Stefnumörkun frá 1850, frjálsar listir og Háskóli Íslands Atli Harðarson skrifar 30. nóvember 2023 11:30 Um miðja nítjándu öld tóku stjórnvöld í Kaupmannahöfn ákvörðun um stúdentspróf sem síðan mótaði æðri menntun Danmörku. Sú skipan sem þá var komið á er oft kennd við Johan Nicolai Madvig en hann var menningarmálaráðherra frá 1848 til 1851. Með henni var horfið frá því að láta háskólann annast undirbúning fyrir sérhæft nám. Um leið var námsefni fyrsta árs í háskólanum flutt í framhaldsskóla sem þá voru kallaðir lærðir skólar (á dönsku lærde skoler). Meginhugmynd Madvigs var að almennri menntun háskólaborgara lyki með stúdentsprófum frá lærðu skólunum en háskóli snerist um sérhæfingu. Á þessum tímum var aðeins einn skóli Íslandi sem bjó fólk undir háskólanám og námsskipan hans var breytt til samræmis við stefnuna í Danmörku. Landið heyrði undir Danakonung og Íslendingar sem sóttu háskóla fóru til Kaupmannahafnar. Stefnumörkunin frá árunum kringum 1850 gilti því líka hér. Frjálsar listir og háskólar í Bandaríkjunum Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heimsótti St. Lawrence háskóla í New York fylki fyrir fáeinum vikum síðan. Sá skóli leggur áherslu á almenna menntun. Hann er það sem þarlendir kalla „liberal arts college.“ Í Bandaríkjunum skipta slíkir háskólar hundruðum og njóta virðingar. Við flesta þeirra hafa nemendur töluvert val um hvernig þeir setja nám sitt saman. Sá sem velur til dæmis líffræði sem aðalgrein getur varið drjúgum hluta námstímans í tungumál, sagnfræði, tölvufræði, heimspeki eða annað sem skólinn býður upp á. Nám í frjálsum listum á að stuðla að víðsýni, almennri þekkingu og getu til skynsamlegrar rökræðu fremur en að gera nemendur að sérfræðingum í einni grein eða búa þá undir eitt starf. Orðalagið „frjálsar listir“ á íslensku og „liberal arts“ á ensku er sótt til lærdómsmanna í Rómaveldi eins og Cicero (á fyrstu öld f. Kr.) og Seneca (á fyrstu öld e. Kr.) sem notuðu orðin „artes liberales“ til að lýsa hugsjónum sínum um menntun sem þeir töldu hæfa frjálsum mönnum. Lærdómurinn sem þeir höfðu mestar mætur á var vísindi, heimspeki, bókmenntir og listir sem þróuðust á Grikklandi nokkrum öldum fyrr. Seinna, þegar komið var fram á miðaldir, var víða talað um hinar sjö frjálsu listir sem æðri skólar kenndu. Þær voru málfræði, mælskulist, rökfræði, rúmfræði, talnafræði, tónlist og stjörnufræði. Á seinni tímum er orðalagið ekki tengt þessum námsgreinum sérstaklega heldur er það notað um breiða almenna menntun sem færir nemendum vitsmunalegan þroska og skilning á menningu, náttúru og samfélagi. Ákvörðunin um verkaskiptingu framhaldsskóla og háskóla sem tekin var í Danmörku um 1850 á sér ekki samsvörun í bandarískri skólasögu. Vestan hafs hefur menntakerfið þróast öðru vísi en í flestum Evrópulöndum. Fyrir vikið er fjöldi bandarískra háskólaborgara með almenna menntun í frjálsum listum fremur en sérmenntun í einni grein. Til viðbótar má svo nefna að skil skólastiga þar eru öðru vísi en hjá okkur. Þar eru grunn- og framhaldsskóli samtals tólf ár og þar af er framhaldsskólinn fjögur. Nám í háskóla til bakkalárgráðu (fyrstu háskólagráðu) er í flestum tilvikum fjögur ár en ekki þrjú eins og hér. Ætti Háskóli Íslands að bjóða upp á nám í frjálsum listum? Á síðustu árum hafa allnokkrir háskólar í Evrópu sótt fyrirmyndir til Bandaríkjanna og tekið að bjóða bakkalárnám í frjálsum listum þar sem hver nemandi leggur stund á margar námsgreinar. Þetta svarar kalli tímans enda þarf sífellt meiri lærdóm til að átta sig á tilverunni og geta lagt gott til í rökræðum um heill okkar og farsæld. Ef til vill er kominn tími til að endurskoða þá stefnu sem mörkuð var í ráðherratíð Madvigs fyrir rúmlega eitt hundrað og sjötíu árum. Ég hef starfað við Háskóla Íslands um árabil og þykist þekkja hann allvel. Að mínu viti hefur skólinn allt sem þarf til að bjóða upp á gott nám í frjálsum listum, sambærilegt við það sem stundað er við virta „liberal arts colleges“ í Bandaríkjunum. Það er trúlega vel hægt að búa til 15 til 60 eininga pakka í fjölmörgum fræðigreinum án þess að stofna til margra nýrra námskeiða eða hrófla mikið við námsleiðum sem fyrir eru. Nemandi getur þá sett saman þriggja ára nám úr nokkrum slíkum pökkum. (Eitt námsár er 60 einingar og bakkalárpróf alls 180 einingar.) Ég held að það sé erfitt að vita fyrir fram hvað yrði mikil aðsókn að námi af þessu tagi. Mér þykir þó vel trúlegt að til sé hópur fólks sem getur hugsað sér að starfa við ferðaþjónustu og vill til dæmis læra jarðfræði, Íslandssögu, ferðamálafræði og eitt eða fleiri erlend tungumál á háskólastigi. Mér þykir líka vel líklegt að margt fólk sem hefur áhuga á að starfa við fjölmiðla vilji blandað nám af þessu tagi. Einnig er vert að nefna að gildandi lög um kennaramenntun gera fólki fremur auðvelt að afla sér kennsluréttinda eftir bakkalárpróf sem er samsett úr mörgum greinum og sennilega hefur skólakerfið þörf fyrir fólk með slíka menntun. Það er til dæmis vel líklegt að þetta sé greiðasta leiðin til að fjölga kennurum sem eru sæmilega undir það búnir að kenna raungreinar á unglingastigi grunnskóla. Mér finnst líka trúlegt að svona námstækifæri fjölgi þeim sem halda áfram að læra erlend tungumál eftir lok framhaldsskóla og ekki veitir af. Síðast en ekki síst nefni ég sem rök fyrir þessari tillögu að stjórnmálin og samfélagsumræðan þurfa á fólki að halda sem býr í senn yfir víðsýni og þekkingu á mörgum sviðum. Atli Harðarson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Háskólar Atli Harðarson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Uppruni ADHD Óttar Guðmundsson Bakþankar Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Sjá meira
Um miðja nítjándu öld tóku stjórnvöld í Kaupmannahöfn ákvörðun um stúdentspróf sem síðan mótaði æðri menntun Danmörku. Sú skipan sem þá var komið á er oft kennd við Johan Nicolai Madvig en hann var menningarmálaráðherra frá 1848 til 1851. Með henni var horfið frá því að láta háskólann annast undirbúning fyrir sérhæft nám. Um leið var námsefni fyrsta árs í háskólanum flutt í framhaldsskóla sem þá voru kallaðir lærðir skólar (á dönsku lærde skoler). Meginhugmynd Madvigs var að almennri menntun háskólaborgara lyki með stúdentsprófum frá lærðu skólunum en háskóli snerist um sérhæfingu. Á þessum tímum var aðeins einn skóli Íslandi sem bjó fólk undir háskólanám og námsskipan hans var breytt til samræmis við stefnuna í Danmörku. Landið heyrði undir Danakonung og Íslendingar sem sóttu háskóla fóru til Kaupmannahafnar. Stefnumörkunin frá árunum kringum 1850 gilti því líka hér. Frjálsar listir og háskólar í Bandaríkjunum Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég heimsótti St. Lawrence háskóla í New York fylki fyrir fáeinum vikum síðan. Sá skóli leggur áherslu á almenna menntun. Hann er það sem þarlendir kalla „liberal arts college.“ Í Bandaríkjunum skipta slíkir háskólar hundruðum og njóta virðingar. Við flesta þeirra hafa nemendur töluvert val um hvernig þeir setja nám sitt saman. Sá sem velur til dæmis líffræði sem aðalgrein getur varið drjúgum hluta námstímans í tungumál, sagnfræði, tölvufræði, heimspeki eða annað sem skólinn býður upp á. Nám í frjálsum listum á að stuðla að víðsýni, almennri þekkingu og getu til skynsamlegrar rökræðu fremur en að gera nemendur að sérfræðingum í einni grein eða búa þá undir eitt starf. Orðalagið „frjálsar listir“ á íslensku og „liberal arts“ á ensku er sótt til lærdómsmanna í Rómaveldi eins og Cicero (á fyrstu öld f. Kr.) og Seneca (á fyrstu öld e. Kr.) sem notuðu orðin „artes liberales“ til að lýsa hugsjónum sínum um menntun sem þeir töldu hæfa frjálsum mönnum. Lærdómurinn sem þeir höfðu mestar mætur á var vísindi, heimspeki, bókmenntir og listir sem þróuðust á Grikklandi nokkrum öldum fyrr. Seinna, þegar komið var fram á miðaldir, var víða talað um hinar sjö frjálsu listir sem æðri skólar kenndu. Þær voru málfræði, mælskulist, rökfræði, rúmfræði, talnafræði, tónlist og stjörnufræði. Á seinni tímum er orðalagið ekki tengt þessum námsgreinum sérstaklega heldur er það notað um breiða almenna menntun sem færir nemendum vitsmunalegan þroska og skilning á menningu, náttúru og samfélagi. Ákvörðunin um verkaskiptingu framhaldsskóla og háskóla sem tekin var í Danmörku um 1850 á sér ekki samsvörun í bandarískri skólasögu. Vestan hafs hefur menntakerfið þróast öðru vísi en í flestum Evrópulöndum. Fyrir vikið er fjöldi bandarískra háskólaborgara með almenna menntun í frjálsum listum fremur en sérmenntun í einni grein. Til viðbótar má svo nefna að skil skólastiga þar eru öðru vísi en hjá okkur. Þar eru grunn- og framhaldsskóli samtals tólf ár og þar af er framhaldsskólinn fjögur. Nám í háskóla til bakkalárgráðu (fyrstu háskólagráðu) er í flestum tilvikum fjögur ár en ekki þrjú eins og hér. Ætti Háskóli Íslands að bjóða upp á nám í frjálsum listum? Á síðustu árum hafa allnokkrir háskólar í Evrópu sótt fyrirmyndir til Bandaríkjanna og tekið að bjóða bakkalárnám í frjálsum listum þar sem hver nemandi leggur stund á margar námsgreinar. Þetta svarar kalli tímans enda þarf sífellt meiri lærdóm til að átta sig á tilverunni og geta lagt gott til í rökræðum um heill okkar og farsæld. Ef til vill er kominn tími til að endurskoða þá stefnu sem mörkuð var í ráðherratíð Madvigs fyrir rúmlega eitt hundrað og sjötíu árum. Ég hef starfað við Háskóla Íslands um árabil og þykist þekkja hann allvel. Að mínu viti hefur skólinn allt sem þarf til að bjóða upp á gott nám í frjálsum listum, sambærilegt við það sem stundað er við virta „liberal arts colleges“ í Bandaríkjunum. Það er trúlega vel hægt að búa til 15 til 60 eininga pakka í fjölmörgum fræðigreinum án þess að stofna til margra nýrra námskeiða eða hrófla mikið við námsleiðum sem fyrir eru. Nemandi getur þá sett saman þriggja ára nám úr nokkrum slíkum pökkum. (Eitt námsár er 60 einingar og bakkalárpróf alls 180 einingar.) Ég held að það sé erfitt að vita fyrir fram hvað yrði mikil aðsókn að námi af þessu tagi. Mér þykir þó vel trúlegt að til sé hópur fólks sem getur hugsað sér að starfa við ferðaþjónustu og vill til dæmis læra jarðfræði, Íslandssögu, ferðamálafræði og eitt eða fleiri erlend tungumál á háskólastigi. Mér þykir líka vel líklegt að margt fólk sem hefur áhuga á að starfa við fjölmiðla vilji blandað nám af þessu tagi. Einnig er vert að nefna að gildandi lög um kennaramenntun gera fólki fremur auðvelt að afla sér kennsluréttinda eftir bakkalárpróf sem er samsett úr mörgum greinum og sennilega hefur skólakerfið þörf fyrir fólk með slíka menntun. Það er til dæmis vel líklegt að þetta sé greiðasta leiðin til að fjölga kennurum sem eru sæmilega undir það búnir að kenna raungreinar á unglingastigi grunnskóla. Mér finnst líka trúlegt að svona námstækifæri fjölgi þeim sem halda áfram að læra erlend tungumál eftir lok framhaldsskóla og ekki veitir af. Síðast en ekki síst nefni ég sem rök fyrir þessari tillögu að stjórnmálin og samfélagsumræðan þurfa á fólki að halda sem býr í senn yfir víðsýni og þekkingu á mörgum sviðum. Atli Harðarson er prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands.
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar