Segir aukna eftirspurn eftir fituflutningsaðgerðum í kinnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 28. nóvember 2023 19:16 Þórdís segir ólíklegt að aðgerð sem gengur út á að fjarlægja fitu úr kinnum fari í tísku. Sýn Þórdís Kjartansdóttir lýtalæknir hjá læknahúsinu Dea Medica segist finna fyrir talsverðri aukningu lýtaaðgerða sem ganga út á að fjarlægja brjóstapúða og setja eigin fitu í staðinn. Þá furðar hún sig á aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að fjarlægja fitu úr kinnum. Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan. Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnina snúa umræðunni á hvolf Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira
Þórdís var viðmælandi í Reykjavík síðdegis í dag. Hún segir algengt að konur verði þreyttar á því að vera með púða í brjóstunum. „Þá getur eigin fita komið í staðinn og ég tala nú ekki um ef það er einhver auka fita annars staðar eins og á maga eða á mjöðmum eða lærum,“ segir Þórdís. Þegar púðar eru teknir verður að hennar sögn oft tómarúm og þá komi svokölluð lipofilling eða fitufylling til greina. „Þá tekur maður fitu á einum stað og hreinsar hana og einangrar og setur í brjóstin í staðinn.“ Hvernig bregst líkaminn við svona tilfærslu? „Þú getur ekki bara tekið púðann og sett inn í sama holrúm. Þú þarft að koma þessu fyrir á víð og dreif þannig að fitunni líði vel. Og það er takmörkum háð hvað maður getur sett mikið, sérstaklega ef brjóstvefurinn er ekki mikill.“ Þá segir hún heppilegt ef einungis 20 prósent af fituvefnum rýrni þegar honum er komið fyrir í brjóstum. Ekki öll fitan lifi flutninginn af. Fitan í kynnunum sú fyrsta til að fara Aðspurð segist Þórdís hafa tekið eftir aukinni eftirspurn eftir aðgerðum sem ganga út á að taka fitu úr kinnum. „Ég held að þessi aðgerð verði aldrei, eins og maður myndi segja, í tísku.“ Hún segir aðgerðina alls ekki áhættulausa, í kinnum séu æðar og taugar sem eru mikilvægar. „Enn þessi fita er sú fita sem kannski fer fyrst þegar maður eldist og léttist. Þannig að, af hverju vill fólk verða svona kinnfiskasogið? Maður spyr sig,“ segir Þórdís. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni hér að neðan.
Lýtalækningar Heilbrigðismál Mest lesið „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Innlent Sundgestir reknir inn vegna þruma og eldinga Veður Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi Innlent „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Erlent Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Innlent Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Innlent „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Erlent Þremur vísað út af Landspítalanum Innlent Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Innlent Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda Erlent Fleiri fréttir Segir ríkisstjórnina snúa umræðunni á hvolf Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Tilkynnt um ungmenni sem framdi rán og líkamsárás Spenna á Grænlandi og íslenskumiði í glugga leigubíla Bæjarstjórnin gagnrýnir skýrslu um hvernig eigi að byggja upp bæinn Roðsnakk frá 19 ára frumkvöðli slær í gegn Tímaspursmál hvenær Bandaríkin snúi sér að Íslandi Blöskrar biðlaunin: „Hvernig segi ég mig úr þessu drasli?“ Grænlandsheimsókn Vance og tíu tíma langir tónleikar Mengun úr jarðvegi orsakaði skrýtið bragð af neysluvatni Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Sjá meira