ESB styður við íslenska háskóla Lucie Samcová-Hall Allen skrifar 1. desember 2023 08:01 Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár. Það eru engir smápeningar og óska ég Aurora samstarfinu og Háskóla Íslands til hamingju með styrkinn. Árið 2018 hrinti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stað nýrri áætlun sem miðar að því að efla samstarf meðal háskóla í Evrópu á öllum starfssviðum með tilliti til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Þessi metnaðarfulla áætlun hlaut nafngiftina „Evrópska háskólaáætlunin“ (e. European Universities Initiative) og er fyrst og fremst fjármögnuð í gegnum Erasmus+, sem margir íslendingar þekkja vel. Þverfagleg og þverþjóðleg nálgun er nauðsynleg til að takast á við þær stóru áskoranir sem að standa komandi kynslóðum fyrir þrifum, svo sem loftslagsvá, ógn gegn lýðræði, og að nýta þau tækifæri sem leynast í stafrænni byltingu. Því hefur Evrópusambandið ákveðið að úthluta hvorki meira né minna en 168 milljörðum króna (1,1 miljarða €) til þessa evrópska háskólasamstarfs á fjárlagatímabilinu 2021-2027 í gegnum Erasmus+. Evrópsk “háskólabandalög” líkt og Aurora fela í sér mikinn ávinning m.a. með því að bæta alþjóðlega samkeppnishæfni háskólastofnana í Evrópu, sem og að efla evrópsk gildi og sjálfsmynd. Háskólabandalögin skapa einnig fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla innan bandalagsins þar sem háskólar stuðla markvisst að gerð sameiginlegra námsleiða og námskeiða. Sömuleiðis geta akademískir starfsmenn háskóla eflt samstarf sín á milli og stundað rannsóknir og kennslu í háskólum innan bandalagsins. Í dag eru um 50 evrópsk háskólabandalög til innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. Af þeim eru þrír íslenskir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í NeurotechEU, ásamt átta öðrum háskólum, sem er samstarfsverkefni fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni. NeurotechEU bandalagið hlaut um 2,2 milljarða króna í styrk frá ESB, í sumar. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í UNIgreen (The Green European University) bandalaginu ásamt sjö öðrum háskólum og á síðasta ári hlaut samstarfið um 960 milljónir íslenskra króna í styrk frá ESB. Íslenskar háskólastofnanir hafa rétt til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum sem þessum og njóta aðgengis að ógrynni styrkja þökk sé EES-samningsins. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um jákvætt og mikilvægt samstarf sem EES-samningurinn hefur leitt af sér. Á næsta ári fögnum við því að 30 ár eru liðin frá gildistöku EES-samningsins og ég vil bjóða þér að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum sem haldnir verða á næstu misserum í tilefni stórafmælis samningsins. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Evrópusambandið Háskólar Mest lesið Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Sakar aðra um það sem hún gerir sjálf Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun „Þú verður aldrei nóg“ - Ástæður þess að kerfið bregst innflytjendum Ian McDonald skrifar Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar Skoðun Ofurgróði sjávarútvegs? – Hættið að afvegaleiða! Elliði Vignisson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun „Fáum við einkunn fyrir þetta?“ Hulda Dögg Proppé skrifar Skoðun Hrossakjöt, hroki og hleypidómar Kristján Logason skrifar Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að byggja upp á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Fiskeldi og samfélagsábyrgð Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Pólitískt raunsæi og utanríkisstefna Íslands Ragnar Anthony Antonsson Gambrell skrifar Skoðun Vorstjarnan hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Fylgið fór vegna fullveldismáls Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er Ísrael ennþá útvalin þjóð Guðs? Ómar Torfason skrifar Skoðun Flokkurinn hans Gunnars Smára? Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku hlotnaðist mér sá heiður að flytja ræðu á upphafsviðburði Aurora 2030, sem er nýjasti kafli Aurora háskólasamstarfsins. Háskóli Íslands tekur þátt í Aurora samstarfinu ásamt átta erlendum háskólum og undir forystu Háskóla Íslands hlaut samstarfið, í sumar, tæplega tveggja milljarða króna styrk frá Evrópusambandinu sem nær yfir fjögur ár. Það eru engir smápeningar og óska ég Aurora samstarfinu og Háskóla Íslands til hamingju með styrkinn. Árið 2018 hrinti framkvæmdastjórn Evrópusambandsins af stað nýrri áætlun sem miðar að því að efla samstarf meðal háskóla í Evrópu á öllum starfssviðum með tilliti til kennslu, rannsókna og nýsköpunar. Þessi metnaðarfulla áætlun hlaut nafngiftina „Evrópska háskólaáætlunin“ (e. European Universities Initiative) og er fyrst og fremst fjármögnuð í gegnum Erasmus+, sem margir íslendingar þekkja vel. Þverfagleg og þverþjóðleg nálgun er nauðsynleg til að takast á við þær stóru áskoranir sem að standa komandi kynslóðum fyrir þrifum, svo sem loftslagsvá, ógn gegn lýðræði, og að nýta þau tækifæri sem leynast í stafrænni byltingu. Því hefur Evrópusambandið ákveðið að úthluta hvorki meira né minna en 168 milljörðum króna (1,1 miljarða €) til þessa evrópska háskólasamstarfs á fjárlagatímabilinu 2021-2027 í gegnum Erasmus+. Evrópsk “háskólabandalög” líkt og Aurora fela í sér mikinn ávinning m.a. með því að bæta alþjóðlega samkeppnishæfni háskólastofnana í Evrópu, sem og að efla evrópsk gildi og sjálfsmynd. Háskólabandalögin skapa einnig fjölbreytt tækifæri fyrir nemendur til að stunda hluta af námi sínu við aðra háskóla innan bandalagsins þar sem háskólar stuðla markvisst að gerð sameiginlegra námsleiða og námskeiða. Sömuleiðis geta akademískir starfsmenn háskóla eflt samstarf sín á milli og stundað rannsóknir og kennslu í háskólum innan bandalagsins. Í dag eru um 50 evrópsk háskólabandalög til innan áætlunarinnar sem samanstanda af meira en 430 háskólum. Af þeim eru þrír íslenskir háskólar, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík og Landbúnaðarháskóli Íslands. Háskólinn í Reykjavík tekur þátt í NeurotechEU, ásamt átta öðrum háskólum, sem er samstarfsverkefni fremstu rannsóknaháskóla Evrópu á sviði taugatækni. NeurotechEU bandalagið hlaut um 2,2 milljarða króna í styrk frá ESB, í sumar. Landbúnaðarháskóli Íslands tekur þátt í UNIgreen (The Green European University) bandalaginu ásamt sjö öðrum háskólum og á síðasta ári hlaut samstarfið um 960 milljónir íslenskra króna í styrk frá ESB. Íslenskar háskólastofnanir hafa rétt til þátttöku í evrópskum samstarfsverkefnum sem þessum og njóta aðgengis að ógrynni styrkja þökk sé EES-samningsins. Þetta er eitt af fjölmörgum dæmum um jákvætt og mikilvægt samstarf sem EES-samningurinn hefur leitt af sér. Á næsta ári fögnum við því að 30 ár eru liðin frá gildistöku EES-samningsins og ég vil bjóða þér að taka þátt í hinum ýmsu viðburðum sem haldnir verða á næstu misserum í tilefni stórafmælis samningsins. Höfundur er sendiherra Evrópusambandsins á Íslandi.
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Skoðun Rafbíllinn er ekki bara umhverfisvænn – hann er líka hagkvæmari Óskar Páll Þorgilsson skrifar
Skoðun Laun kvenna og karla í aðildarfélögum ASÍ og BSRB árið 2024 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Sjávarútvegur er undirstöðuatvinnuvegur – ekki einangruð tekjulind Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun