Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 15:36 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var við mælingar í Grindavík í dag. Hann segir bæinn líta betur út en hann átti von á. Vísir/Einar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53