Ljótar sprungur en lítur miklu betur út en hann ímyndaði sér Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 28. nóvember 2023 15:36 Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur var við mælingar í Grindavík í dag. Hann segir bæinn líta betur út en hann átti von á. Vísir/Einar Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir Grindavík líta mun betur út en hann bjóst við. Nú þurfi Grindvíkingar að laga innviði svo að bærinn verði aftur íbúðarhæfur. Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Ármann var við mælingar í Grindavík þegar fréttastofu bar að garði. Þetta er fyrsta sinn sem Ármann fer inn í bæinn eftir að ósköp dundu þar yfir 10. nóvember síðastliðinn. „Við erum að kíkja aðeins á þessar sprungur og erum með tæki sem sér ofan í jörðina. Við erum aðeins að skoða hversu gapandi þær eru,“ segir Ármann. Gögnin sem safnast verða svo greind og von er á einhverjum niðurstöðum á næstu dögum, hversu stórar sprungurnar eru og breiðar. „Við erum aðeins að stilla tækin og þá getum við séð þetta, þar sem sprungan sést kannski ekki á yfirborði. Það getur sem sagt víða undir malbikinu verið gapandi sprunga, þó malbikið sé ekki alveg farið í sundur.“ Laga þarf klóak og rafmagnsleiðslur Hann segir Grindavík líta mun betur út en hann gerði sér vonir um. „Jú, jú, það eru ljótar sprungur hérna en að öðru leyti er þetta bara fínt finnst mér - svona ef maður getur notað það orð, þá lítur þetta miklu betur út en maður ímyndaði sér. Eftir öll lætin lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hann. Hann segir vonandi að þeim látum sem hófust 10. nóvember fari að ljúka, þó jarðhræringaskeið á Reykjanesi muni vara hið minnsta í einhver ár í viðbót. „Ef svo er þá ættu heimamenn að geta klárað að laga innviðina. Það eru klóak og rafmagnsleiðslur og svona sem er slitið. Það þarf að finna út úr því og laga það og þá ætti að verða orðið íbúðarhæft hvað úr hverju,“ segir Ármann. Getur fólk farið að anda rólega? „Já, ég held að fólk geti farið að anda rólegar núna og eins og stendur eru mestar líkur að gos, ef það verður á þessari sprungu, komi upp í Hagafelli, Sílingarfelli eða Stóra Skógfelli. Því norðar semþað er því betra, þá þurfa menn ekki að stressa sig hér. Það er alla vega algjörlega fyrirséð að það gjósi ekki inni í bænum. Það er upp frá í hæðunum hér fyrir ofan sem eru mestar líkur ef úr því verður.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01 Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent Fleiri fréttir Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Hraunið reynst betur en vonir stóðu til Vinna við að reisa varnargarða til varnar virkjuninni að Svartsengi og Bláa lóninu hefur gengið betur en von var á. Sviðsstjóri hjá Verkís segir ástæðuna þá að betur hafi gengið að nýta jarðveg á svæðinu en búist var við í upphafi. 28. nóvember 2023 15:01
Ekki fundið einn einasta skjálfta í Grindavík í marga daga Bjarki Sigmarsson, sölumaður í verslun Vélsmiðju Grindavíkur, segir það góða tilfinningu að vera mættur aftur til vinnu. Hann segist ekki hafa fundið einn einasta skjálfta í bænum í marga daga. 28. nóvember 2023 14:53