Guardiola: Þarf ég að segja þetta aftur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 12:31 Erling Haaland fagnar metmarkinu sínu í gærkvöldi. AP/Dave Thompson Það er nánast daglegt brauð að norski framherjinn Erling Haaland bæti einhvers konar markamet enda raðar hann inn mörkum með Manchester City. Haaland gerði það einmitt í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri City á móti RB Leipzig. Þessi 23 ára gamli framherji varð þar með bæði fljótastur og yngstur allra í sögunni til að skora fjörutíu mörk í Meistaradeildinni. Þremur dögum fyrr hafði hann verið fljótastur til að skora fimmtíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Erling Haaland: I have to tell you again? We love him. pic.twitter.com/1BuJO9ryZX— City Report (@cityreport_) November 28, 2023 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er auðvitað alltaf spurður út í öll þessi met sem Haaland er að slá. „Aftur? Þarf ég að segja þetta aftur?,“ sagði Pep Guardiola hlæjandi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Eins og ég hef sagt þúsund milljón sinnum áður þá þykir mér mikið til þess koma. Þeir unnu leikinn og annað met. Til hamingju. Hann er frábær leikmaður. Eins og ég segi ykkur hvað eftir annað þá erum við mjög ánægð með hann,“ sagði Guardiola. „Við elskum hann en ekki bara fyrir mörkin sem hann skorar heldur fyrir margt annað líka,“ sagði Guardiola. Haaland þurfti aðeins 35 leiki til að skora 40 mörk í Meistaradeildinni en með því sló hann met Ruud van Nistelrooy sem náði því í 45 leikjum. Fastest player to reach 50 Premier League goals. Fastest player to reach 40 Champions League goals. Youngest player to reach 40 Champions League goalsErling Haaland. pic.twitter.com/zJtqkNcodh— City Chief (@City_Chief) November 29, 2023 Hann sló einnig met Kylian Mbappé með því að vera sá yngsti sem nær þessu. Haaland var aðeins 23 ára og 130 daga gamall í gær. Manchester City var komið áfram en tryggði sér sigur í riðlinum í gær og það var Guardiola mikilvægt þótt að hann hafi ekki veirð sáttur með frammistöðuna ekki síst í fyrri hálfleiknum sem liðið tapaði 2-0. „Við verðum í efri styrkleikaflokknum í febrúar. Ég veit ekki hverjum við munum mæta en seinni leikurinn verður á heimavelli og í kvöld sýndum við enn á ný að við getum komið til baka,“ sagði Guardiola. "I have to tell you again?!" Even Pep Guardiola is running out of words to describe Erling Haaland's feats#mcfc | #ucl pic.twitter.com/na3eHvQgcg— Mirror Football (@MirrorFootball) November 28, 2023 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira
Haaland gerði það einmitt í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri City á móti RB Leipzig. Þessi 23 ára gamli framherji varð þar með bæði fljótastur og yngstur allra í sögunni til að skora fjörutíu mörk í Meistaradeildinni. Þremur dögum fyrr hafði hann verið fljótastur til að skora fimmtíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Erling Haaland: I have to tell you again? We love him. pic.twitter.com/1BuJO9ryZX— City Report (@cityreport_) November 28, 2023 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er auðvitað alltaf spurður út í öll þessi met sem Haaland er að slá. „Aftur? Þarf ég að segja þetta aftur?,“ sagði Pep Guardiola hlæjandi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Eins og ég hef sagt þúsund milljón sinnum áður þá þykir mér mikið til þess koma. Þeir unnu leikinn og annað met. Til hamingju. Hann er frábær leikmaður. Eins og ég segi ykkur hvað eftir annað þá erum við mjög ánægð með hann,“ sagði Guardiola. „Við elskum hann en ekki bara fyrir mörkin sem hann skorar heldur fyrir margt annað líka,“ sagði Guardiola. Haaland þurfti aðeins 35 leiki til að skora 40 mörk í Meistaradeildinni en með því sló hann met Ruud van Nistelrooy sem náði því í 45 leikjum. Fastest player to reach 50 Premier League goals. Fastest player to reach 40 Champions League goals. Youngest player to reach 40 Champions League goalsErling Haaland. pic.twitter.com/zJtqkNcodh— City Chief (@City_Chief) November 29, 2023 Hann sló einnig met Kylian Mbappé með því að vera sá yngsti sem nær þessu. Haaland var aðeins 23 ára og 130 daga gamall í gær. Manchester City var komið áfram en tryggði sér sigur í riðlinum í gær og það var Guardiola mikilvægt þótt að hann hafi ekki veirð sáttur með frammistöðuna ekki síst í fyrri hálfleiknum sem liðið tapaði 2-0. „Við verðum í efri styrkleikaflokknum í febrúar. Ég veit ekki hverjum við munum mæta en seinni leikurinn verður á heimavelli og í kvöld sýndum við enn á ný að við getum komið til baka,“ sagði Guardiola. "I have to tell you again?!" Even Pep Guardiola is running out of words to describe Erling Haaland's feats#mcfc | #ucl pic.twitter.com/na3eHvQgcg— Mirror Football (@MirrorFootball) November 28, 2023
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Sjá meira