„Það er mjög skrýtið“ Valur Páll Eiríksson skrifar 2. desember 2023 13:00 Elín Rósa Magnúsdóttir er afar spennt fyrir því að mæta Frökkum. Vísir/Valur Páll Elín Rósa Magnúsdóttir átti frábæra innkomu í leik Íslands við Slóveníu í fyrsta leik landsliðsins á HM í handbolta í fyrradag. Hún er afar spennt fyrir leik dagsins við Ólympíumeistara Frakka. Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast. Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira
Leikurinn við Slóveníu var kaflaskiptur. Úrslitin voru svekkjandi en umgjörðin mikil, Íslendingar háværir í stúkunni og þá voru flestir leikmenn Íslands að þreyta frumraun sína á þessu sviði. Tilfinningarnar eftir leik voru eftir því tvískiptar. „Þetta voru stórar tilfinningar. Mikil gleði og maður var stoltur af sjálfum sér en á sama tíma svekktur miðað við hvernig leikurinn spilaðist. En aðallega mikið stolt,“ segir Elín Rósa. Engin pressa Elín kom afar vel inn af bekknum í íslenska liðið en þrátt fyrir ungan aldur kveðst hún ekki hafa verið stressuð. Aðspurð um hvað fór í gegnum hausinn þegar hún átti að koma inn á segir hún: „Ekkert rosalega mikið, bara að reyna mitt besta og reyna að hjálpa liðinu. Það er engin pressa á manni, þannig séð. Nema sú sem maður setur á sjálfan sig. Það var bara að gera sitt besta,“ „Ég vildi bara spila minn leik og nýta mína styrkleika.“ Skrýtið að bíða eftir matnum með Frökkunum Ólympíumeistarar Frakklands eru næsta verkefni og ljóst að um gífurlega erfitt verkefni er að ræða. Elín segir hins vegar spennandi að fá að máta sig við bestu leikmenn heims. „Það er ótrúlega spennandi og skemmtilegt að fá svona stóra leiki. Þetta er mikil reynsla fyrir okkur, við erum með ungt lið,“ segir Elín sem segir þá sérstakt að deila hóteli með franska liðinu. „Það er mjög skrýtið að vera að mæta þeim í matarröðinni, en líka bara skemmtilegt.“ Klippa: Ættum að geta strítt þeim aðeins Það var bersýnilegt stress í íslenska liðinu í fyrsta leik við Slóveníu sem fór ekki vel af stað. En í ljósi styrks andstæðings morgundagisns, getur liðið farið þeim mun pressulausara í leikinn á morgun? „Það er meiri pressa á þeim að taka okkur auðveldlega. Það er fínt tækifæri fyrir okkur og vonandi að þær vanmeti okkur aðeins,“ „Það eru alveg möguleikar. Við vorum í fínum leik á móti Angóla og ættum að geta strítt þeim aðeins,“ segir Elín Rósa. Viðtalið má sjá í heild að ofan. Ísland mætir Frakklandi klukkan 17:00 í DNB-Arena í Stafangri í dag. Vísir fylgir liðinu eftir hvert fótmál og færir allar nýjustu fréttir af liðinu eftir því sem þær berast.
Mest lesið Maðurinn sem stal derhúfu af barni biðst afsökunar Sport Sætur sigur hjá Sveindísi sem reiddist og sparkaði í skilti Fótbolti Forseti UEFA hrósar Íslandi en segir brýna nauðsyn að fá betri klefa Fótbolti Pressan gríðarleg eftir eyðslu sumarsins Enski boltinn Þegar átján ára Doncic fíflaði Hlyn Körfubolti Grimsby notaði ólöglegan leikmann gegn United en slapp með sekt Enski boltinn Biturðin lak af tilkynningu um Isak Enski boltinn Furðu lostinn eftir fordæmalausan brottrekstur Fótbolti „Sjáum af hverju hann er að reyna koma honum í liðið“ Enski boltinn „Gulrótin að vinna og henda Slóveníu úr mótinu“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu Viktor Gísla fá hópknús eftir að hafa tryggt Barcelona titil Sigursteinn framlengir við FH HSÍ skiptir út merki sambandsins Valur meistari meistaranna Stjörnumenn gerðu vel úti í Rúmeníu Íslensku stelpurnar með tíu mörk saman í flottum sigri „Stórkostlegur dagur og stórkostlegt kvöld“ Ómar Ingi skoraði úr ellefu fyrstu skotunum og endaði með fimmtán mörk Haukur Þrastar byrjar mjög vel með Ljónunum Uppgjörið: FH - Veszprém 22-32 | Takk Aron Aron spilar síðasta leikinn: „Held að ég sé ekki búinn að gleyma öllu“ Strákarnir hans Guðjóns Vals byrja tímabilið vel Ágúst strax kominn með titil hjá Álaborg Íslenska tríóið grátlega nálægt titli Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Stjarnan er meistari meistaranna „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Sjá meira