamáltíðir: dregið verði til baka sú umtalsverða hækkun á skólamáltíðum og mismunur endurgreiddur sbr. málefnasamning Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Kostnaður minnkaður: dregin verði til baka sú ákvörðun að nemendur komi með eigin skriffæri sjálf í skólann frá og með næsta hausti. Aukin áhrif ungmenna: að ungmennum verði gert kleift að tilnefna fulltrúa á launum í a.m.k. fræðsluráð. Starf að verðleikum: að bæjaryfirvöld meti starf ungmennaráðs að verðleikum og launi nefndarmönnum fyrir fundarsetu. Kynningar: að tryggt verði að allar fjárhagsáætlanir héðan í frá verða vel kynntar ungmennum og öðrum þeim sem eiga hlut að máli.“
Hafnarfjörður Börn og uppeldi Mest lesið „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra Innlent Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Fleiri fréttir Allt tiltækt slökkvilið á Brimnesi „Ég vísa ekki beint í þessa skýrslu“ Glæpastarfsemi á Íslandi orðin jafn mikil og á Norðurlöndum „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Tvö prósent vilja Heiðu sem borgarstjóra Brostnar forsendur, ný könnun og fyrrverandi nýnasisti „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Skólameistarinn á Egilsstöðum næstur í röðinni Forsendur séu brostnar vegna játningar ráðherra „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Sjá meira