Í tilkynningu segir að Birgitta komi til Into the Glacier frá Landsvirkjun þar sem hún hafi starfað sem sérfræðingur í innkaupum.
„Hún er flestum hnútum kunnug hjá Into the Glacier en hún starfaði um sex ára skeið sem leiðsögumaður og framkvæmdastjóri rekstrarsviðs hjá fyrirtækinu. Áður starfaði hún sem verkefnastjóri hjá Wow Air.
Birgitta er með BS gráðu í ferðamálafræði og viðskiptafræði frá HÍ ásamt meistaranámi í fjármálum fyrirtækja frá HR. Helstu áhugamál Birgittu eru badminton, snjóbretti, ferðalög og fjallgöngur.
Into the Glacier stendur að baki ísgöngunum í Langjökli. Fyrirtækið er í eigu Arctic Adventures sem er eitt öflugasta og rótgrónasta ferðaþjónustufyrirtæki landsins. Stefna Arctic Adventures er að skapa ábyrgt og öruggt aðgengi að áfangastöðum í íslensku náttúru auk þess að bjóða upp á sjálfbæra og vistvæna ferðaþjónustu um allt land,“ segir í tilkynningunni.