Hvers vegna erum við ófær um að læra af sögunni? Bergljót Davíðsdóttir skrifar 1. desember 2023 13:30 Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Sjá meira
Hvað skilur á milli okkar og annarra Norðurlanda þar sem ríkir stöðugleiki Manneskjan virðist vera ófær um að læra af sögunni. Þrátt fyrir miklar breytingar og neysluvenjur okkar séu gjörólíkar nú og upp úr miðri síðustu öld, er samt hægt að skoða hvernig stjórnvöld réðust á vandann og leystu hann. Nefni því kjarasamninga sem gerðir voru í kringum 1970 og gengu undir nafninu Lofleiðasamningarnir, vegna þess að þar bjuggu samningsaðilar meira eða minna á meðan samið var. Samningarnir gengu út á bæta kjör vinnandi stétta án beinna launahækkana, eða hógværari öllu heldur. En hæst bar að ríkið kom að samningunum og lofaði að lána 80% byggingarkostnaðar til þeirra sem voru undir ákveðnum tekjumörkum. Það var nákvæmlega það sem verkafólk, já ekki bara verkafólk heldur nutu allir góðs af samningum og uppbyggingu innviða í kjölfarið. Það hefur sýnt ekki bara sinni, heldur alltaf að beinar launahækkanir fara beint út í verðlagið. Bein launahækkun veldur verðbólgu. Það hefur sagan kennt okkur án þess að við horfumst í augu við afleiðingarnar. Þegar fólk fær í fyrsta sinn greidd laun samkvæmt nýjum samningum, er öll hækkun fuðruð upp í hækkun vöruverðs. Og verðbólgan æðir af stað. Skömmu fyrir fyrrnefnda samningalotu 1970 hafði verið gerður samningur við ríkið um uppbyggingu Breiðholtsins og Framkvæmdanefnd byggingaáætlana sett á laggirnar, sem byggði fleiri þúsund íbúðir allt til ársins 1985. Á hinn bóginn varð verðbólgan yfirgengileg á þessum árum. En ástæðan var ekki þessi áætlun eða samningarnir út af fyrir sig heldur var ýmislegt annað, sem menn sáu ekki fyrir. sem olli því. Ég ætla ekki að fara út í þá sálma að útskýra. En breytir ekki því sem gerðist í kjölfarið, getum við lært Hvers vegna rauk verðbólgan af stað þá og hvaða lærdóm getum við dregið af því? Ég velti einnig fyrir mér hvað það sé hér á landi sem veldur því að við erum alltaf að berjast við verðbólgu, en á hinum Norðurlöndunum búa menn við meiri stöðugleika. Hvers vegna getum við ekki sótt þekkingu frá grönnum okkar og spurt hvað er það sem við gerum rangt en þau rétt? Jú við vitum að í þeim löndum byggir allt stjórnarfar á gömlum merg og viðhorf önnur, En samt vaknar upp í mér sú spurning hvort stjórnskipunin hér eigi eitthvað sammerkt með stjórnvöldum S-Ameríku og ríkjum Afríku. Hvernig væri að skoða þá staðreynd betur og spyrja hvað getum við lært eða hvað er það sem sameinar okkur og terkið síðan á þeim vanköntum?Við vitum að þau ríki eiga ekki langa sögu, sem byggir á föstum merg og menning ólík, en lýðræði er ungt, ef lýðræði mætti kalla. Bananalýðveldi, köllum við þau með fyrirlitningu og teljum okkur langt yfir þau hafin. En höfum við efni á því, er það ekki einmitt mergurinn málsins að við erum ung sjálfstæð þjóð, rétt eins og mörg þeirra og kann vandinn að vera sprottinn að einhverju leyti út frá því? ÉG ER EKKI AÐ SEGJA AÐ ÞAÐ LEYSI ALLAN VANDA, EN ÞAÐ HLÝTUR AÐ VERA OKKUR ÖLLUM HOLT AÐ SKOÐA AFTUR FYRIR OKKUR. Þannig sjáum við hvað fór úrskeiðis og hvaða lærdóm má draga af því. Það er nauðsynlegt að læra af öðrum ríkjum sem njóta farsældar og stöðugleika. Og ekki síst af sögunni og okkar stuttu reynslu og reka sig ekki aftur og aftur á sama vegginn. Höfundur er blaðamaður.
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun