Mættu mótherjunum á göngunum Valur Páll Eiríksson skrifar 28. nóvember 2023 18:07 Landsliðið mætt á sína fyrstu æfingu í Stafangri. HSÍ/Kjartan Vídó Íslenska kvennalandsliðið í handbolta lenti í Stafangri í Noregi í dag eftir stutt 45 mínútna flug frá höfuðborginni Osló. Liðið æfði þar saman í Íþróttahöll Stafangurs, líkt og hún er kölluð, síðdegis – sem er þó ekki keppnishöllin hjá liðinu á HM. Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Heimsmeistaramótið hefst á morgun og fara tveir leikir fram hér í borg er keppni í C-riðli hefst. Suður-Kórea mætir Austurríki og búast má við húsfylli í DNB-höllinni þegar Noregur, undir styrkri stjórn Þóris Hergeirssonar, mætir Grænlandi í Norðurlandaslag. Ísland hefur ekki leik fyrr en á fimmtudag og mætir þar liði Slóveníu. Slóvenska liðið æfði milli fjögur og fimm að staðartíma í Íþróttahöllinni í dag áður en íslenska liðið tók við á slaginu fimm. Áttu liðin því góða skiptingu í íþróttahúsinu seinni partinn. Það var létt yfir hópnum og afslöppuð stemning er liðið ferðaðist ásamt fréttamönnum frá Osló yfir til Stafangurs í dag. Allir leikmenn eru klárir í slaginn. Þær sem undirritaður ræddi við í dag eru sammála um að æfingamótið í Lillehammer síðustu helgi hafi reynst dýrmæt reynsla fyrir það sem koma skal. Úrslitin þar hafi litlu máli skipt. Leikmenn eru búnir að hrista úr sér mesta skrekkinn fyrir verkefnið stóra sem fram undan er. Fyrsta heimsmeistaramótið í tólf ár fram undan og spennan eykst með hverri mínútunni sem líður að stóru stundinni þegar Ísland hefur leik gegn Slóveníu á fimmtudaginn kemur. Hitað upp á æfingu dagsins.HSÍ/Kjartan Vídó Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira
Valur Páll Eiríksson skrifar frá Stafangri Heimsmeistaramótið hefst á morgun og fara tveir leikir fram hér í borg er keppni í C-riðli hefst. Suður-Kórea mætir Austurríki og búast má við húsfylli í DNB-höllinni þegar Noregur, undir styrkri stjórn Þóris Hergeirssonar, mætir Grænlandi í Norðurlandaslag. Ísland hefur ekki leik fyrr en á fimmtudag og mætir þar liði Slóveníu. Slóvenska liðið æfði milli fjögur og fimm að staðartíma í Íþróttahöllinni í dag áður en íslenska liðið tók við á slaginu fimm. Áttu liðin því góða skiptingu í íþróttahúsinu seinni partinn. Það var létt yfir hópnum og afslöppuð stemning er liðið ferðaðist ásamt fréttamönnum frá Osló yfir til Stafangurs í dag. Allir leikmenn eru klárir í slaginn. Þær sem undirritaður ræddi við í dag eru sammála um að æfingamótið í Lillehammer síðustu helgi hafi reynst dýrmæt reynsla fyrir það sem koma skal. Úrslitin þar hafi litlu máli skipt. Leikmenn eru búnir að hrista úr sér mesta skrekkinn fyrir verkefnið stóra sem fram undan er. Fyrsta heimsmeistaramótið í tólf ár fram undan og spennan eykst með hverri mínútunni sem líður að stóru stundinni þegar Ísland hefur leik gegn Slóveníu á fimmtudaginn kemur. Hitað upp á æfingu dagsins.HSÍ/Kjartan Vídó
Landslið kvenna í handbolta HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Handbolti „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Handbolti Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús Handbolti „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ Handbolti Sex í röð hjá Napólí Fótbolti Brynjólfur Willumsson á skotskónum í tapleik Groningegn Fótbolti Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik Handbolti Fleiri fréttir Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Gætið ykkar: Enginn með Wikipedia-síðu og vindlasölumaðurinn HM í dag: Kúbuvindlarnir á leið í Kópavoginn Óttast að fyrirliði Dags sé illa meiddur „Verðum að hlaupa betur til baka“ Risa Evrópuleikur á Hlíðarenda: „Tökum Spánverjana á taugum með fullu húsi“ „Þetta var allsherjar klúður þarna“ „Þurfum að taka Dani til fyrirmyndar“ Ljótar senur á HM í handbolta í kvöld: Hræktu á Staffan Olsson Dagur og Alfreð unnu báðir á HM í kvöld en mjög ólíka sigra Framkonur áfram öflugar í Lambhagahöllinni Aron skráður inn á HM og löglegur á morgun Strákarnir hans Arons töpuðu aftur „Held að þetta fylgi bara umræðunni á Íslandi“ Katastrófan vegna klaufa í Kristianstad Sjá meira