Kláði, verkir, bólgur og sýkingar algeng vegna myglunnar á Reykjalundi Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 1. desember 2023 18:30 Þær Árdís Björk Almarsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga, Halldóra Árnadóttir gjaldkeri, María Finnsdóttir félagsráðgjafi, Halldóra Árnadóttir, gjaldkeri, María Finnsdóttir ritari og Ásgerður hjúkrunarfræðingur stóðu allar í flutningum á Reykjalundi í dag vegna myglu. Vísir/Einar Tugir starfsmanna Reykjalundar þurftu að rýma húsnæði sitt í dag vegna myglu og lélegra loftgæða. Talið er að hluti þess sé ónýtt. Starfsfólk og sjúklingar hafa þurft frá að hverfa til skemmri og lengri tíma vegna veikinda. Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag. Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Starfsfólk á Reykjalundi brást hratt við tíðindum frá í gær um að stór hluti húsnæðisins væri myglað. Í dag stóðu yfir flutningar úr fimm sýktum álmum Reykjalundar og smáhýsum á lóð endurhæfingarmiðstöðvarinnar. Óvíst er hvort og hvenær starfsfólk getur flutt aftur í tvær álmur þar sem þær eru taldar svo heilsuspillandi. „Mikið sjokk“ Árdís Björk Almarsdóttir framkvæmdastjóri lækninga á Reykjalundi var í óðaönn að flytja frá C-álmu sem er er afar illa farið í annað húsnæði á endurhæfingarmiðstöðinni. „Það er auðvitað mikið sjokk þegar verið að loka svona stórum hluta húsnæðisins en fólk bjóst við þessu að hluta. Það er töluverður fjöldi starfsmanna sem hefur þurft að vera frá til lengri eða skemmri tíma. Einkennin eru allt frá höfuðverk, kláða, öndunarfærasýkingum og ennisholubólgum. Þá hafa sumir sjúklingar sem hafa búið í smáhýsunum sem eru sýkt þurft að hætta meðferð vegna slíkra einkenna,“ segir Árdís. Halldóra Árnadóttir gjaldkeri hefur starfað á Reykjalundi í 40 ár. Hún segist ekki sjálf hafa fundið fyrir einkennum en sumir hafi þolað ástandið afar illa. „Stúlkan sem hefur verið hérna við hliðina á mér hefur unnið heima síðustu tvo mánuði, hún þolir ekki við. Hún hefur reynt að koma aftur á skrifstofuna en það gengur ekki hún fær alltaf aftur slæm einkenni. Fólk kvartar yfir kláða, höfuðverk og ertingu í öndunarvegi. Þetta er alls konar,“ segir Halldóra sem bætir við að hún muni þó sakna plássins sem sé bæði rúmt og útsýnið gott. Gæti haft áhrif á starfsemina Næstum tuttugu starfsmenn C-álmunnar fluttu í annað húsnæði á vegum Reykjalundar í dag. Þar voru margir sem höfðu fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Það voru flestir búnir að finna einhver einkenni, kinnholubólgur, hæsi, hálsærindi, höfuðverki, kláði. Það er ýmislegt sem við höfum fundið síðustu misseri sögðu þær Ásgerður og Yrja Dögg sem voru að flytja sig um set frá C-álmu. Þær sögðu að nú þyrfti teymið á deildinni að flytja sig hingað og þangað og það gæti óneitanlega haft áhrif á starfsemina. María Finnsdóttir félagsráðgjafi á C-deild sagði marga hafa fundið fyrir einkennum vegna myglunnar. „Ég er sjálf búin að vera með kinnholusýkingu í sjö vikur og er búin með tvo sýklalyfjakúra. Ég veit ekki hvort það tengist þessari myglu en það er ekki ólíklegt,“ sagði María. Alls missa 32 af 180 starfsmönnum með þessu starfsaðstöðu sína auk þess sem hluta þess gistirýmis sem nýst hefur fólki af landsbyggðinni þarf að loka alfarið. Forstjóri Reykjalundar sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að stjórnvöld verða að stíga inn í og greiða fyrir viðhald á húsnæði stofnunarinnar. Enn hafa ekki komið viðbrögð þaðan samkvæmt upplýsingum fréttastofu í dag.
Mygla Heilsa Heilbrigðismál Mosfellsbær Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira