Komu höndum yfir ætlanir Hamas fyrir ári Samúel Karl Ólason skrifar 1. desember 2023 14:33 Áætlað er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásum Hamas þann 7. október. Ísraelar voru sannfærðir um að leiðtogar samtakanna hefðu ekki getu né vilja til að gera þessar árásir. Ísraelskir embættismenn komu höndum yfir árásaráætlanir Hamas fyrir árásirnar þann 7. október fyrir meira en ári síðan. Áætlunin var þó flokkuð sem óraunhæf, miðað við getu Hamas, og hunsuð. Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Áætlunin, sem fékk heitið „Jericho Wall“ hjá yfirvöldum í Ísrael lýsti, samkvæmt blaðamönnum New York Times sem hafa séð hana, nákvæmlega hvernig árásir Hamas-liða voru gerðar í október og leiddu til dauða um 1.200 manns. Í umræddu skjali, sem telur fjörutíu blaðsíður, er lýst hvernig hægt væri að brjóta leið gegnum varnir Ísraela kringum Gasaströndina í skyndiáhlaupi, taka stjórn á ísraelskum borgum og gera áhlaup á mikilvægar herstöðvar Ísraelshers á svæðinu. Í grein NYT segir að Hamas-liðar hafi fylgt þessari áætlun eftir þann 7. október. Árásirnar hafi byrjað á umfangsmiklum eldflaugaárásum á Ísrael, svo hermenn leituðu skjóls í byrgjum, og drónaárásum á varðstöðvar á landamærunum sem ætlað var að granda öryggismyndavélum og fjarstýrðum vélbyssum. Eftir það segir áætlunin að vígamenn eigi að streyma inn í Ísrael í gegnum göt á landamæragirðingunum, á svifdrekum mótorhjólum og annarskonar farartækjum. Þetta gerðist allt þann 7. október en talið er að um þrjú þúsund manns hafi tekið þátt í árásunum. Óljóst er hve margir þeirra voru meðlimir Hamas eða annarra vígahópa. Blaðamenn NYT segja að skjalið innihaldi upplýsingar um varnir Ísraela á svæðinu, mikilvæga innviði og aðrar viðkvæmar upplýsingar. Það veki spurningar um hvernig leiðtogar Hamas-öfluðu þessara upplýsingar og hvort einhverju hafi verið lekið til þeirra. Skjalinu var dreift milli leiðtoga í ísraelska hernum og innan leyniþjónusta landsins. Þar var komist að þeirri niðurstöðu að Hamas hefði ekki burði til að gera árásir sem þessar. Í grein NYT segir að óljóst sé hvort Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísrael, og aðrir af æðstu leiðtogum ríkisins hafi séð skjalið. Varaði við æfingu Hamas Í sumar varaði reyndur greinandi í einni af leyniþjónustum Ísrael við því að Hamas-liðar virtust hafa gert umfangsmikla æfingu sem líktist áætlunum í umræddu skjali. Æfingin hefði tekið heilan dag og verið í samræmi við Jericho Wall. „Þetta er áætlun um að hefja stríð. Ekki til að ráðast á eitt þorp.“ Þessi viðvörun greinandans var einnig hunsuð. Í einrúmi segja embættismenn að hefði verið brugðist við viðvöruninni og áðurnefndu skjali og hefði herinn sent liðsauka til suðurs, hefði mögulega verið hægt að koma í veg fyrir árásina. Innan stjórnkerfis Ísrael ríkti sú staðfasta trú að leiðtogar Hamas hefðu hvorki getu né vilja til að gera árásir eins og þær sem gerðar voru í október. Þessi trú hefði verið svo rótgróin að vísbendingar um annað hefðu verið hunsaðar.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Hernaður Tengdar fréttir Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44 Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03 Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36 Mest lesið Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Innlent Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Innlent Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sjá meira
Vopnahlé runnið út í sandinn á Gasa Friðurinn á Gasa er úti eftir að ísraelsher gerði loftárásir á Rafah borg í suðurhluta Gasa strandarinnar í morgun. 1. desember 2023 06:44
Mannskæð skotárás í Jerúsalem Þrír Ísraelar létu lífið og 16 særðust þegar tveir Palestínumenn hófu skothríð á biðskýli strætisvagna í vesturhluta Jerúsalemborgar í morgun, samkvæmt ísraelskum lögregluyfirvöldum. 30. nóvember 2023 23:03
Þrír ísraelskir gíslar taldir af eftir sprengingar Ísraelshers Samningaviðræður Ísraels og Hamas um framlengingu vopnahlés leystust upp í dag þegar Hamas tilkynnti að fjölskylda ísraelskra gísla hafi látið lífið í sprengingu Ísraelshers á Gasaströndina í morgun. Tíu mánaða barn sé þar á meðal. 29. nóvember 2023 18:36