Fékk sama fjölda í hádegismat og fyrir skjálftana Árni Sæberg skrifar 30. nóvember 2023 22:16 Vilhjálmur J. Lárusson er hvergi banginn. Vísir Veitingamaður í Grindavík opnaði veitingastað sinn í fyrsta skipti eftir rýmingu bæjarins í dag. Hann fékk um 150 manns í hádegismat. Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík. Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Vilhjálmur J. Lárusson rekur Sjómannastofuna Vör í Grindavík og þurfti eins og aðrir grindvískir veitingamenn að skella í lás þann 11. nóvember síðastliðinn, þegar bærinn var rýmdur. Líf er að kvikna á ný í Grindavík og atvinnurekstur hefur verið heimiliður í nokkra daga. Vilhjálmur ákvað að slá til í dag og hafa opið í hádeginu. Fréttamaður leit við hjá honum og víðar í Grindavík í dag. „Það gekk bara mjög vel og við lokuðum hérna klukkan tvö. Það hafa verið um 150 manns hérna í hádeginu, sem er bara fínt,“ segir Vilhjálmur. Hann segir það jafnast á við venjulegan dag fyrir upphaf skjálftahrinunnar en að hann hafi ekki búist við svo mörgum í dag. Hann segir flesta gesti hafa verið iðnaðarmenn sem nú vinna í bænum þrátt fyrir þær hörmungar sem ganga yfir. Þó hafi nokkrir kíkt í hádegismat sem voru að huga að heimilum sínum. „Væntanlega að nota klósettið hér af því að þú mátt ekki nota klósettið heima hjá þér.“ Hljóðið í þeim hafi verið gott og að þeir stefni allir að því að koma heim aftur. Ætlar heim fyrir jól Vilhjálmur segist munu hafa opið eins lengi og hann getur. Á morgun verði boðið upp á kalkúnabringur og fisk. „Ég verð með opið þangað til að það fer að gjósa, ef það gerist.“ Þá er hann staðráðinn í því að halda jólin heima hjá sér. „Já, ég er þar. Ég veit ekki hvernig aðrir ætla að hafa það. En hjá mér verða jólin og áramótin í Grindavík.
Grindavík Veitingastaðir Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48 Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14 Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Sjá meira
Bjuggust ekki við 25 metra djúpri holu 25 metra djúp hola sem nær niður í grunnvatn kom í ljós í íbúðargötu í Grindavík í dag. Ljóst er að jarðvegur er enn á hreyfingu í bænum. Greint var frá þessu í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í kvöld. 30. nóvember 2023 21:48
Orkuverið í Svartsengi aftur tengt Landsnet tilkynnti rétt í þessu að orkuverið í Svartsengi sé aftur tengt inn á flutningskerfið. Svartsengislína 1, línan á milli Svartsengis og Rauðamels hafði verið tekin út fyrr í dag. 30. nóvember 2023 20:14