„Kassann út og berum enga virðingu fyrir þeim“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 15:00 Elín Jóna Þorsteinsdóttir fékk frumraun á HM í afmælisgjöf. Vísir/Valur Páll Elín Jóna Þorsteinsdóttir, markvörður íslenska kvennalandsliðsins, er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Frakkland á HM í dag. Leikmenn liðsins þurfi að mæta Frökkum af fullum krafti. Ísland tapaði fyrir Slóveníu í fyrsta leik þar sem slæm byrjun hafði mikið að segja. Stelpurnar okkar sýndu mikinn karakter til að vinna sig inn í leikinn þó svo að úrslitin hafi ekki fallið með liðinu. „Ég var bara svo stolt af liðinu. Mér fannst við svo flottar að vinna okkur aftur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Jú sárt að vinna ekki leikinn eða ná jafntefli en fyrst og fremst ótrúlega stolt og það sýnir karakter að við getum komið til baka gegn svona sterku liði.“ segir Elín Jóna sem vonast til að mesti taugatitringurinn sé farinn eftir frumraunina. „Vonandi. Við verðum að sjá hvernig við gírum okkur í leikinn á móti Frakklandi, vonandi getum við strítt þeim og sýnt hvað í okkur býr.“ Klippa: Stolt af stelpunum Fá eitthvað út úr hverjum leik Ísland mæti þá ekki í leik dagsins til þess eins að taka þátt. „Við erum geggjað góðar og við viljum fá eitthvað út úr öllum leikjum. Ef ekki sigur eða jafntefli þá allavega eitthvað í reynslubankann. Við viljum gefa þeim leik þó við vitum að þær séu á pappírnum betri,“ „Ég býst við því að við setjum kassann út og berum enga virðingu fyrir þeim þegar komið er inn á völlinn,“ segir Elín Jóna. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. 30. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Ísland tapaði fyrir Slóveníu í fyrsta leik þar sem slæm byrjun hafði mikið að segja. Stelpurnar okkar sýndu mikinn karakter til að vinna sig inn í leikinn þó svo að úrslitin hafi ekki fallið með liðinu. „Ég var bara svo stolt af liðinu. Mér fannst við svo flottar að vinna okkur aftur inn í leikinn eftir þessa erfiðu byrjun. Jú sárt að vinna ekki leikinn eða ná jafntefli en fyrst og fremst ótrúlega stolt og það sýnir karakter að við getum komið til baka gegn svona sterku liði.“ segir Elín Jóna sem vonast til að mesti taugatitringurinn sé farinn eftir frumraunina. „Vonandi. Við verðum að sjá hvernig við gírum okkur í leikinn á móti Frakklandi, vonandi getum við strítt þeim og sýnt hvað í okkur býr.“ Klippa: Stolt af stelpunum Fá eitthvað út úr hverjum leik Ísland mæti þá ekki í leik dagsins til þess eins að taka þátt. „Við erum geggjað góðar og við viljum fá eitthvað út úr öllum leikjum. Ef ekki sigur eða jafntefli þá allavega eitthvað í reynslubankann. Við viljum gefa þeim leik þó við vitum að þær séu á pappírnum betri,“ „Ég býst við því að við setjum kassann út og berum enga virðingu fyrir þeim þegar komið er inn á völlinn,“ segir Elín Jóna. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. 30. nóvember 2023 22:30 Mest lesið Lífvörðurinn bannaður: „Leyfið mér að hjálpa Messi“ Fótbolti „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ Íslenski boltinn Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Íslenski boltinn Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin Íslenski boltinn „Ég veit bara að þetta er mjög vont“ Fótbolti Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti Tárin streymdu hjá gömlu United-hetjunni Fótbolti Í beinni: Arsenal - Fulham | Hörkuleikur í Lundúnum Enski boltinn Leik lokið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Körfubolti Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Sjá meira
Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. 30. nóvember 2023 22:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða