Útilokar ekki að spila á Íslandi en ætlar að anda rólega Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. nóvember 2023 09:00 Alex Þór Hauksson stökk nánast fullmótaður inn í Stjörnuliðið 2017, þá aðeins átján ára. Þremur árum síðar var hann gerður að fyrirliða liðsins. vísir/hulda margrét Fótboltamaðurinn Alex Þór Hauksson ætlar að taka sér góðan tíma í að ákveða næsta áfangastað á ferlinum. Hann útilokar ekki að spila á Íslandi á næsta tímabili. Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex. Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Alex greindi sjálfur frá því á samfélagsmiðlum að hann væri á förum frá sænska B-deildarliðinu Öster sem hann hefur leikið með undanfarin þrjú ár. „Ég kom þangað 2021 og er því búinn að vera þarna í þrjú tímabil. Mér fannst vera kominn tími til að breyta til og finna mér nýja áskorun. Mér fannst ég vera búinn að sýna sjálfum mér að ég gæti vel spilað þarna þannig að mig langaði bara að prófa eitthvað nýtt,“ sagði Alex í samtali við Vísi í gær. Hann kveðst ánægður með árin þrjú hjá Öster. Liðið endaði í 4. sæti sænsku B-deildarinnar á síðasta tímabili og komst ekki upp í úrvalsdeildina. Alex lék 23 leiki með Öster á tímabilinu en glímdi við meiðsli seinni hluta þess. „Þetta leið virkilega hratt. Þetta var virkilega góður tími. Maður lærði heilmikið og kemur úr þessu sem betri leikmaður og manneskja, búinn að læra nýtt tungumál og kynnast frábæru fólki þannig að ég er mjög þakklátur fyrir þennan tíma hjá Öster,“ sagði Alex. Alex hefur leikið fyrir öll yngri landslið Íslands auk fjögurra A-landsleikja.vísir/bára Hann er nýlentur á Íslandi og veltir nú næstum skrefum fyrir sér, hvað taki við eftir dvölina hjá Öster. „Það er ekkert ákveðið. Ég ætla að anda rólega og taka minn tíma í að ákveða hvað ég ætli að gera næst,“ sagði Alex sem veit af áhuga erlendis frá. „Það er áhugi hér og þar. Maður er að vega og meta valmöguleikana. Ég er ekkert að drífa mig og vil bara finna hvar ég vil taka slaginn næst.“ En kemur til greina að spila á Íslandi næsta sumar? „Ég hef ekki útilokað neitt. Ég vil skoða alla valmöguleika gaumgæfilega og sjá hvað hentar best fyrir mig á þessum tíma,“ svaraði Alex. Alex á Bessastaðarvelli þar sem hann spilaði sinn fyrsta meistaraflokksleik aðeins tólf ára.vísir/vilhelm Hann lék með Stjörnunni áður en hann fór til Svíþjóðar og var orðinn fyrirliði liðsins aðeins tvítugur. Alex fylgdist grannt með sínu gamla liði í sumar. Stjörnumenn enduðu í 3. sæti Bestu deildarinnar og voru heitasta lið hennar á lokasprettinum. „Ég fylgdist vel með Stjörnunni sem og Bestu deildinni yfirhöfuð. Stjarnan hefur unnið geggjað starf og það er gaman að sjá hvernig liðið hefur þróast, sérstaklega á síðasta tímabili. Jökull [Elísabetarson] er tekinn við og maður tekur hattinn ofan fyrir því sem hann hefur gert sem og allt liðið. Það er gaman að sjá uppganginn og vonandi halda þeir áfram í því sem þeir eru að gera,“ sagði Álftnesingurinn. En hafa Stjörnumenn sett sig í samband við hann með það fyrir augum að hann spili með þeim á næsta tímabili? „Ég held að ef ég velji að koma heim hafi þeir áhuga. Þeir hafa ekkert verið að pressa á mig en vita bara að það munu alltaf einhverjar samræður eiga sér stað ef ákvörðun verður tekin að koma heim,“ svaraði Alex.
Sænski boltinn Besta deild karla Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Enski boltinn Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest Enski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Ingibjörg á skotskónum og Cecilía Rán varði víti og hélt hreinu Í beinni: Chelsea - Arsenal | Stórleikur á Brúnni Nýliðarnir sóttu þrjú stig til Tottenham og Newcastle skellti Forest United menn á allt öðrum og betri stað eftir inngrip Van Nistelrooy Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið Sjá meira
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti