Guardiola: Þarf ég að segja þetta aftur? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. nóvember 2023 12:31 Erling Haaland fagnar metmarkinu sínu í gærkvöldi. AP/Dave Thompson Það er nánast daglegt brauð að norski framherjinn Erling Haaland bæti einhvers konar markamet enda raðar hann inn mörkum með Manchester City. Haaland gerði það einmitt í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri City á móti RB Leipzig. Þessi 23 ára gamli framherji varð þar með bæði fljótastur og yngstur allra í sögunni til að skora fjörutíu mörk í Meistaradeildinni. Þremur dögum fyrr hafði hann verið fljótastur til að skora fimmtíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Erling Haaland: I have to tell you again? We love him. pic.twitter.com/1BuJO9ryZX— City Report (@cityreport_) November 28, 2023 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er auðvitað alltaf spurður út í öll þessi met sem Haaland er að slá. „Aftur? Þarf ég að segja þetta aftur?,“ sagði Pep Guardiola hlæjandi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Eins og ég hef sagt þúsund milljón sinnum áður þá þykir mér mikið til þess koma. Þeir unnu leikinn og annað met. Til hamingju. Hann er frábær leikmaður. Eins og ég segi ykkur hvað eftir annað þá erum við mjög ánægð með hann,“ sagði Guardiola. „Við elskum hann en ekki bara fyrir mörkin sem hann skorar heldur fyrir margt annað líka,“ sagði Guardiola. Haaland þurfti aðeins 35 leiki til að skora 40 mörk í Meistaradeildinni en með því sló hann met Ruud van Nistelrooy sem náði því í 45 leikjum. Fastest player to reach 50 Premier League goals. Fastest player to reach 40 Champions League goals. Youngest player to reach 40 Champions League goalsErling Haaland. pic.twitter.com/zJtqkNcodh— City Chief (@City_Chief) November 29, 2023 Hann sló einnig met Kylian Mbappé með því að vera sá yngsti sem nær þessu. Haaland var aðeins 23 ára og 130 daga gamall í gær. Manchester City var komið áfram en tryggði sér sigur í riðlinum í gær og það var Guardiola mikilvægt þótt að hann hafi ekki veirð sáttur með frammistöðuna ekki síst í fyrri hálfleiknum sem liðið tapaði 2-0. „Við verðum í efri styrkleikaflokknum í febrúar. Ég veit ekki hverjum við munum mæta en seinni leikurinn verður á heimavelli og í kvöld sýndum við enn á ný að við getum komið til baka,“ sagði Guardiola. "I have to tell you again?!" Even Pep Guardiola is running out of words to describe Erling Haaland's feats#mcfc | #ucl pic.twitter.com/na3eHvQgcg— Mirror Football (@MirrorFootball) November 28, 2023 Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira
Haaland gerði það einmitt í gærkvöldi þegar hann skoraði fyrsta markið í 3-2 endurkomusigri City á móti RB Leipzig. Þessi 23 ára gamli framherji varð þar með bæði fljótastur og yngstur allra í sögunni til að skora fjörutíu mörk í Meistaradeildinni. Þremur dögum fyrr hafði hann verið fljótastur til að skora fimmtíu mörk í ensku úrvalsdeildinni. Pep Guardiola on Erling Haaland: I have to tell you again? We love him. pic.twitter.com/1BuJO9ryZX— City Report (@cityreport_) November 28, 2023 Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, er auðvitað alltaf spurður út í öll þessi met sem Haaland er að slá. „Aftur? Þarf ég að segja þetta aftur?,“ sagði Pep Guardiola hlæjandi á blaðamannafundi eftir leikinn í gær. „Eins og ég hef sagt þúsund milljón sinnum áður þá þykir mér mikið til þess koma. Þeir unnu leikinn og annað met. Til hamingju. Hann er frábær leikmaður. Eins og ég segi ykkur hvað eftir annað þá erum við mjög ánægð með hann,“ sagði Guardiola. „Við elskum hann en ekki bara fyrir mörkin sem hann skorar heldur fyrir margt annað líka,“ sagði Guardiola. Haaland þurfti aðeins 35 leiki til að skora 40 mörk í Meistaradeildinni en með því sló hann met Ruud van Nistelrooy sem náði því í 45 leikjum. Fastest player to reach 50 Premier League goals. Fastest player to reach 40 Champions League goals. Youngest player to reach 40 Champions League goalsErling Haaland. pic.twitter.com/zJtqkNcodh— City Chief (@City_Chief) November 29, 2023 Hann sló einnig met Kylian Mbappé með því að vera sá yngsti sem nær þessu. Haaland var aðeins 23 ára og 130 daga gamall í gær. Manchester City var komið áfram en tryggði sér sigur í riðlinum í gær og það var Guardiola mikilvægt þótt að hann hafi ekki veirð sáttur með frammistöðuna ekki síst í fyrri hálfleiknum sem liðið tapaði 2-0. „Við verðum í efri styrkleikaflokknum í febrúar. Ég veit ekki hverjum við munum mæta en seinni leikurinn verður á heimavelli og í kvöld sýndum við enn á ný að við getum komið til baka,“ sagði Guardiola. "I have to tell you again?!" Even Pep Guardiola is running out of words to describe Erling Haaland's feats#mcfc | #ucl pic.twitter.com/na3eHvQgcg— Mirror Football (@MirrorFootball) November 28, 2023
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn Fresta fleiri fótboltaleikjum vegna fráfalls Francis páfa Fótbolti Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Körfubolti Fleiri fréttir Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna Sjá meira