„Núna er komið að alvörunni“ Valur Páll Eiríksson skrifar 30. nóvember 2023 11:01 Sunna Jónsdóttir er fyrirliði íslenska liðsins. Vísir/Diego Landsliðsfyrirliðinn Sunna Jónsdóttir er klár í slaginn fyrir leik Íslands við Slóveníu á HM kvenna í handbolta í dag. Hún naut góðs af hvíld gegn Angóla á sunnudaginn var. Sunna kann vel við sig í Noregi eftir að hafa búið þar um hríð fyrir nokkrum árum. „Ég bjó í Noregi og er með mikla Noregsnostalgíu. Þetta er bara ótrúlega ljúft og gott,“ segir Sunna. Eitthvað af norskunni sitji þá eftir. „Maður reynir alltaf.“ Klippa: Maður var náttúrulega algjör kjúlli Mikil spenna Stemningin sé góð í hópnum. Spennan sé eðlilega afar mikil fyrir fyrsta leiknum á stórmóti í yfir áratug. „Stemningin er ótrúlega góð. Þetta er flottur og vel samstilltur hópur. Við finnum eftir að við komum hingað til Stafangurs að þetta er smá breytt. Það er mikill spenningur en samt smá ró,“ „Við erum mjög spenntar og ég finn á hópnum að okkur langar þetta ótrúlega mikið. Við ætlum okkur hluti. Þetta æfingamót gerði okkur gott og losaði um smá skrekk þar. Núna er komið að alvörunni,“ segir Sunna. Sunna var hvíld í leiknum við Angóla á æfingamótinu á sunnudaginn var en kveðst ekki vera að glíma við nein meiðsli og er klár í slaginn. „Ég er orðin aðeins ein af þeim eldri og ég fékk smá hvíld. Þær sem komu inn stóðu sig ótrúlega vel og ég er bara klár í alla leiki,“ segir Sunna. „Algjör kjúlli síðast“ Sunna er ein tveggja í hópnum, ásamt herbergisfélaga sínum Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem áður hefur farið á stórmót. Hún segir stöðu sína vera aðeins öðruvísi en þá. „Maður var náttúrulega algjör kjúlli síðast og engin pressa á manni. Við tvær sem höfum farið, við vissum svo sem alveg hvað við værum að fara út í. Þetta er miklu stærra svið, með fjölmiðla og allt miklu meira um sig. Við vorum meðvitaðar um það, þetta er erfitt en líka skemmtilegt,“ segir Sunna. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi. Allar helstu fregnir af landsliðinu má einnig finna á sportvefnum eftir því sem þær berast. Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30 „Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00 Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01 Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Sunna kann vel við sig í Noregi eftir að hafa búið þar um hríð fyrir nokkrum árum. „Ég bjó í Noregi og er með mikla Noregsnostalgíu. Þetta er bara ótrúlega ljúft og gott,“ segir Sunna. Eitthvað af norskunni sitji þá eftir. „Maður reynir alltaf.“ Klippa: Maður var náttúrulega algjör kjúlli Mikil spenna Stemningin sé góð í hópnum. Spennan sé eðlilega afar mikil fyrir fyrsta leiknum á stórmóti í yfir áratug. „Stemningin er ótrúlega góð. Þetta er flottur og vel samstilltur hópur. Við finnum eftir að við komum hingað til Stafangurs að þetta er smá breytt. Það er mikill spenningur en samt smá ró,“ „Við erum mjög spenntar og ég finn á hópnum að okkur langar þetta ótrúlega mikið. Við ætlum okkur hluti. Þetta æfingamót gerði okkur gott og losaði um smá skrekk þar. Núna er komið að alvörunni,“ segir Sunna. Sunna var hvíld í leiknum við Angóla á æfingamótinu á sunnudaginn var en kveðst ekki vera að glíma við nein meiðsli og er klár í slaginn. „Ég er orðin aðeins ein af þeim eldri og ég fékk smá hvíld. Þær sem komu inn stóðu sig ótrúlega vel og ég er bara klár í alla leiki,“ segir Sunna. „Algjör kjúlli síðast“ Sunna er ein tveggja í hópnum, ásamt herbergisfélaga sínum Þóreyju Rósu Stefánsdóttur, sem áður hefur farið á stórmót. Hún segir stöðu sína vera aðeins öðruvísi en þá. „Maður var náttúrulega algjör kjúlli síðast og engin pressa á manni. Við tvær sem höfum farið, við vissum svo sem alveg hvað við værum að fara út í. Þetta er miklu stærra svið, með fjölmiðla og allt miklu meira um sig. Við vorum meðvitaðar um það, þetta er erfitt en líka skemmtilegt,“ segir Sunna. Leikur Íslands og Slóveníu hefst klukkan 17:00 og verður lýst beint á Vísi. Allar helstu fregnir af landsliðinu má einnig finna á sportvefnum eftir því sem þær berast.
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Tengdar fréttir „Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30 „Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00 Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01 Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00 PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Handbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
„Hugrakkar, ákveðnar og keyrum vel á þær“ Arnar Pétursson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í handbolta, er spenntur fyrir komandi leik við Slóveníu - hans fyrsta með liðið á stórmóti. Erfitt sé hins vegar að rýna í slóvenska liðið. 29. nóvember 2023 23:30
„Örugglega erfiðara fyrir mig en hann“ Þær eru nokkrar mæðurnar í landsliðshópi Íslands sem hefur keppni á HM í handbolta á morgun. Þær segja erfitt að vera í burtu frá börnunum en búa að sterku baklandi. 29. nóvember 2023 20:00
Dómaramútur og skrautsendingar í harðri jólakeppni Herbergisfélagarnir Sunna Jónsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir ætla sér sigur í jólaskreytingakeppni milli landsliðskvenna í handbolta í kvöld. Slegið var til keppninnar milli herbergja til að létta á stressi kvöldið fyrir fyrsta leik á HM. 29. nóvember 2023 17:01
Bitist um tónlistina: „Hún byrjaði að spila kántrí!“ Skiptar skoðanir eru um tónlist innan íslenska landsliðsins sem hefur keppni á HM á fimmtudaginn kemur. Herbergisfélagarnir Sandra Erlingsdóttir og Andrea Jacobsen segja hvora aðra vera með versta tónlistarsmekkinn í liðinu. 29. nóvember 2023 09:00
PlayStation eða fyrirtækisrekstur? Það er misjafnt hvað landsliðskonur kvenna í handbolta gera til að stytta sér stundir á meðan þær eiga dauðan tíma milli æfinga og funda í aðdraganda heimsmeistaramótsins sem hefst með leik við Slóveníu á fimmtudag. 28. nóvember 2023 23:31