Skýrsla Vals: HM er okkar heimavöllur Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 22:30 Íslenska liðið má vera stolt af sinni frammistöðu í kvöld. EPA-EFE/Beate Oma Stelpurnar okkar sýndu frábæra frammistöðu í rúmar 45 mínútur gegn sterku liði Slóveníu í dag. Eftir upphafskaflann hefði mér ekki dottið í hug að hugsunin „djöfull hefðum við getað unnið þennan leik“ væri efst í huga eftir leik. Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira
Efasemdirnar um íslenska liðið voru einhverjar fyrir mót. Liðið hefur ekki farið á stórmót í háa herrans tíð, fékk svo hálfgerðan boðsmiða á heilt heimsmeistaramót og tapaði öllum þremur undirbúningsleikjum sínum í aðdragandanum. Byrjun leiksins á móti Slóveníu í dag dró ekki úr þeim efasemdum. Arnar Pétursson var að stýra liði í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma Ég var sokkinn heldur djúpt ofan í sætið þegar Slóvenía var komin 11-4 yfir eftir tæpar þrettán mínútur í dag. Stelpurnar okkar voru stífar sóknarlega og tóku ótímabær skot sem fæst hittu einu sinni markrammann. Hinum megin á vellinum var staðan eiginlega verri og það var síst Hafdísi Renötudóttur að kenna að hún varði ekki skot á upphafskaflanum. Galopin lína og horn, auðveld seinnibylgju- og hraðaupphlaupsmörk. Slóvenía var að leika sér. Svo hvarf bara taugaskjálftinn. Hann bara fór. Veit ekki hvert. Thea negldi einum í skeytin, við unnum boltann strax og Perla skoraði úr hraðaupphlaupi. Þá stóð ég upp úr sætinu sem ég var kominn svo djúpt í. Ég settist ekki aftur. Stemningin var geggjuð í íslenska hluta stúkunnar.EPA-EFE/Beate Oma Eftir að hafa fengið á sig ellefu mörk á upphafskaflanum myndaðist baráttuandi og stemning í vörninni. Slóvenía skoraði bara fimm mörk það sem eftir lifði hálfleiks og munurinn þrjú mörk í hléi. Við vorum nálægt því fyrir hlé en það náðist loksins í seinni að minnka niður í tvö mörk. Svo eitt. En þá vantaði gamla góða herslumuninn. Við misstum Slóvenana aftur frá okkur og sex marka tap gefur tæplega rétta mynd af leiknum. Enda unnum við 21-20 eftir upphafskaflann. Stelpurnar voru geggjaðar og það segir sitt þegar maður er öskrandi við hvert mark og hvern tapaðan bolta. Flestir leikmenn liðsins voru að spila á þessu risasviði í fyrsta sinn. Allir tapaðir boltar, öll færaklúður og allar brottvísanir eru þetta mikið dýrari á stóra sviðinu. Slóvenía hefur reynsluna fram yfir íslenska liðið og það sýndi sig. Við sáum frábæra frammistöðu frá leikmönnum sem eru á sínu fyrsta stórmóti og sérstaklega vil ég nefna Elínu Rósu Magnúsdóttur. Við tökum margt jákvætt úr þessu er klisjan. Hún á við ef skrekkurinn er horfinn. Leikmennirnir lærðu. Eins og landsliðsþjálfarinn segir: „Við erum á vegferðinni“. Lærdómskúrfan beinir okkur á tind og í dag var brattur kafli í henni. Frammistaðan í brekkunni var að stórum hluta góð en heilt yfir á litið var tapið líklega sanngjarnt. En stelpurnar sýndu eitt: Þær eiga heima á þessu sviði. HM er okkar heimavöllur. Kvennalandsliðið syngur með þjóðsögnum. Flestar hverjar í fyrsta sinn á stórmóti.EPA-EFE/Beate Oma
HM kvenna í handbolta 2023 Landslið kvenna í handbolta Mest lesið Bjóða dómurum í WNBA ókeypis LASIK aðgerðir Körfubolti Munkur slær í gegn á Opna breska Golf „Búin að segja við Sölva síðan ég kom að hann á mig inni í níunni“ Sport „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ Íslenski boltinn „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Íslenski boltinn Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Íslenski boltinn „Hvert færi og hver sókn var nánast bara mark“ Sport Jota í frægðarhöll Úlfanna Fótbolti Uppgjörið: Víkingur R. - Malisheva 8-0 | Víkingar gjörsigruðu gestina Fótbolti Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Fleiri fréttir Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Aron ráðinn til FH Vilja dæma handboltamann í fimm ára bann Hafnaði ágengum Egyptum en er til í að taka við félagsliði Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Færeyingar unnu bronsið á HM U21 í handbolta Senda konurnar í Evrópukeppni en ekki karlana Aðeins Færeyingurinn öflugi hefur búið til fleiri mörk á HM en Elmar Færeyingar töpuðu eftir tvíframlengdan leik Forsetabikarinn rann Íslandi úr greipum Ákvæði í samningi Andra tengt brotthvarfi föður hans Norðmenn græddu á því að halda HM í handbolta Kraftaverk Færeyinga: „Þurfum alla leikmenn sem við getum fengið“ Barðist fyrir Viggó við erfiðar aðstæður: „Ég vildi þetta ekki“ Rúnar framlengir og fer í nýtt hlutverk hjá Fram Íslendingar völtuðu yfir Mexíkó á HM Allir hræðist Gísla Þorgeir: „Þekktasta nafnið í handboltaheiminum“ Sjá meira