Alþjóðasamtök ljúga að Palestínumönnum Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar 1. desember 2023 13:01 Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Finnur Thorlacius Eiríksson Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Refsa fyrst, spyrja svo? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Undanfarnar sjö vikur hafa fjölmiðlar haldið úti stöðugum fréttaflutningi um stríðsástandið fyrir botni Miðjarðarhafs. Margir velta réttilega fyrir sér hvers vegna engin langtímalausn hafi fundist á þessari leiðu deilu og sitt sýnist hverjum um hver beri höfuðsökina. Í þessum pistli mun ég færa rök fyrir því að sú sekt skrifist á alþjóðastofnanir, sérstaklega undirstofnanir Sameinuðu þjóðanna, ekki síst UNRWA. Staðreyndin er sú að þessi samtök hafa áratugum saman matað Palestínumenn af lygum. Þessar lygar eru til þess fallnar að viðhalda deilu Palestínumanna og Ísraela um ókomna tíð. Það er sérstakt áhyggjuefni að margar af eftirfarandi lygum eru nánast orðnar að heilögum kennisetningum í hugum fulltrúa Palestínumanna: 1) Að skiptingartillagan sem var dregin upp af Sameinuðu þjóðunum árið 1947 hafi falið í sér löggild landamæri. 2) Að vopnahléslínur frá 1949 milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu væru löggild landamæri. 3) Að Ísrael bæri lagaleg skylda til að bjóða alla afkomendur palestínskra flóttamanna velkomna sem ríkisborgara. Allar þessar margtuggnu staðhæfingar eru rangar. En að hvaða leyti? 1) Skiptingartillaga Sameinuðu þjóðanna var einungis ráðgefandi og auk þess var henni hafnað af fulltrúum Palestínumanna. 2) Vopnahléslínurnar milli Ísraels, Egyptalands og Jórdaníu voru aldrei löggild landamæri. Vopnahléssamningarnir kváðu á um að þessar línur gætu einungis haft tímabundið gildi (Sjá grein V.2 hér og grein VI.9 hér). 3) Ísrael ber engin skylda til að veita milljónum afkomenda Palestínumanna sem hafa fæðst á erlendri grundu ríkisborgararétt (sjá bls. 191 í þessari bók). Að lokum má nefna að þær ályktanir Sameinuðu þjóðanna sem eru sagðar renna stoðum undir ríki Palestínumanna fela eingöngu í sér pólitískar yfirlýsingar, ekki gild alþjóðalög (Sjá grein 3 hér). Í ljósi alls þessa er í hæsta máta fyrirlitlegt af UNRWA, Amnesty og öðrum alþjóðlegum hjálparsamtökum að gefa Palestínumönnum falskar vonir um sjálfstætt ríki og draga upp ranga mynd af alþjóðalögum. Alþjóðalög eru skýr. Þau „viðurkenna ekki almennan rétt hópa fólks til að einhliða lýsa yfir aðskilnaði frá ríki“ (Sjá grein 6 hér). Afstaða UNRWA, Amnesty og annarra slíkra samtaka gagnvart öðrum þjóðabrotum er einnig eftirtektarverð í þessu samhengi. Ekki ljúga þessi samtök að Böskum á Spáni að þeir geti eignast þjóðríki. Ekki ljúga þau heldur að Tamílum á Srí Lanka. Eða Tíbetum og Úígúrum í Kína. Eða Berbum, Koptum, Kúrdum og Rohingjum. En hvers vegna ljúga þau þá að Palestínumönnum að þeir eigi sjálfgefinn rétt til þjóðríkis? Þar sem Spánn, Srí Lanka, Kína og önnur ríki liggja ekki undir sama þrýstingi að veita minnihlutaþjóðum sjálfstæði er eina rökrétta ályktunin að það sé eitthvað sérstakt við Ísrael sem skýrir þennan afstöðumun. Það skyldi þó ekki vera vegna þess að meirihluti íbúa Ísraels eru Gyðingar? Hvernig sem því líður, hafa ofangreind alþjóðasamtök beitt öllum brögðum til að knésetja Ísrael, jafnvel með því að fara rangt með alþjóðalög. Ítrekaðar ásakanir þessara samtaka á hendur Ísraels um að brjóta alþjóðalög koma því úr hörðustu átt. Myndu Palestínumenn leggja niður vopn sín ef UNRWA og félagar létu af þessari orðræðu? Það er ólíklegt, en án skýjaborganna um sjálfstætt ríki myndu vafalaust færri Palestínumenn finna sig knúna til að stunda hryðjuverkahernað gegn Ísraelsríki. Þeir myndu í staðinn leita leiða sem fælu í sér málamiðlanir og gerðu ekki kröfu um að Ísrael myndi bókstaflega láta af hendi allt sitt landsvæði „frá ánni að sjónum“. Þessum pistli fylgir því áskorun til alþjóðastofnanna – UNRWA, Amnesty og annarra – um að hætta að ljúga að Palestínumönnum. Höfundur er stjórnarmeðlimur MIFF (Með Ísrael fyrir friði) á Íslandi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun