„Þetta er orðið raunverulegt núna. Við erum búnar að taka þátt í þessu æfingamóti en komnar núna á aðalstaðinn og erum klárar að fara að byrja þetta,“ segir Þórey Anna.
Langþráður draumur sé að rætast, að fá loksins að spila á stórmóti fyrir Íslands hönd.
„Ég veit varla hvernig maður á að lýsa þessu. Þetta er búið að vera draumur, að fá að keppa á stórmóti sem er loksins að verða að veruleika. Maður er rosalega stoltur af stelpunum og þetta er geðveikt gaman,“ segir Þórey Anna.
En hvernig mun Ísland nálgast verkefni dagsins?
„Við ætlum bara nálgast þetta með réttu hugarfari og reyna að byggja ofan á það sem við höfum verið að gera. Við ætlum að spila okkar leik með íslenska hjartað og mæta fullar sjálfstrausts í þetta verkefni,“ segir Þórey Anna.
Viðtalið má sjá að ofan.
Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi og gerð góð skil.