Banna réttindabaráttu hinsegin fólks Samúel Karl Ólason skrifar 30. nóvember 2023 17:09 Frá Pétursborg árið 2013. Réttindi hinsegin fólks hafa dregist mjög saman í Rússlandi á undanförnum árum. AP Hæstiréttur Rússlands hefur samþykkt kröfu dómsmálaráðuneytisins um að skilgreina „alþjóðlegu LGBT hreyfinguna“ sem öfgasamtök. Engin slík samtök eru til en úrskurðurinn bannar í raun réttindabaráttu hinsegin fólks í Rússlandi. Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna. Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Óttast er að hægt yrði að nota úrskurðinn til að fangelsa fólk fyrir það að sýna regnbogafána. Úrskurðurinn er talinn veita yfirvöldum Rússlands víðar heimildir gegn óskilgreindum einstaklingum eða samtökum sem gætu verið talinn heyra undir þessa illa skilgreindu hreyfingu. Í frétt Moscow Times segir að hæstaréttardómari hafi komist að þessari niðurstöðu eftir fjögurra klukkustunda fund með starfsmönnum dómsmálaráðuneytisins í dag. Moscow Times segir engin samtök til í Rússlandi sem falli undir þessa skilgreiningu. Aðgerðasinnar reyndu að fá samtök skráð svo þeir gætu skráð sig sem varnaraðilar í málaferlunum en Hæstiréttur meinaði þeim aðkomu. Þegar ákvörðunin var tekin í dag var enginn í herberginu nema dómarinn og tveir starfsmenn ráðuneytisins. Engar upplýsingar hafa verið eða verða gefna upp um málaferlin, þar sem um lokað þinghald var að ræða. Oleg Nefedov, hæstaréttardómari, í dómsal í dag.AP/Alexander Zemlianichenko Ráðuneytið gaf út fyrr í dag að aðgerðir „LGBT hreyfingarinnar“ í Rússlandi ýtti undir sundrung í samfélaginu og því hafi verið reynt að fá hreyfinguna skilgreinda sem öfgasamtök. Réttindi hinsegin fólks hafa verið takmörkuð mjög eftir að Rússar gerðu innrás í Úkraínu í febrúar í fyrra. Bannaði „áróður“ í fyrra Vladimír Pútín, forseti Rússlands, skrifaði í desember í fyrra undir lög sem bönnuðu „LGBT áróður“, barnaníð og kynleiðréttingar, samkvæmt frétt Moscow Times. Ríkisstjórn Pútíns hefur notað ný lög sem sett voru á í kjölfar innrásarinnar og ætlað er að vernda heiður rússneska hersins gegn stökum mótmælendum, samtökum og frjálsum fjölmiðlum í Rússlandi. Pútín hefur um árabil herjað á réttindi hinsegin fólks í Rússland. Mannréttindasamtökin Amnesty International segja úrskurð Hæstaréttar vera skammarlegan og fáránlegan. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir að hann veiti yfirvöldum í Rússlandi heimild til að banna alfarið öll samtök LGBTQ+ fólks, brjóta á réttindum þeirra og ofsækja þau. „Þetta mun hafa áhrif á fjölda fólks og afleiðingarnar munu mögulega verða ekkert annað en hræðilegar,“ sagði Marie Struthers, yfirmaður Amnesty í Austur-Evrópu og Mið-Asíu, við AP fréttaveituna.
Rússland Hinsegin Vladimír Pútín Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira