Útilokar ekki að spila á Íslandi en ætlar að anda rólega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Alex Þór Hauksson stökk nánast fullmótaður inn í Stjörnuliðið 2017, þá aðeins átján ára. Þremur árum síðar var hann gerður að fyrirliða liðsins. vísir/hulda margrét Fótboltamaðurinn Alex Þór Hauksson ætlar að taka sér góðan tíma í að ákveða næsta áfangastað á ferlinum. Hann útilokar ekki að spila á Íslandi á næsta tímabili. Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex. Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira
Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex.
Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í Keflavík og brunað á brautinni í Las Vegas Sport Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár FIFA setur nettröllin á svartan lista „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp Heimir til Tékklands og gæti mætt Dönum í úrslitaleik Krónprinsinn ætlar að mæta á bikarúrslitaleik Örnu og Sædísar Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Kom Haítí á HM án þess að hafa nokkurn tímann komið til landsins Big Ben í kvöld: Arnar Péturs, Sölvi og Gummi Hreiðars gestir ÍTF flytur inn á KSÍ í Laugardalnum Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma „Einstaklega efnilegur leikmaður“ Thelma Karen til sænsku meistaranna Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Vålerenga fór illa að ráði sínu Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Sjá meira