Útilokar ekki að spila á Íslandi en ætlar að anda rólega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Alex Þór Hauksson stökk nánast fullmótaður inn í Stjörnuliðið 2017, þá aðeins átján ára. Þremur árum síðar var hann gerður að fyrirliða liðsins. vísir/hulda margrét Fótboltamaðurinn Alex Þór Hauksson ætlar að taka sér góðan tíma í að ákveða næsta áfangastað á ferlinum. Hann útilokar ekki að spila á Íslandi á næsta tímabili. Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex. Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira
Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex.
Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Fleiri fréttir Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Hallgrímur framlengir við KA Mbappé nýtur betur lífsins í Madrid: „Þetta er ekki árás á Frakkland“ Fæddist með gat á hjartanu Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Höjlund sjóðheitur og Danir færðust nær HM Alsír tuttugasta þjóðin inn á HM Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Grétar Rafn gæti gert Gerrard að stjóra Rangers Barcelona spilar í Miami: „Ég er ekki hrifinn af þessu“ „Ætti að bera meiri virðingu fyrir peningunum sem hann þénar“ Svakalega slysalegt klobbamark í undankeppni HM „Klúðraði þessum frægu vítum en er ógeðslega sterkur“ Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga „Getum eyðilagt drauma Úkraínu á morgun“ Svona var blaðamannafundur KSÍ fyrir leikinn gegn Úkraínu Gæti lamast eftir árekstur við auglýsingaskilti Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka „Ekki alltaf hægt að tala vel um mann“ Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Vítið sem dæmt var á Örnu í Meistaradeildinni: „Væri móðguð ef ég væri hún“ Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu „Staða mín er svolítið erfið“ Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Sjá meira