„Snerist um brjóta vonina þeirra“ Valur Páll Eiríksson skrifar 1. desember 2023 23:25 Þórir braut von Austurríkis um úrslit svo sannarlega snemma í kvöld. EPA-EFE/Zsolt Czegledi Þórir Hergeirsson, þjálfari ríkjandi heims- og Evrópumeistara Noregs, var að vonum ánægður með yfirgnæfandi sigur hans kvenna á Austurríki í C-riðli heimsmeistaramótsins í kvöld. Lykillinn var að drepa von andstæðingsins, sem tókst snemma. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan. HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Noregur keyrði hraðann upp snemma í kvöld og gjörsamlega keyrði yfir austurríska liðið, sem var fyrirfram talið sterkasta liðið í þeirra riðli - að Noregi undanskildum. Lokatölur 45-28 fyrir Noreg. Leikurinn var svo þægilegur fyrir þær norsku að Nora Mörk, sem kom inn í hópinn í dag eftir að hafa hvílt gegn Grænlandi, sat allan tímann á bekknum. Hennar var ekki þörf. Þórir hafði eðlilega undan litlu að kvarta í leikslok. „Þetta var mjög vel unnið hjá stelpunum. Góður undirbúningur, þær voru fókuseraðar í gær þegar við vorum að fara yfir leik austurríska liðsins. Þetta er svolítið hættulegt lið, þetta eru ungar stelpur sem hafa sýnt miklar framfarir síðustu árin,“ segir Þórir í samtali við Vísi. „Þær eru svolítið eitraðar ef þær eru ekki teknar alvarlega. Þær hafa verið að góða leiki í undirbúningi við sterk lið þannig að okkur fannst mikilvægt að spila góða vörn og keyra svolítið á þær og brjóta vonina þeirra um að geta strítt okkur. Svo er fínt líka að geta fengið alla í gang.“ Klippa: Snerist um að brjóta von andstæðingsins Noregur drap alla von Austurríkis svo sannarlega snemma. Merkilegt var að sjá Herbert Müller, þjálfara Austurríkis, taka leikhlé í stöðunni 3-0 þegar aðeins tvær mínútur og fimm sekúndur voru liðnar af leiknum. Þetta er ekki innsláttarvilla, hann tók leikhlé eftir tvær mínútur og fimm sekúndur. Það breytti litlu fyrir austurríska liðið sem sá aldrei til sólar. Líkt og Þórir nefndi komust margar í gang en þrettán leikmenn komust á blað hjá þeim norsku í kvöld. Henny Reistad stóð upp úr er hún skoraði tíu mörk úr ellefu skotum og var valin maður leiksins að honum loknum. Á blaðamannafundi eftir leik lofaði Müller norska liðið í hástert og líkti leik kvöldsins við leik kattarins að músinni. Fáir sem sáu leikinn munu leiðrétta þá staðhæfingu. Frábært að spila á heimavelli eftir vesen 2020 Noregur spilar á heimavelli hér í Stafangri og stemningin var afar góð er rúmlega fimm þúsund manns voru saman komin í DNB-höllinni. Aðspurður hvort það fylgi því meiri pressa að spila á heimavelli segir Þórir það heldur þeim mun skemmtilegra að fá heimaleiki. Sérstaklega í ljósi þess að EM 2020 sem átti að fara fram í Noregi og Danmörku færðist alfarið til Danmerkur sökum kórónuveirufaraldursins. „Það er eiginlega spurning um nálgun á svona. Við reynum bara að líta á þetta sem frábært. Við áttum að spila hérna á Evrópumótinu 2020 en fengum ekki útaf Covid-reglum, þannig að við spiluðum í Danmörku. Þetta er frábært. Það er ofsalega gaman að fá að spila í fullri höll með norska stuðningsmenn,“ „Þær eiga bara að njóta þess og líta meira á þetta sem plús.“ segir Þórir. Viðtalið við Þóri má sjá í spilaranum að ofan.
HM kvenna í handbolta 2023 Noregur Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Í beinni: Liverpool - Wolves | Kemst toppliðið aftur á sigurbraut? Enski boltinn Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Körfubolti Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Fleiri fréttir Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sviptur HM vegna mistaka í lyfjaprófi Sigursteinn setti fjórtán ára son sinn inn á gólfið í Olís deildinni Fyrsti sigur FH-inga á árinu kom þeim í toppsætið Danir fela HM-styttuna Svaðilför og svik umboðsmanns: „Þeir eiginlega bara gengu fram af mér“ Orri Freyr fullkominn í Meistaradeildinni í kvöld Framarar á toppinn eftir sigur á Akureyri Aron sá eini sem spilaði í Íslendingaslag Keyptu stærstu stjörnu Noregs af Íslendingaliðinu Frábær útisigur Magdeburg í Pólland „Hefði verið algjörlega brjálaður ef dæminu hefði verið snúið við“ „Þetta var skrautlegur handboltaleikur“ Eyjakonur náðu í fyrsta stigið sitt í 123 daga Sigvaldi sá eini sem komst á blað í Meistaradeildinni Agnar Smári semur til ársins 2027 Uppgjörið: Haukar - ÍBV 28-24 | Eyjamenn sjálfum sér verstir Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu „Mátt kvarta ef þú ert með einhverja hugmynd til að leysa vandamálið“ Hve há eru launin hjá besta handboltamanni heims? „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Uppgjörið: Valur - FH 33-26 | Sannfærandi heimasigur á Hlíðarenda og toppbaráttan herðist Sjá meira